Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 18
Æpy or nis-ey j a SMÁSAGA eftir H. G. Wells. Maðurinn með örið á andlitinu hallaði sér fram yfir borðið og leit á blómin mín. „Ástagrös?" spurði hann. „Fáein", sagði ég. „Nokkuð nýtt? Mér datt það í hug. Ég tók þessar eyjar í gegn fyrir tuttugu og fimm til sjö árum. Ef þú finnur nokkuð nýtt þar — jæja, þá er það glænýtt. Ég skildi ekki mikið eftir". „Ég er ekki safnari", sagði ég. „Ég var ungur þá", hélt hann áfram. „Drott- inn minn dýri hvernig ég flakkaði um". Hann virtist mæla mig. „Ég var í Austur-Indíum tvö ár, og í Brasilíu í sjö. Svo fór ég til Mada- gaskar". „Ég þekki nokkra landkönnuði að nafninu til", sagði ég og bjóst við sögu. „Fyrir hvern safnaðir þú?" „Dawson og Butcher, ég veit ekki hvort þú kannast við þá?" „Butcher — Butcher?" Mér fannst ég minn- ast nafnsins óljóst, svo mundi ég: Buteher gegn Dawson. „Hvað!" Þú ert maðurinn, sem lög- sóttir þá um f jögra ára kaup — þegar þú varst J skipreika á eyðiey ... ". „Til þjónustu", sagði maðurinn með örið og hneigði sig. „Skrítið mál, var ekki svo? Þarna var ég á eynni og sparaði saman allt mitt kaup, en þeir gátu ekki sagt mér upp. Ég hafði oft gaman af að hugsa um það, meðan ég var þar. Ég reiknaði það út og krafsaði skrautlega tölu- stafi út um alla eyna". „Hvernig skeði þetta?" spurði ég. „Ég mari óglöggt eftir málinu". „Jæja..''. Þú hefur heyrt getið um æpyornis?" „Heldur betur. Andrews var að segja mér frá nýrri tegund, sem hann væri að fást við, fyrir um það mánuði. Bétt áður en ég sigldi. Þeir hafa náð í lærbein, næstum metra á lengd. Þetta hlýtur að hafa verið risaskepna". „Ég trúi þér", sagði maðurinn með örið. Það var risi. Fuglinn Rok, sem Sindbað segir frá, er munnmæli um þá. En hvenær fundu þeir þessi bein?" 102 „Fyrir þremur, f jórum árum, held ég. Hvers vegna?" „Hvers vegna? Vegna þess, að ég fann þau — drottinn minn! — Það eru nærri tuttugu ár síðan. Ef Dawson hefði ekki verið með þennan bjánaskap út af kaupinu mínu, hefði hann getað grætt offjár... Ég gat ekki gert að því, þó bólvaðan bátinn ræki burt". Hann þagnaði. „Ég býst við það sé sami staðurinn. Eins konar fenjamýri um níutíu míl- ur norður af Antananarivo. Kannastu við það? Það verður að fara þangað sjóveg. Þú manst ef til vill ekki eftir því?" „Nei, en mig minnir, að Andrews minntist eitthvað á fen". „Hlýtur að vera sami staðurinn. Það er á ströndinni. Og það er eitthvað í vatninu þarna, sem varnar því að hlutir rotni. Lyktin af því minnir á tjöruseyði. Hvort þeir fundu fleiri egg? Sum eggin, sem ég fann, voru meira en hálft annað fet á lengd. Já, þetta var allsögu- legt. Ég fann þau fyrir hreina tilviljun, og tveir innfæddir náungar, í einum af þessum skrítnu bátum þeirra, sem eru allir bundnir saman, og fundum beinin í sama skiptið. .Við höfðum tjald og mat til fjögurra daga. Ég finn ennþá tjörulyktina, þegar mér verður hugsað til þessarar ferðar. Og þetta var skrítin leit. Maður gengur um og stingur járnstöng niður í leðjuna. Oftast brotna eggin. Ég hefði gam- an af að vita hversu langt er síðan þessir æpiornar lifðu. Trúboðarnir segja, að þeir inn- fæddu eigi sér þjóðsögur frá þeim tímum, er þeir lifðu, en sjálfur hef ég aldrei heyrt slíkar sögur.*) En eggin, sem við fundum þarna, voru eins fersk og þau væru nýorpin. Glæný! Þegar annar negrinn minn var að bera eitt þeirra niður að bátnum, missti hann það niður í grjótið og það fór í klessu. Ég lúbarði mannskræfuna! *) Enginn Evrópumaður hefur séð lifandi æpyornis, svo vitað sé, að undanskildum MacAndrew, sem þó er vafasamt. Hann kom til Madagaskar árið 1745. H. G.W. VÍKIN G U R ,'A

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.