Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 57
irnir væru allir dauðir. En hann hótaði að skjóta hvern þann, sem segði orð um þetta framar. Par nieð var það mál útkljáð. Ojainm, þannig var lífið i þá daga — ekki heiglum hent. ■— í janúarbyrjun lægði mesta veðurofsann, svo við gátum fjölgað segl- um á ný, og það var unun að sigla Annie, hún var mikill siglari. Kokkurinn okkar var mikið hrottamenni. Flinkur í sinu starfi, en þá list iðkaði hann aðeins fyrir yfir- mennina. Við forkastle menn (frammíbúar) fengum tómt óæti. Brimsait flesk, myglað kex og ósætt, vatnsdauft te. Öiið var súrl og rommið vatnsblandað. Verzlun hafði skipstjóri um borð, eins og tíðkað- ist í þá daga á langferðaskipum, og annaðist kokkur- inn hana að mestu ieyti. Þar fékkst allt mögulegl. Alts kon’ar lostæti, svo sein skro, romm, allar teg- undir af reyktóbaki, bjór wiský og alls konar matur. Auk þess fatnaður innst og yzt, bæði til liversdags- brúks og spari. Allt var þetta með sjóprís, það er að segja ótrúlega dýrt. Ef skipstjóranum fannst við- skiptin ganga treglega, sendi hánn kokkinn frammí með eina eða tvær flöskur af víni, og þá kom líf í verzlunina í bili. Kokkurinn átti það tit að skera uiður fatasnúrur okkar, þegar hann hélt að enginn sæi til, og fuku þá lepparnir okkar út í veður og vind. Urðum við þá að kaupa aðra í búðinni. — Það var í Þá daga —. Einu sinni stóð ég hann að þessu fólsku- verki. Ég tók í hnakkadrambið á honum, dró hann lnn í eldhús, greip þar stóran hníf og myndaði mig tii að gera hann höfðinu styttri. Rétt eins og við förum með kindur hér heima. Bað liann þá svo vel fyrir sér, að ég steppti honum fyrir nýja peysu, mnar nærbuxur, tvær flöskur af rommi og einn Pakka af skroi. Það var lilegið og ‘ drukkið frammí bað kvöldið. Ojamm. Það var í þá góðu, gömtu daga, bcgar Hákon var og liét. Við bárum megna óvild til skipparans. Bæði var Pað, að hann skipaði stýrimönnum að beita meiri hörku við okkur en nauðsynlegt var, og svo skollans °krið og kaupmennskan. Hann var alltaf blekfullur, nema þegar komið var vitlaust veður, þá sigldi hann eins og Hollendingurinn ftjúgandi og lét aldrei taka PJötlu niður fyrr en allt ætlaði niður eða seglin Ofnuðu með Jiraki og bramli. Stundum þótti stýri- mönnum nóg siglt, en engum kom nokkurn tíma til hugar að iáta skipparann heyra það. Það hefði ekki b°rgað sig, því sá liinn sami hefði verið sendur upp 1 efstu rá að óþörfu. Nei, ónei. Menn héldu skoðunum Slnum hjá sjálfum sér í þá daga. , Við gátum aldrei sætt okkur við kaupmennskuna j barlinum og vorum ákveðnir að hcfna okkar, ef 'Vkifæri gæfist. því þetta var hreinasta fjárfletting ekkert annað. Verðið á brýnustu nauðsynjum '‘h' óforskammað. Maður gat hæglega eytt heilu 'Uanaðarkaupi í nokkra fataleppa, ef maður gætti uk|U að sér. f-ift af því, sem illa gekk út í búðinni voru kort U'eð niynd af skipinu og skipparanum í einu horn- llu>. Ekki af því, að skipið væri ekki fallegt, heldur af því, að karlinn fylgdi með, smettljótur og ilti- egur. Eftir miklar íhuganir þóttumst við hafa fundið ^ í K I N G U R ráð til að launa okrið og illmennskuna. En þí\ð var að kaupa upp lagerinn af kortunum, skrifa eitthvað fyndið á þau og dreifa þeim síðan gefins á sjó- mannaheimilin í San Fransisco. Jú, okkur fannst þetta heillaráð, en livað áttum við að skrifa á þau, sem væri nógu svívirðilegt, en lió tekið trúanlegt? Um þetta hugsuðum við alla ferðina. Við iágum þrjár vikur í Yokohama, og lentu sumir okkar í ýmsum ævintýrum með þeim augnaskökku. Annars voru útlendingar afar illa séðir af Japönum, sérstaklega af karlkyninu, og það kom fyrir, ekki ósjaldan, að menn fengu liníf i bakið, með misjafn- lega alvarlegum afleiðingum. Ojamm, en sleppum því. Yenin okkar fóru að mestu í kvenfólk og vín í þá daga, eins og nú, og mun svo iöngum verða hjá sjó- urum. Enginn var drepinn í þessari ferð, ekki einu sinni særður, til mikillar undrunar og sennilega vonbrigða fyrir skipparann, og ioks var haldið úr liöfn og ferðinni heitið til San Fransisco. En nú lentum við í andstyggilegri veðráttu, það er að segja logni, en það er eitthvað það versta, sem komið getur fyrir langferðasiglara. Annie vaggaði sér í lognöldunni og komst ekkert áfram í marga daga, og loks kom að því, sem við hásetarnir liöfðum óttast mest. Báðir lífbátar voru settir á flot, festir hvor aftan i annan og dráttartaug fest í Annie. Nú skyldi róið, og skipið dregið. Það var róið og róið. Svitinn rann af okkur í stríð- um straumum. Þá var nú bölvað, drengir, á mörgum tungumátum, og ekki minnst á íslenzku. Þriðji stýri- maður og bátsmaður voru í bátunum og gættu þess, að enginn svikist um. Hinir stýrimennirnir sátu til skiptis frammi á stefni Annie og kölluðu til okkar hvatningarorð og skammir, en skipparinn rorraði blindfullur um dekkið. Ojamm, við vorum slæptir eftir hverja sex klukkutíma törn í bátunum, svo þreyttir, að við gátum rétt skriðið upp í skipið. Og lítið gekk Annie áfram, ég lield, að straumurinn hafi stundum borið liana aftur á liak. Ekki batnaði hugur- inn til skipparans við þetta déskotans uppátæki. Aldrei hef ég verið nær því að óhlýðnast en þá, en sem betur fór, þá gerði enginn okkar opinbera upp- reisn gegn þessari vitleysu. Það Iiefði ekki borgað sig, drengir mínir. Aginn var strangur á sjónum í þá daga og líf óbreyttra sjómanna ekki metið mikils, cf því var að skipta. Að morgni þriðja dags frá því við byrjuðum að róa, fór að vinda, og voru bátarnir teknir upp í snatri, og mátti það ekki tæpara standa, því að eftir örskamma stund var komið hífandi vestan rok. Nú byrjaði loftvinnan, að bjarga efstu ráseglunum, sem rifnuðu hvert af öðru, hversu mikið sem skipparinn liölvaði og öskraði. Loks snerist vindurinn til austlægrar áttar og voru þá aftur sett full segl og siglt eins og Annie þoldi. Það var nú sigling, drengir. Það var eins og skipið fiygi, og stundum sást aðeins í kulborðstokkinn upp úr sjólöðrinu. Þá likaði skipparanum lífið. Hann var sem annar maður og lék við hvern sinn fingur. Þegar við nálguðumst San Fransisco, fórum við að kaupa kortin. Fyrst í stað var kokksi mjög glaður 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.