Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 43
Síður, endar og loft lestarinnar er klætt með aluminium plötum og er hægt að losa hverja einstaka þeirra er með þarf. Einnig er alumini- um notað í byggingu utan um reykrör vélanna og stjórnpall. „Hall“-kælikerfi er notað til að kæla lestar skipsins. Rafsuða er notuð við smíði skilrúma, botn- tanka og vélasæta. Akkerisvinda er rafdrifin og stýrisvélin er rafmagns-vökvadrifin (electro- hydaulic). 1 skipinu er eimketill, sem kyntur er hvort heldur vill með afgasi vélanna eða hrá- olíu. Framleiðir hann 1600 lbs. af gufu með 75 lbs. þrýstingi á ferþumlung með olíukyndingu, en 600 lbs. þegar aðeins er notað afgas vélanna. Ibúðir eru í skipinu fyrir 39 menn. Togarar Talsverður hluti af togaraflota þeim, sem nú er í smíðum í Bretlandi fyrir brezka og íslenzka útgerðarmenn eru knúnir með dieselvélum. Hr. Guðmundur Jörundsson skýrði frá, eftir að „Jörundi“ hafði verið hleypt af stokkunum, hver sparnaður þess togara væri umfram gufu,- togara (nýsköpunartogara). Myndin, sem Guðmundur Jörundsson dregur upp, er miðuð við íslenzk skip og íslenzkar að- stæður: „Gufutogarinn brennir olíu fyrir £ 50 daglega, en dieseltogarinn brennir olíu fyrir £ 33 á sama tíma. Sé reiknað með 300 dögum ..í hafi“ af hverjum 365, verður sparnaðurinn ca. £ 5000 á ári. I þessum togara er létt aluminiumblanda notuð í innréttingu lestar og í yfirbyggingu og mun það enn spara olíu og auka burðarmagn skipsins. Hið nýja fyrirkomulag lýsisbræðslunn- ar mun gefa af sér £ 3000 árlega, umfram eldra fyrirkomulag. Fiskimjölsvélarnar ættu að gefa af sér £ 4000—5000 árlega. Guðmundur Jörundsson telur því, að togari af þessari gerð ætti að gefa af-sér £ 15000 meira en venjulegur nýr gufutogari gerir árlega. * Þessi hagnaðarmynd virðist svo augljós, að sú eðlilega spurning hlýtur að vakna, hvers vegna allir togarar séu ekki byggðir sem mótor- skip. Þetta atriði var nýlega (janúar 1949) tekið fyrir af Mr. D. B. Cunningham hjá John Lewis & Son, í handriti, sem lesið var fyrir í skipa- smíða- og vélstjóraskóla í Skotlandi og fjallaði um togveiðar. Mr. Cunningham hélt því fram, að diesel- togarar, sem sérstök tegund skipa, hafi ekki tekið verulegum framförum eftir stríð. Hann segir einnig, að margir erfiðleikar yrðu yfir- unnir ef fleiri yfirvélstjórar (1. vélstj.) hefðu menntun og réttindi fyrir dieselvélar. Flestar dieselvélar, sem hentugar eru í tog- ara, hafa það háan snúningshraða að niður- færslugear er nauðsynlegt, t. d. vél, sem snýst 400 s.p.m. og 2:1 niðurfærslugear. „Það er mjög ólíklegt, að margir mótorar endist lengur en 10 ár, án fullkominnar endur- nýjunar eða a. m. k. stórviðgerðar. Framleiðendur hentugra dieselvéla í togara munu yfirleitt viðurkenna að þetta sé rétt, og brezkir útgerðarmenn eiga bágt með að skilja þá staðreynd, að flestir erlendir útgerðarmenn — þ. á. m. íslenzkir — virðast vilja taka á sig hvaða áhættu sem er, vegna mótorvéla, eða v í K I N G U R 1B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.