Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 47
REYKJANESH YRNA' byrgisvIkurfjall GJÖGURVITI SELSKERSVITI I KJÖRVOGSMÚLI Viö sjómælingar á Húnaflóa undanfarin ár hafa ýmsar nýjar leiðir veriö mældar, og þar á meðal hafskipaleið fyrir innan (vestan) boðana Oðinsboða og Andrúps- boða. A leiðinni hefur hvergi fundizt minna er 15 m. dýpi, og sýnir meðfylgjandi mynd þau mið, sem leiða eftir henni, alla leið norðan frá og suður að Selskeri. Fyrra miðið er: „Reykjaneshyrna ber um Selskersvita“, en liið síðara: „Skarðið í Byrgisvíkurfjalli ber um Kjör- vogsmúla". Þau leiða bæði þvi nær sömu leið, í 154.5° stefnu, en síðara miðið sést betur langt að. síðan hafa allar slíkar mælingar hér við lancl verið framkvæmdar af okkur, — þó að undan- teknum þeim mælingum í Hvalfirði, Hrútafirði og Eyjafirði, sem Bretar gerðu í síðasta stríði. Til að byrja með var starfsemin auðvitað lítil, því fjárhagurinn var örðugur, en þó voru fljótt mæld ýmis stór, algjörlega ómæld eða illa mæld svæði, t. d. á Breiðafirði og í ísa- íjarðardjúpi. í mörg undanfarin ár hefur enn- fremur verið mælt mikið á Hornströndum og í vestanverðum Húnaflóa, þannig, að nú má heita að allar aðalsiglingaleiðirnar þar séu nýmæld- ar. Hefur því verið mögulegt að gefa út tvö ný sjókort af mið- og suðurhluta flóans, og hið þviðja, af sjálfum Hornströndum, er í undir- búningi. Var ekki vanþörf á því, þar eð gamla Húnaflóakortið var eitt af elztu kortum hér, af þeim, sem enn eru notuð, eða frá 1890. Eins og að líkindum lætur hefur þó víðar verið „borið niður“, bæði djúpt og grunnt í kring um allt land, en margt er þó enn á „bið- bsta“ og má þar fyrst og fremst nefna Halann. Eiginlega var ætlunin að mæla hann í fyrra- sumar með vitaskipinu „Hermóði“, en hagstætt veður fékkst ekki þann tíma, sem völ var á skipinu. Sömuleiðis væri mjög æskilegt að geta Wælt upp sem fyrst ýmsar hafnir og innsigl- lngar, því margar þeirra eru ekki stærri og dýpri en svo, að það er á takmörkum, að hin nyju og djúpristu hafskip okkar komist inn. Einn þessara staða, nefnilega innsiglinguna á safjörð, er nú verið að mæla. Hingað til hafa allar þær sjómælingar, sem hér hafa verið gerðar, verið sendar út til danska sjókortasafnsins, til þess að það gæti annað bvort leiðrétt eldri kort eða teiknað ný eftir þeim. Hefur safnið frá fyrstu tíð annazt út- gafu íslenzku sjókortanna, og var fyrsta sjó- kortið af Faxaflóa t. d. fyrsta kortið, sem það gaf út rétt eftir að það var stofnað. Alls gefur ^ í K I N G LJ R það nú út 23 kort af íslandi, og eru enn fleiri í vændum. Þykja þau mjög vönduð að öllum frá- gangi og ekkert sparað til þess að hafa þau sem réttust. Til dæmis hefur sá háttur verið hafður undanfarin ár, að próförk af hverju, korti er lesin hér á Islandi, til þess að tryggja sem rétt- asta stafsetningu íslenzku nafnanna. Nú þegar sýnt þykir, að hægt er að gefa út minni sjókort hér á landi, bæði hvað teiknun og prentun viðvíkur, hefur verið ákveðið að ung- ur Islendingur fari til náms í sjókortateikningu við danska sjókortasafnið. Er það Guðmundur E. Guðjónsson, eða sá hinn sami og vann að teikningu sjókortsins af Súgandafirði. En enda þótt æskilegt sé, að við einhvern tíma í fi’amtíðinni getum gefið út öll sjókort okkar sjálfir, þá skyldi þó enginn búast við neinni stórfelldri kortaútgáfu hér á næstunni. Markmiðið er fyrst og fremst að gefa út sér- kort af höfnum og innsiglingum í stærri mæli- kvarða en hin núverandi sjókort hafa, — það vitum við nú að við getum gert skammlaust. £rnœlki Hreinskilni. Frúin er nýkomin heim úr ferðalagi og segir við vinnukonuna: Jæja, Anna. Var manninn minn ekki farið að lengja eftir mér? Jú, ég held nú það, sagði vinnukonan. Einkum varð ég þess áþreifanlega vör síðustu dagana. ★ Skoti hringdi til læknis með öndina í hálsinum og sagði: — Komið þér fljótt, hann sonur minn hefur gleypt pening. — Hvað er hann gamall? — Frá 1897, með mynd Viktoríu drottningar. 1B7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.