Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 35
Hallfreður Guðmundsson
Æskumennirnii* og sjómenn§kan
Hinn 27. maí s.l. birtist í blaðinu „Skaginn“
á Akranesi grein eftir Hallfreð Guðmundsson,
sem hann nefnir „Er þrá æskumanna til sjó-
mennsku minni en áður var?“ Grein þessi er eink-
ar athyglisverð, enda fjallar hún um mikilvægt
mál, sem gefa verður meiri gaum hér eftir en
hingað til. Víkingur tekur sér það bessaleyfi, að
birta þessa grein Hallfreðs Guðmundssonar.
Greinin er lítið eitt stytt. -— Ritstj.
Fyrir ekki allöngu barst mér bréf frá vini
mínum, þar sem hann leggur fyrir mig eftir-
farandi spurningar, sem hann segist treysta
mér til að svara á óhlutdrægan og sem réttastan
hátt.
1. Hver er munur á unglingum nú eða áður
var, af þeim, sem til starfa koma í þinni
stétt ?
2. Telur þú, að unglingar sýni nú meiri ó-
reglu og kæruleysi í starfi sínu en áður
var?
3. Telur þú, að vankunnátta unglinga sé meiri
nú en áður í þeim verkum, sem þeir ráða
sig til?
4. Telur þú, að unglingar séu lélegri til vinnu
nú en áður var?
5. Finnst þér, að hin uppvaxandi kynslóð
verðskuldi yfirleitt þá mjög svo misjöfnu
dóma, er hún fær nú til dags?
Ég verð að segja þessum vini mínum það, að
ég tel það ofmat á vitsmunum mínum hjá hon-
um, að ætlast til þess, að þessum spurningum
hans verði af mér gerð þau skil, er hann mun
ætlast til. Enda þótt þetta sé eitt af þeim mál-
um er ég vildi gjarnan vera þátttakandi í að
skýra og ræða á opinberum vettvangi.
Ég tel alveg útilokað að svara þessum spurn-
ingum öðruvísi en að gefa um leið skýringu á
þeim breyttu háttum er orðið hafa í íslenzku
þjóðlífi á síðari árum, svo að fullkominn skiln-
ingur komi fram á þessum málum, hjá þeim,
sem telja þau þess virði að um þau sé hugsað.
Fyrir 40—50 árum var sá háttur á, að ungl-
ingar fóru til ,sjós eigi síðar en að aflokinni
fermingu (sumir jafnvel fyrr).
Það lætur að líkum, að vel flestir þessara
hálfvöxnu unglinga, voru ekki fullgildir til þess-
ara starfa, hvorki hvað dugnað né kunnáttu
snertir. Að vísu var þetta æði misjafnt. Þeir
unglingar, sem ólust upp við sjóinn, og fylgdust
með starfinu og öllum tilfæringum því viðkom-
andi frá barnæsku, stóðu heldur betur að vígi,
hvað kunnáttu snertir, heldur en þeir, er voru
að Hitler hefði hlaupið til fjalla, er hann fékk
veður af hernáminu.
Það var kallað skipulegt undanhald.
— Svo liðu nokkrir dagar.
Hrólfur gamli var á skektu sinni úti á firði.
Þá rak hann augun í eitthvað á reki, marandi
í vatnsskorpunni. Hann innbyrti rekaldið. Það
var poki, vandlega bundið fyrir opið, dálítilli
steinvölu tyllt við fyrirbandið.
Hrólfur gamli tók upp vasakutann, brá hon-
um, og afhjúpaði leyndardóm pokans. Þá kom
í ljós — stór köttur.
Hann var með svart höfuð, hvíta fætur og
hvítan kvið. Eftir bakinu var svört rönd og úr
henni teygðust svartir flekkir niður á síðurn-
ar; — feldurinn minnti á landabréf af vog-
V í K I N □ U R
skorinni strönd með nokkrum sæbröttum eyjum.
Rófan var svört með ofboðlitla ljósa týru í end-
anum. Skolturinn var uppglenntur, eins og í
stirnuðu glotti, þar blasti við skaddaður tann-
garður.
Hrólfur gamli öskraði nokkur kjarnyrði og
damlaði í land.
Þegar endalok Hitlers spurðust, þóttu það að
vonum mikil tíðindi. Hrólfur gamli skóf ekkert
utan af skoðunum sínum:
„Einhvern tíma pokuðu þeir þýzkan biskups-
djöful og drekktu í einhverri ársprænu. Það
var hraustlega gert. En þeir, sem geta haft sig
til þess að launmyrða þýzkan skipbrotshögna,
það eru meiri helvítis óartarkvikindin".
175