Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 6
útgefendur og rithöfundar, leikarar og leikhús- stjórar, hópur af hamingjusömum heppnum mönnum. Nöfn hinna 700 útflytjenda á þriðja farrými eru aftur á móti falin gleymskunni. — Skipið fór frá Southampton á miðvikudegi og átti að vera í New York næsta miðvikudag. Sunnudagsmorguninn 14. apríl nálgaðist það Nýfundnalandsmiðin og allan daginn voru að berast loftskeyti um hafísjaka í nánd. Skeytin voru fengin yfirmönnunum, sem tóku þau til umræðu. Vörðurinn var aðvaraður, og það var nákvæmlega reiknað út, hvenær skipið yrði á miðju íssvæðinu. En þegar myrkrið fór að falla á, voru enn engin merki um þokuna, sem venju- lega liggur yfir slíkum svæðum. Þó að það væri napur kuldi, var bjartviðri og hafið var spegil- slétt. Titanic var á 22 hnúta ferð. Það var aðeins hægt á skipinu eftir fyrirskipunum skipstjóra, og hann var ákveðinn í að eyðileggja ekki stund- vísisfrægð útgerðarinnar. Skipstjórinn fór bráðlega að sofa, þó að það sé mjög sjaldgæft að skipstjóri á Atlantshafsskipi sé nógu rólegur til að fara í kojuna þegar ís er nálægur, og leggja ábyrgðina á herðar hinum yfirmönnun- um. Það er ekki óhugsandi, að Smith skipstjóri hafi látið allt þvaðrið um „skipið, sem ekki gat sokkið“ hafa nokkur áhrif á sig. Ef skipstjórinn var rólegur og öruggur, þá var það þó ekkert borið saman við öryggistil- finningu farþeganna. Nóttin var stjörnubjört, hafið spegilslétt, enginn vælandi lúður minnti þá á þær hættur, sem eru í för með þokunni. Hinar jöfnu og rólegu hreyfingar skipsins bentu til þess að Titanic hélt áfram á fullri ferð. Eftir friðsælan sumardag gengu flestir farþegarnir til rekkju fyrir miðnætti. En 22 hnútar var alltof mikil ferð á siglinga- leið með hafís, jafnvel þótt þótt nóttin væri björt. Allir vita hvernig því er háttað með hafísjaka, aðeins einn tíundi hluti er sjáanlegur, níu tíundu hlutar eru undir yfirborðinu. Þessir níu tíundu hlutar standa ekki lóðrétt niður frá yfirborðinu, heldur breiða úr sér á allar hliðar. Hinn voldugi hafísjaki, sem vörðurinn á Titanic kom auga á, sýndist vera miklu lengra í burtu en sá hlutinn, sem var undir yfirborðinu, í raun og veru var. Áreksturinn varð nærri samtímis og vörðurinn varaði við hættunni. Hættumerkið — þrjú klukkuslög — „rekald beint undan“ — hljómaði frá tunnunni, og fyrsti stýrimaður, Mui-dock, gerði sínar ráð- stafanir næstum á sama augnabliki. Eftir skip- un hans var stýrið lagt þvert, og Murdock sjálf- ur hljóp til vélsímans og lét setja á fulla ferð aftur á bak. Þegar Titanic fór aftur á bak rakst ísinn undir vatninu á botn skipsins. Það var aðeins einn skellur á aðra síðuna, og það var varla að skipið hallaðist, þrátt fyrir hinn geysi- lega þunga ísjakans. En einmitt af því að Titanic hallaðist, reif ísinn rifu á skipshliðina. Af fimmtán vatnsþéttum rúmum, voru sex opin og einnig vélarúmið. I auglýsingum hafði verið sagt, að Titanic mundi haldast á floti jafnvel þó tvö rúmin væru lek! Samstundis skildu yfirmennirnir, að slysið var örlagaþrungið. „Skipið, sem ekki gat sokkið — mundi eflaust sökkva til botns. Það eina, sem þeir voru ekki alveg vissir um, var hversu lengi það yrði að sökkva, mínútur eða stundir ? Það tók ekki langan tíma að rannsaka, hvern- ig ástandið væri, og að draga ályktanir. Á- reksturinn hafði orðið rétt fyrir miðnætti. Áður en hálftími var liðinn, var áhöfnin farin að vekja farþegana. Þeim var ráðið til að yfirgefa klef- ana og fara upp á þilfar. Allt gekk kyrrlátlega og rólega, enginn skildi, hvað ástandið var al- varlegt. Þess hafði ekki orðið mikið vart, þegar skipið rakst á ísjakann. Skipið seig fljótt, en nærri án nokkurrar slagsíðu. Stefnið fór hægt niður, en svona stórt skip verður að síga þó nokkuð, áður en þilfarið fer að hallast svo mikið, að menn verði órólegir. Ekki einu sinni fólk, sem var vant sjóferðum, tók eftir neinu. 1 mörg ár hafði mannkyninu fundist það vera tiltölulega öruggt fólk, sem hafði efni á að ferðast á fyrsta farrými á Titanic, og lifði þar áhyggjulausu og þægilegu lífi. f hugmynda- heimi Tiíamc-farþeganna var aldrei neitt slys. Að fara í morgunkjól, setja á sig björgunarbelti og fara upp á þilfar klukkan eitt um nótt í ískulda — það var í sannleika sagt nokkuð langt gengið í björgunarbátaæfingum og þess- konar. Það voru ekki margir farþeganna, sem hlustuðu á útskýringar áhafnarinnar. Farþegarnir á þriðja farrými voru róaðir á annan hátt. Yfirmennirnir vissu, að útflytjend- ur gátu orðið hræddir af litlu tilefni, og þá skort þann sjálfsaga, sem farþegar fyrsta far- rýmsi voru gæddir. Til þess að skelfingin gripi þá ekki, var því haldið leyndu, hve ægileg hætt- an var. Það var ein af orsökum þess, að bátarnir voru settir á sjóinn nærri tómir. 120 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.