Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 10
Heyrðist kallið bæði í loftskeytastöðinni og heimahúsum. Um þetta leyti mun Sveinn Ásmundsson haf a verið að tala við Jón vitavörð á Sauðanesi og fengið hjá honum þær upplýsingar, að bátinn Skipverjar á Þormóöi ramma. ræki að landi, og björgun af sjó því óhugsan- leg. Var þá óðar hafizt handa um, að safna saman hinni djörfu björgunarsveit Siglufjarð- ar. Um það leyti, sem báturinn tók niðri, sáum yið hvar menn koma með ljós fram á brún hinna háu bakka, er við vorum strandaðir undir; voru þar á ferð Jón vitavörður, sonur hans og vinnu- maður. Glaðnaði þá yfir okkur, er við sáum svo skjótt til mannaferða, og bjuggumst nú við að okkur myndi brátt bjargað. Við sáum, að þarna voru 2—3 menn á f erð og héldum, að þeir kæm- ust niður í f jöru, en reyndin var sú, eins og við kynntumst sjálfir síðar, að niður hina snar- bröttu og frosnu bakka varð ekki komizt nema á vað. Nokkru síðar dó ljósið, sem þeir voru með, og héldum við þá að þeir mundu farnir heim til bæja, því ekkert var hægt að aðhafast fyrir svo fáa menn og tækislausa. En síðar fréttum við, að þeir stóðu vörð á brúninni, og fylgdust með, hvað okkur leið. Af líðan okkar um borð er það að segja, að við héldum lengst til uppi á vélarhúskappanum bakborðsmegin, því þar var einna helzt skjól fyrir ágjöfum. Eftir því, sem leið á aðfallið, jókst sjórinn og hvessti, og varð því æði kald- legt að haf ast við þarna í um það bil 6 klukku- stundir. Við biðum þó rólegir eftir björgun, því ekkert var annað að gera í slíku hafróti án að- stoðar, þótt stutt væri í land. Vissum við, að sú bið gæti orðið æði löng, því okkur var ljóst, að í slíku veðri væri erfitt að fara yfir f jallveg, með þungar byrðar að bera. Verður það að teljast næsta öryggislítið, að ekki skuli vera til nein björgunartæki á hvorug- um vitanum við Sigluf jörð. Kl. rúmlega 11 sá- < um við svo aftur til mannaferða á brúninni, og voru þar á ferð menn úr björgunarsveit Siglu- fjarðar, ásamt heimamönnum á Sauðanesi. Komu þeir nú í vað niður bakkana, og hófst björgunin, er við höfðum látið belg reka til þeirra. Gekk björgunin að óskum, fór sá yngsti fyrst í land og skipstjórinn síðast, svo sem venja er. Ferðin upp bakkana, svo og heim til bæja, varð okkur skipverjum allerfið, því við vorum orðnir blautir og kaldir. Viðtökurnar á Sauðanesi verða okkur öllum minnisstæðar, því þar var okkur tekið með þeim ágætum, að ekki verður á betra kosið. Munu hús- móðirin og húsbóndinn hafa átt erfiða nótt að taka þarna á móti 20 manns, blautum og köld- um, veita þeim nægan mat, þurrka klæði þeirra og búa þeim rúm. Til Siglufjarðar hélt björg- unarsveitin og tveir skipverjar daginn eftir, en hinir komu degi seinna, og gekk sú ferð ágæt- lega, enda veður orðið allgott. Ég ætla ekki, og get ekki, lýst þeirri erfiðu ferð er björgunar- sveitin fór þetta kvöld, en vona að sú saga verði sögð af einhverjum þeim, sem í förinni voru, því þeim verður aldrei fullþakkað fyrir þá karl- mennsku er þeir sýndu við þessa björgun. Að endingu viljum við fyrir hönd okkar skipverja, færa öllum þeim þakkir, er á einn eða annan hátt aðstoðuðu við að bjarga okkur, og biðjum Guð að blessa þá. Sérstaklega þökkum við for- manni slysavarnadeildar Siglufjarðar, Þórarni Dúasyni, form. björgunarsveitarinnar, björgun^ arsveitinni í heild, Sveini Ásmundssyni, leið- sögumanni,. Sigurði Jakobssyni, Ásgrími Sig- urðssyni skipstjóra og skipshöfn hans, og hjón- unum og heimilisfólkinu á Sauðanesi. Skipverjar á m.b. Þormóði ramma voru eftir- taldir menn: Kristján Sigurðsson skipstjóri, Tómas Sigurðsson vélstjóri, bróðir hans, Jón Sæmundsson háseti og Halldór Pétursson há- seti, og var hann yngstur skipverja, aðeins 16 ára gamall. Við vonum, að þau slys, er þarna hafa orðið með stuttu millibili, verði til þess að björgunar- tækjum verði f jölgað sem fyrst, og þá helzt á bæði Siglunes- og Sauðanesvita. Siglufirði, 3. janúar 1951. Kristján Sigurössoru Tómás Siffurðsson. 94 VIK-I NGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.