Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 11
Minningarorð: Magnús Vagnsson, síldarmatsstjóri Magnús Vagnsson, síldarmatsstjóri, lézt að heimili sínu á Siglufirði 12. febrúar s.l. og var jarðsunginn þar nyrða níu dögum síðar. Með honum er genginn til moldar gagnmerkur maður, sem seint mun gleymast þeim, er kynntust mannkostum hans og starfsferli. Magnús var Vestfirðingur að ætt og uppruna; fæddur að Leiru í Leirufirði, Jökulfjörðum, 3. maí 1890. For- eldrar hans voru þau hjónin Tormóna Ebenesersdóttir °g Vagn Elíasson sjómaður. Þau eignuðust tvö börn: Vagnfríði, lengst af húsfreyju á Höfðaströnd í Grunna- víkurhreppi, gifta Bæring Einarssyni, nú búsetta í Bolungarvík — og Magnús, sem aðeins var misseris- gamall, er faðir hans drukknaði. Ólst hann eftir það upp með móður sinni einni; fyrst að Dynjanda til 7 eða 8 ára aldurs, en eftir það í Hnífsdal og á ísafirði. Tormóna var merkileg manneskja. Dugnaður hennar var frábær og lífsgleðin svo djúp og frjó, að hún náði að ylja öðrum um hjartarætur og auka trú á lífið. Hún háði lífsbaráttu sína, með dreginn sinn sér við hlið, af þeim horska sjálfstæðis- og frelsishug, sem henni var svo eiginlegur. Tormóna var líka ein þeirra 13 kvenna, er fyrstar kynsystra sinna hér á landi, að ég ætla, gerðu verkfall og mörkuðu með því tímamót í frumsögu íslenzkrar verklýðsbaráttu. Það var vestur á Isafirði á fyrsta áratug aldarinnar. Verkfallið varð nokkuð langvinnt og því þungt í skauti fátækri ein- stæðingsmóður,. sem tæplega átti til hníf s og skeiðar, en það er til marks um manndóm Tormónu, að þá greip hún til þess úrræðis að taka sér sleggju í hönd, fara upp í steinauðga hlíðina og mylja grjót, sem hún svo seldi. Mun slíkt harla óvenjulegt tiltæki, og sennilegt, að ýmsir hafi vart mátt á milli sjá, hvort „kvenlegra" var: verkfallið eða steinhöggið. Þau mæðginin slitu svo að segja aldrei samvistum. Hann bjó alltaf með henni, þar til hann kvæntist, en hún hjá honum alla stund eftir það. Tormóna lézt á sumardaginn fyrsta 25. apríl 1946, 88 ára að aldri. Allir, sem þekktu Tormónu, dáðust að henni og varð óhjákvæmilega hlýtt til hennar. En hrifnastur var hann, sem þekkti hana bezt: sonurinn gáfaði og trygg- lyndi, er hún hafði lifað fyrir og gefið hið óforgengi- legasta af auðlegð sinni. Um fermingaraldur hóf Magnús sjómennsku, sem varð aðalstarf hans framan af og um miðbik ævinnar. Vann hann þó um tveggja og hálfs árs skeið sem lærl- ingur í fyrstu niðursuðuverksmiðjunni á fslandi — „Pétursborg" á ísafirði — og hugði meira að segja til f ramhaldsnáms erlendis, þótt atvikin höguðu því þannig, að ekkert yrði úr. Gerðist hann um tvítugsaldur háseti á norskum línuveiðara og fór með honum til Noregs, fyrst og fremst með iðnnámið fyrir augum. Skömmu eftir heimkomuna tók Magnús á ísafirði „pungaprófið" svokallaða, en árið 1917 lauk hann fiski- skipstjóraprófi hinu meira við Sjómannaskólann í Reykjavík. Var hann fyrst stýrimaður m. a. hjá hin- um fræga og fengsæla skipstjóra Karli Löve, sem Magnús dáði mjög og taldi „tvímælalaust mesta skip- stjóra, sem þá var uppi". (Karl er enn á lífi hér í Reykjavík, hálfáttræður að aldri). Fljótlega varð hann svo skipstjóri sjálfur og sótti skip til útlanda, m. a. „Kára" árið 1915, sem hann átti að einum fjórða, en það var sú fleytan, sem hann mun lengst hafa stjórnað og honum þótti vænst um. Er vísa þessi úr gömlum formannabrag frá ísafirði: „Þó að báran brjóti í höfn og boði f árið leiða, Magnús „Kára" á djúpa Dröfn drífur knár til veiða". Magnús stundaði svo sjómennsku sem skipstjóri af og til fram undir fertugsaldur, síðast á línuveiðaran- um „Anders", sem hann sótti út til Svíþjóðar fyrir Óskar Halldórsson. Stundum frá árinu 1924 var hann þó verkstjóri og síldarsöltunareftirlitsmaður, annaðist hrognakaup o. fl. fyrir sama mann. VÍKI N GUR 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.