Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 10
M. Jensson Afmæli Víkings Það er ekki óþekkt fyrirbrigði hér á landi, að blað eða tímarit hefur göngu sína einn góðan veðurdag, með pomp og pragt og miklu veldi, en hverfur svo jafn snögglega, eftir örfá ein- tök, og er þegar gleymt. Það mun þess vegna vera almennt álitið, að blað, sem komizt hefur lifandi yfir fyrsta áratuginn, sé orðið fast í sessi meðal kaupenda sinna og blaðlesenda. Efnisval og tilhögun öll komin í fast form og fjárhagurinn á fastan grundvöll. Um rekstur Sjómannablaðsins Víkingur get ég verið fáorður, af þeirri einföldu ástæðu að ég er honum, að vonum, næsta ókunnur. Hins vegar get ég getið mér til, að þar sé við ýmsa erfiðleika að etja, á þessum síðustu og verstu tímum viðskipta og verzlunar í landi okkar. Ég hef bæði heyrt og lesið kvartanir blaðaút- gefenda, yfir pappírsskorti, pappírsverði og alls konar öðrum örðugleikum í sambandi við útgáfustarfsemina, og býst ekki við, að útgef- endur Víkings fari varhluta af því ástandi, sem ríkir í þessum efnum, fremur en aðrir. Hvað efnisvali í blaðið viðvíkur, má auðvitað að ýmsu finna, þótt segja megi að yfirleitt hafi þar tekizt til „vonum framar“. Aðalgallinn er náttúrlega hinn gamli óvinur blaðamennskunn- ar, vöntun á hugkvæmni, sem aftur leiðir af sér fábreytnina. Lesendum hefur fundizt blaðið stundum vera þurrt og jafnvel stirt. Mér hefur á köflum fundizt það fá á sig of strangfræði- legan blæ, ef svo mætti að orði komast. Með öðrum orðum, verið of fátækt af fjöri, eða skemmtiatriðum, sem eru þó að margra áliti alveg nauðsynleg til almennra vinsælda. Vís- indalegar fræðigreinar, tölur og línurit, eru að vísu sjálfsagður þáttur í vönduðu stéttarblaði, en því verður að fylgja léttara hjal eða efni til upplífgunar. Sem sagt, mánaðarrit verður að leggja mikla áherzlu á fjölbreytni í efnis- vali, svo að tryggt sé að þar verði ávallt eitt- hvað fyrir hvern lesanda. Það er til dæmis á- vallt mikill fengur í að lesa greinar um nýjung- ar í tækni og framfarir í einhverri sérgrein, ef þær eru svo alþýðlega skrifaðar, að leikmenn skilji og geti notið fróðleiksins. Annars er það þeim dauður bókstafur og aðeins lesið af örfá- um fagmönnum. Þetta er oftastnær hægt, enda oft verið gert. Langri grein um faglegt efni verður að dreifa í fleiri blöð. Annars verður lesmálið lítið fyrir fjöldann, sem telur sig svik- inn. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera þunglamalegir í smásagnagerð, dramatískir og ádeilugjarnir, og má með nokkrum sanni segja, að varla lesi maður íslenzka sögu, langa eða stutta, án þess að í henni sé að finna ádeilu á þjóðskipulag, eða því um líkt. Auðvitað meira eða minna dulið. En við erum fátækir af léttri og skemmtilegri gerð sagna, sem ekki krefjast of mikils af lesandanum, en slíkt léttmeti er þó víðast talið nauðsynlegt með, til dægradvalar, í blöðum með stóran hóp lesenda. Nú má enginn skilja mig svo, að Víkingur sé ávallt þurr, stirður og leiðinlegur. Síður en svo. Sum blöðin hafa verið ágæt, jafnvel á evrópískan mælikvarða, en það eru ekki aðeins sum, sem þannig eiga að vera, heldur öll. Á eftir þessum ágætu blöðum hefur venjulega komið lélegt blað, eða blöð. Alveg eins og út- gefendur hafi þá ofreynt sig, eða tekið sér verð- skuldaða hvíld. Dagblað getur leyft sér að vera lélegt öðru hvoru, því þar er hægt að gera bót næsta dag, áður en lesandinn er búinn að átta sig. En mánaðarrit ekki. Þar hefur lesandinn of langan tíma til að gagnrýna. Það má nú ef til vill segja, að lesendur Vík- ings eigi nokkra sök á því, að blaðið er stund- um ekki nógu fjölbreytt, því það er áberandi, hversu lítið blaðinu berst af efni úr þeirra hóp. Þó er það vitað, að margir ,sj ómenn gætu sagt frá ýmsu athyglisverðu, minnisstæðum eða skemmtilegum atburðum úr sinni fjölbreyttu ævi, bæði á sjó og landi, eða reynslu? sem gæti komið öðrum að gagni. f blaðinu hafa nokkrar slíkar frásagnir komið, sem hafa sannað, að á meðal sjómanna eru til margir prýðilega rit- færir menn, sem kunna listina að segja skemmti- lega frá. Frá öðrum, sem vitað væri að lumuðu á einhverju sögulegu, en ekki vildu rita það niður, mætti kannske fá efni í viðtalsformi. En 15D V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.