Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 72
I fótspor Eiríks rauða Islendingar senda þrjá fiskveiðileiðangra á Grænlandsmið EINS og alþjóð manna er kunnugt, hefur verið unnið að því undanfarnar vikur, að búa út þrjá fiskveiðileið- angra til Grænlands. Hið gamla og góðkunna strandferðaskip, Súðin, verður móðurskip stærsta leiðangursins, og mun fylgja henni allmargir vélbátar og nokkrir trillubátar. Nýstofnað fyrirtæki, „Útvegur h.f.“, stendur að þeirri framkvæmd. Þá hefur Björgvin Bjarnason, útgerðarmaður á fsafirði, sent fiskiskip sín, fjögur að tölu, á Græn- landsmið. Móðurskip þriðja leiðangursins er Eldborg frá Borgarnesi, og fylgja henni tveir fiskibátar. Þar sem hér er um gagnmerka tilraun að ræða, sem orðið getur uppliaf mikillar Grænlandsútgerðar í fram- tíðinni, ef vel tekst til, vildi Víkingur afla sér nokkurra upplýsinga um þetta efni. Brá ritstjóri blaðsins sér því á fund eins forgöngumanns hins fyrirhugaða Súðarleiðangurs, Jóns Kjartanssonar forstjóra, og spurði hann frétta. Leysti Jón greiðlega úr öllum spurningum, og var auðsætt, að þeir áhugasömu menn, sem að fyrirtæk- inu standa, hafa kynnt sér eftir föngum aðstæður vestur þar, enda leggja þeir ríka áherzlu á, að allur undir- búningur og útbúnaður leiðangursins verði svo góður, sem framast eru tök á. Þótt undirbúningstiminn hafi að vísu verið helzt til skammur að þessu sinni, hefur tekizt vonum framar að ryðja úr vegi mörgum örðugleikum, svo að forystumenn fyrirtækisins ala í brjósti vonir um farsælan árangur. Mega þeir og vera þess fullvísir, að meginþorri þjóðarinnar óskar þeim farsældar, svo að framtak þetta og brautryðjendastarf megi bera rikulegan ávöxt. Fer hér á eftir viðtalið við Jón Kjartansson. Land Eiríks rauða er annað og meira en jökulbreiður einar. — Þú hefur trú á því, að við íslendingar get- um með árangri stundað fiskveiðar við Græn- land? — Já, tröllatrú. Og það er raunar ekki að- eins trú, heldur fullkomin vissa. Við vitum, að aðrar þjóðir, Færeyingar, Norðmenn, Danir, Portúgalar og Grænlendingar sjálfir, hafa afl- að þar ágætlega. Við vitum einnig, að fiskveið- ar eru, stundaðar þar með sömu veiðarfærum og svipuðu sniði og hér við land, svo að íslend- ingar ættu að hafa öll skilyrði til að taka þátt í þeim með góðum árangri. Loks er það alkunna, að íslenzkir sjómenn standa öðrum fiskimönn- um fyllilega á sporði, hvar sem þeir hafa við þá keppt, svo að ekki sé meira sagt. — Eru ekki aðstæðurnar að sumu leyti aðrar þar en hér? — Þær eru sízt verri við Grænland, að mörgu leyti betri, a. m. k. frá náttúrunnar hendi. Þar eru að sumrinu stillur miklar og góðviðri, svo að ógæftir hamla þar lítt eða ekki veiðum. Öll- um ber saman um, að fiskmergð sé þar flest ár mjög mikil, þótt að því séu nokkur áraskipti. Stundum hefur hún verið svo gífurleg, að undr- un sætir. — Blæs nú ekki stundum svalt ofan af jökl- um? — Þess misskilnings virðist gæta mjög hér á landi, að Grænland sé nálega ekkert annað en samfelld jökulbreiða, lífvana auðn, nema mjóar ræmur hér og þar meðfram strandlengj- unni, og þó naumast byggilegar nema Eskimó- um einum. Þetta er mjög röng mynd af land- kostum í Grænlandi. Hálendið er að vísu allt jökli hulið, eins og kunnugt er, og miðað við stærð hins mikla jökuls er undirlendið ekki stór- vaxið. Það er þó miklu meira en margir ætla. Á austurströndinni eru landspildur þær, sem ekki eru jökli huldar, sums staðar meir en 300 km. breiðar, og á vesturströndinni er það víða 100—180 km. á breidd. Samtals er strandlendi Grænlands 314 þús. ferkílómetrar, eða meira en þreföld stærð fslands. Og þar sem skilyrðin eru bezt, má dýra- og jurtalífið heita f jölbreytt, ef miðað er við okkar land. Mönnum hættir við að gleyma því, vegna þess hve Græniand nær firnalangt í norður, að það nær einnig langt suður fyrir ísland. Hvarf á Suður-Grænlandi er fyrir sunnan 60° nbr., nokkru, sunnar á hnettinum en Björgvin í Noregi, á sömu breidd- argráðu og Stokkhólmur. Syðst í landinu er líka allmikill gróður, grösugar sléttur, kjarri 212 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.