Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 4
háttum og ræða við þá um sameiginleg áhuga- mál. Árið 1947, í júnímánuði, var eitt slíkt mót haldið í Gautaborg í Svíþjóð. Þar komu saman skipasmiðir frá Norðurlöndunum fimm, einnig var þar mættur enskur skipaverkfræðingur. Voru þarna samankomnir um 270 manns. Tilgangur þessa móts, sem stóð í nokkra daga, var vandamálið, hvernig fiskibáturinn yrði bezt og haganlegast gerður. Það er ekki ætlun mín, að fara að skrifa neitt sérstaklega um mót þetta, því hefur áður verið lýst allsæmilega. En þungamiðja málsins var sú, eins og ég áður hef drepið á hér að framan, hvernig fiski- báturinn yrði bezt og haganlegast gerður. Þótt margir þeirra manna, sem þarna voru mættir, væru skólagengnir og vel lærðir á því sviði, duldist það ekki, að þrátt fyrir þeirra reikn- ingslærdóm töldu þeir þó öruggustu leiðina, að kynna sér og öðrum, hvemig bátar með ýmsum gerðum og lagi hefðu reynzt sem sjóbátar. Það voru sérstaklega Norðmennirnir, sem virtust taka rejmslu fyrri ára fram yfir allan annan lærdóm. Þeir sýndu þama mikið af skuggamyndum og filmum af smærri og stærri bátum undir ýmis konar kringumstæðum, og um leið lýstu þeir bátunum á mjög skemmtilegan og grein- argóðan hátt. Það vom að vísu fleiri en Norð- mennimir, sem fóm að á sama hátt og þeir, þótt við Islendingamir, sem þama vomm mætt- ir, hefðum gleymt öllu slíku heima, eða okkur láðst að koma með slík gögn, en óskandi væri að það endurtæki sig ekki, því ábyggilega gæt- um við sýnt og sagt frá góðri reynslu margra báta heimagerðra, en slík mót sem þessi verða ábyggilega haldin við og við, og koma þá ný tækifæri fyrir okkur að sýna það, sem við höf- um sjálfir gert og vel hefur reynzt. Mér hefur oft verið það hreinasta ráðgáta, hvernig endurbygging vélbátaflotans hér var framkvæmd, nýsköpunin svokallaða, hvers vegna þetta Svía-dekur átti sér stað. Var þetta van- máttarkennd þeirra manna, sem með völdin fóru í þessum efnum, gagnvart þeim, sem buðust til að smíða skipin og bátana hér heima, eða hvað? Það var að vísu hægt að viðhafa ýmsar smá- brellur gagnvart okkar ríka landi, sem þá var, enda tel ég að það hafi verið gert í þessum efnum. Ég minnist í þessu sambandi skipasmíðafund- arins, sem haldinn var í Reykjavík í apríl 1944. Til þessa fundar var mönnum boðið, eða rétt- ara sagt, þeir boðaðir til fundarins. Menn eru ekki svona almennt að taka sig upp að vetrar- lagi frá nógum störfum og taka á sig lang- ferðalög, nema eitthvað sé í aðra hönd, sem kallað er, enda var þess vænst að fundarhöld þessi mundu bera tilætlaðan árangur. Það var sem sagt látið í veðri vaka, að í ráði væri að smíða hér heima fiskibáta þá, sem rík- isstjórnin hafði ákveðið að láta smíða, og til þess að fullkomin vissa fengist um afkasta- möguleika í þessu efni, voru skipasmíðastöðvar þær, sem starfandi voru, beðnar að senda full- trúa sína, ásamt nauðsynlegum upplýsingum um afkastamöguleika og skýrslur um efnismagn í vissar bátastærðir og helzt kostnaðaráætlun, ef hægt væri. Allt þetta var látið í té. Bæði héðan frá Vestmannaeyjum og víðar frá voru lagðar fram mjög greinargóðar og ábyggilegar skýrslur og kostnaðaráætlanir. Hver varð svo árangur þessara fundarhalda? 1 aðalatriðnm varð hann þessi: Það upplýstist, að hægt var að smíða og full- gera 30—35 báta yfir árið, 30—70 smál., að óbreyttum aðstæðum, eða með sömu afkasta- möguleikum og þá voru fyrir hendi, án þess, að endurbætur og viðgerðir báta og skipa, sem þá áttu sér mikið stað, biðu á nokkurn hátt. Það upplýstist einnig, að hægt var að fram- * leiða þessa báta á sama verði og þá var á bát- um, keyptum frá útlöndum, ef vörutolli af efni og vélum í skip og báta yrði að öllu leyti af- létt, og mátti þetta kallast sjálfsögð krafa, þar sem vitað er að innflutt skip eru tollfrjáls. Með þessu var einnig sannað, að hægt var, án nokkurs sérstaks kostnaðarauka vegna við- bóta á vinnuvélum eða slíku, að smíða hér á landi alla þá báta, sem ákveðið var að smíða með tilstyrk ríkisstjórnarinnar, enda bjuggust víst flestir þeirra manna, sem þarna voru mætt- ir, við því, að svo yrði gert, en reyndin varð þó önnur, sem kunnugt er og landfrægt er orðið. Hvers vegna var þá verið að boða menn til Reykjavíkur, ef það var aðeins tilgangurinn að fræðast af þeim? Var ekki nægjanlegt að sendja þessar skýrslur og upplýsingar í pósti? Þettá kann nú mörgum að þykja öfgafullt, en ég minn- ist þess ekki, að neinar slíkar skýrslur eða kostn- aðaráætlanir væru lagðar fram frá skipasmíða- stöðvum í Reykjavík, sem ekki var heldur von, því þar var engin nýsmíði um þessar mundir. Og raunverulega aldrei, sem neinu nam, nema bátarnir, sem smíðaðir voru seinna hjá Lands- smiðjunni í Elliðaárvogi. í flestum öðrum verstöðvum var aftur á móti mjög mikið unnið að nýbyggingum. Hér í Vest- mannaeyjum voru þessi ár stundum þrír og f jór- ir bátar á stokkunum, auk afar mikilla við- gerða og endurbóta á eldri bátum, og voru marg- BB V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.