Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 11
sá háttur er orðinn nokkuð tíðkaður og alltaf vinsæll, ef vel er á haldið. Þá er það nokkuð áberandi, hve lítið kemur í blaðinu af greinum um áhuga- og vandamál sjómannastéttarinnar. Mála, sem eru á dagskrá á hverjum tíma, snertandi, að einhverju eða öllu leyti sjómenn, er kannske aðeins lauslega getið. Þetta hefur mér, og sennilega fleirum, þótt einkennilegt. Skýringin hlýtur að vera sú, að menn álíta að slíkt eigi ekki heima á þeim vettvangi, og fara með það í önnur blöð eða tímarit. Þetta er auðvitað mesti misskilningur. Víkingur er fyrst og fremst málgagn sjómanna- samtakai>na, og þangað eiga erindi allar kurteis- iega skrifaðar greinar um mál sjómanna og vandamál dagsins yfirleitt. En þetta virðist mönnum ekki hafa skilizt. Sjómannablaðið þarf helzt, meðal annars, að vera þannig að efni, að sjómaðurinn, ungur eða gamall, sem leggst þreyttur og kannske ergi- legur í kojuna, eftir erfiða og þrasmikla vöku, geti gripið til þess og gleymt bæði þreytu og áhyggjum í svip, við lestur skemmtilegrar sögu, vel stílaðrar frásögu, eða, ef hann vill heldur, i’ökfastrar ádeilu á menn og málefni. Ég vil ekki skilja við þetta atriði útgáfunn- ar án þess að minnast á leiðarann. Þess skal ávallt getið, sem vel er gert, stendur einhvers staðar. Leiðarinn hefur nefnilega næstum alltaf verið með ágætum. Þar hefur verið tekið á mál- unum með röggsemi og einurð og stíllinn eins og bezt verður ákosið. Geri ég þar engan mun a, hvor á pennanum hefur haldið, Ásg. eða G. G. Teldi ég heppilegt, að tekin væru fyrir fleiri eitt mál í hverju blaði, t. d. eins og gert er í ý- tbl. þ. á., ef hægt væri að koma því við, sérstaklega á meðan ekki koma greinar um slík mál á öðrum stað í blaðinu. Sé gerður samanburður á Sjómannablaðinu Víkingi og öðrum hliðstæðum blöðum, þurfum Vlð ekki að fyrirverða okkur fyrir hann. Pappír er góður, frágangur allur hinn snotrasti og ^yndirnar skýrar og mjög vel teknar, innmat- Ur samkeppnisfær. Ef tekið er tillit til verðlags á prentuðu máli * landinu í dag, verður ekki sagt að verð blaðs- |ös sé hátt. Ég veit, að útgefendur hafa fullan Uug á að halda verðinu eins lágu og frekast er Uunt. Hið hóflega verð til áskrifenda mun ekki sízt vera því að þakka, að blaðið hefur notið u°kkurra vinsælda og velvilja auglýsenda. En an þeirra tekna, sem auglýsingar gefa, myndi blaðið eiga örðugt uppdráttar, eins og flest önn- Ur blöð. Nú er auðvitað og sj álfsagt, að auglýs- eudur vilji fá eitthvað fyrir útgjöld sín, eins °g aðrir. Væri þess vegna mjög æskilegt, sér- v í K l n G U R staklega þar eð það kostar hvorki fjárútlát né fyrirhöfn, að velunnarar blaðsins létu þá, sem auglýsa í blaðinu, njóta viðskipta sinna, öðrum fremur, þegar því verður viðkomið. Mætti þá gjarnan geta þess, að varan eða hvað það nú er, hafi verið auglýst í Víking. Þetta gæti orðið blaðinu til ómetanlegs gagns, en eins og áður er sagt, algjörlega útlátalaust. Árangurinn gæti svo orðið: Fjölbreyttari, stærri og skemmtilegri Víkingur. Ég bið Víking engrar afsökunar á því, að ég hef ekki kryddað þessar línur með lognmollu- legri lofrollu, því að mínu áliti er gagnrýnin hollust unglingi, sem er að byrja annan ára- tuginn. Þegar ég var lítill drengur, var mér sagt, að fullorðna fólkið flengdi börnin af því það vildi þeim vel. Ég átti bágt með að skilja það þá, sem vonlegt er. Megi Sjómannablaðið Víkingur eflast að magni, gæðum og vinsældum komandi áratugi. Nýi presturinn þótti mikill kennimaður. Talaði hann af miklum móði um syndina og tálsnörur djöfulsins. Meðal aðdáenda klerks var gömul kona, sem jafnan staulaðist í kirkju, þótt erfitt ætti um ferðalög. Ein- hverju sinni eftir guðsþjónustu hitti hún prest að máli og þakkaði honum með mörgum fögrum orðum fyrir ágæta kennimennsku. Meðal þess, sem hún sagði, voru eftirfarandi orð: — Áður en þér komið í presta- kallið, vissi ég ekkert hvað synd var. ★ Ungi presturinn var fæddur og uppalinn í kaupstað og kunni því lítil skil á búskaparvafstri. Hann var nú kominn í sveitaprestakall og tekinn að búa. Dag nokkurn kom ráðsmaðurinn inn í skrifstofuna og sagðist þurfa að leiða kú. Kvað hann tvö naut vera þar í nágrenninu og vildi hann láta prest velja á milli þeirra. Prestur taldi það engu máli skipta, hvort nautið væri notað, en þar eð veður var hvergi nærri gott, taldi klerkur langbezt að fresta framkvæmd þessari og halda kúnni þegar gott veður væri næst! ★ Skrifarinn: — Heyrið þér, forstjóri, ættum við ekki að henda öllum bréfum, sem eru eldri en þriggja ára? Forstjórinn: — Jú, en fyrir alla muni, látið taka afrit af þeim áður! ★ Sveinn: — Ég hef ákveðið að giftast dóttur yðar. Helgi: — Drekkið þér, ungi maður? Sveinn: — Já, takk, en eigum við ekki að tala um hitt fyrst? 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.