Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 62
strandaði við Mýrar; ég held að það hafi verið frönsk skúta. Jóhannes sýslumaður í Hjarðar- holti fékk sér til fylgdar Guðmund húsbónda minn, er hann fór á strandstaðinn. Gekk ferðin fullvel út á Mýrar, en þegar þeir komu til baka var norðan bylur, þó ekki mjög vondur. Komust þeir slysalaust heim til okkar. Man ég vel eftir sýslumanni, því ég var í stofu meðan hann stóð við. Virtist mér hann myndarlegur og góðmann- legur maður. Þegar á daginn leið, fór veður mjög versnandi, og vildi Guðrún húsmóðir mín ekki að sýslumaður færi lengra þann dag. Sýslu,- maður vildi halda áfram, og varð ekki lattur. Á bænum var vinnumaður, sem Indriði hét. Hann átti hest, jarpan á lit, góðan grip. Hest þennan fékk Guðmundur fóstri minn til að fylgja sýslumanninum heim til hans að Hjarð- arholti, en það var eigi lengra en sem svaraði tveggja tíma gangi milli bæja. Þegar þeir voru nýfarnir, versnaði veðrið svo, að ekki sá út úr dyrunum. Það hélzt, að mig minnir, fullan sól- arhring. Eigi kom Guðmundur heim. Þegar er upp birti, var vinnumaður sendur til að leita hans, og vita, hvort þeir hefðu ekki komið að Hjarðarholti. I Hjarðarholti vissi enginn hvað þeim sýslumanni leið, og var ekki við þeim bú- izt í svo vondu veðri. En daginn eftir að þeir lögðu af stað frá okkur, sá maður frá Hjarðar- holti eitthvert missmíði skammt frá bænum. Var farið að gá að hvað þetta væri. Var þar sýslu- maður dauður og fastur í ístaðinu með annan fótinn. Stóð hesturinn yfir honum. Var það sorgleg sjón, rétt hjá túni á hans eigin heimili. Guðmundur hafði einnig orðið úti í bylnum, en ekki fannst hann fyrr en um vorið. Hafði fráfall Guðmundar fóstra míns mikil áhrif á mig. Beið ég þess ekki bætur í langan tíma og jafnvel aldrei. Ekkja hans bjó eitt ár áfram á jörðinni, og fékk ég að vera þar þann tíma, en mjög var ég þá orðinn einmana í heim- inum. Móðir mín var bláfátæk og gat því ekki annast mig, en það bjargaði mér frá sveit, að ég fékk dálítinn arf eftir föður minn. Vorið eftir þessi tíðindi kom að Hamraendum sem ráðsmaður til ekkjunnar Þorbergur And- drésson frá Hvítárvöllum, bróðir Andrésar, sem þar bjó lengi. Þorbergur var mikill vexti og rammur að afli, þá sem næst 40 ára. Þegar hann var búinn að vera eitt ár, fékk hann Helgu dóttur húsmóður minnar og tók við búinu vorið eftir. Fór ég þá til hans, því húsmóðir mín, sem verið hafði, hætti þá að búa. Ég fékk mikið að gera hjá þessum nýja hús- bónda mínum, enda kominn undir fermingu, en minna að bera til munnsins. Ekki var mér kennt að skrifa eða reikna, og er líklegt, að mér hafi þá eigi þótt það sérlega áríðandi, en oft hefur það komið sér illa síðan, að ég skyldi í æsku fara á mis við alla menntun. Þess í stað vakn- aði hjá mér starfshugur mjög ungum, og hef ég haldið honum fram á þennan dag. Þegar Þorbergur hafði búið árlangt á Hamra- endum hafði hann jarðabýtti við Gísla nokkurn á Hreðavatni í Norðurárdal. Þangað fór ég með honum, vorið sem ég var .fermdur, og var þar síðan heimilisfastur í sjö ár, eða til 22 ára ald- urs. Sumarið eftir að ég fermdist, var ég lát- inn slá með vinnumönnum, og átti ég að fylgja þeim út og inn, svo ungur sem ég var. Var ég þá oft þreyttur og syfjaður, en fyrir engum var að kvarta. Um haustið, eftir réttirnar, var ég sendur norður í Hrútafjörð til róðra. Árni Helgason frændi minn var með mér, og annar maður til, sem Jón hét Guðnason, frá Hesti. Þar nyrðra vorum við félagar fram á jólaföstu, Fengum við góðan hlut um haustið, en svo komu ísar á fjörðinn og var þá ekki hægt að róa lengur. Við rérum frá Sauðanesi í landi Stóruhvalsár. Sjaldan fékk ég að róa þetta haust, því bæði kunni ég lítt til sjóar og svo þurfti að afla beitu, öðu og kræklings. Var ég vel notandi til þess, því ég var fljótur að hlaupa og óprúttinn að vaða. Á jólaföstu lögðum við af stað suður. Fórum við Laxárdalsheiði, en þar er styttra á milli bæja en ef farin er Holtavörðuheiði. Síðan héld- um við suður Dali og lögðum á Bröttubrekku. Á þeim fjallvegi fengum við vondan byl, og varð ég þá svo áttavilltur, að ég hélt vindstöð- una norðlæga, en hún var útsunnan. Þegar við komum ofan í Norðurárdal rankaði ég við mér. Var þá stutt eftir heim. Komum við úr þessum leiðangri rétt fyrir jól. Nú var ég heima fram í þorralok. Þá átti ég að róa suður í Vogum á vetrarvertíðinni, sem byrjaði um 1. marz og var til 13. maí. Ég fór ofan að Hvítárvöllum. Þaðan áttum við að fara sjóveg á Akranes. Skipið stóð uppi í Kistuhöfða, sem kallaður er. Mikið íshrafl var á firðinum þegar við fórum af stað. Þar er útfyri mikið og grynningar, svo að fara verður vissar leiðir. Nú tafði okkur ísinn, svo að allt fjaraði uppi á miðri leið. Var þá ekki gott í efni. Máttum við snúa til sama lands aftur. Að því vorum við allt til kvölds. Mikið frost var um daginn og frusu á okkur klæðin, svo að mörgum var orðið kalt er við náðum landi. Vorum við þá nótt á Hvanneyri. Urðum við síðan að bíða hentugs veðurs og byrjar nokkra daga, en næsta færan dag komumst við slysalaust út á Akranes. Var þar stutt viðstaða þar til gaf til Reykjavíkur. ZDZ V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.