Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 30
1/3. Eldborg flutti nýlega 450 heyhesta til Vopnafjarðar. — Upp- skipunarbát með 5 mönnum hvolfir. Mannbjörg varð. — Gullfoss kcmur í byrjun júní. — Vatnsflóð varð í Iíeflavík vegna bláku. • 2/3. Fyrsti nýi Reykjavíkurtogar- inn, Þorsteinn Ingólfsson, kemur í næstu viku. — Flestir Reykjavíkur- togaranna leggja afla sinn upp til vinnslu í bænum. Tveir gömlu tog- aranna fara á veiðar. — Ljóskast- arar settir í skip yfir 50 smálestir. — íslenzku handritin illa geymd og lítið notuð i Kaupmannahöfn. • 3/3. Hálft nítjánda hundrað tund- urdufl eyðilögð hér síðan 1940. — Skip landhelgisgæzlunnar tóku 30 skip í landhelgi og veittu ýmislega aðstoð 82 skipum á s.l. ári. — ísfisk- salan í febrúar var um 16 millj. kr. — Algert fiskielysi hjá bátum á Sauðárkróki. Trillubátur fékk fjóra fiska í seinasta róðri. • 6/3. Grimmdarstórhríð var um allt land nema Suðurland í gærdag. — Stórviðri á Patreksfirði tefur lestun Tröllafoss. — Harðasti og gjafafrckasti vetur síðastliðin 30 ár í Þingeyjarsýslu. • 7/3. Ræðismaður íslands í Tel- Aviv í heimsókn til landsins, semur hér um frekari fisksölu til Israels. — Vélbáturinn Ásbjörn frá Höfða- kaupstað strandaði við Eyjarey. 5 manna áhöfn beið 14 kl.st. eftir björgun. — ísafjarðarbær er mjólk- urlaus og göturnar eru ófærar vegna snjóþyngsla. — Grundarfjarðarbátar fá þung áföll á heimleið. Báturinn Runólfur brotnaði að ofan og skip- stjóri lians skarst illa á höfði. — Iveflavíkurbátar beita loðnu í von um betri veiði. • 8/3. Ilagstæðasta ísfisksalan frá því í byrjun febrúar er hjá Akur- eyrartogaranum Svalbak. — Afli glæðist nú við Faxaflóa. — Rezti afladagurinn var í gær hjá Akra- nesbátunum. — Eyrarbakkabátarnir róa allir með net. — Hafnfirðingar hafa 9 togara til að fiska í frystihús og verksmiðjur. • 9/3. Mesti snjór er nú á Akur- eyri síðan 1916. — Sjómaður frá Seyðisfirði hverfur í Aberdeen-höfn. 10/3. Meginþorri togaranna stund- ar veiðar fyrir innanlandsmarkað. Vegna hins óhagstæða markaðar að undanförnu eru aðeins 10 togarar á ísfisk. — Þorsteinn Ingólfsson kom- inn til Reykjavíkur. — Skipastóll Iandsmanna er rúmlega 91 þús. lest- ir. Skipum fækkaði s.l. ár, en smá- lestatalan hækkaði. • 12/3. Ægisgarður og Hæringur urðu fyrir skemmdum af eldi í morgun. Um tíma logaði í allri bryggjunni austanverðri. Því aðeins var hægt að hre;yfa Hæring frá bryggjunni, að hásjávað var. • 13/3. Ungum Sandgerðing bjargað úr lífsháska. Rak einn til hafs í niðamyrkri, en Sæbjörg sá kænuna I radartæki sínu. — Vélbáturinn Ás- björg næst á flot. • 14/3. Júní, hinn nýi bæjartogari Hafnarfjarðar, kominn þangað. — Fransk-íslenzkur vísindaleiðangur er að leggja af stað á Vatnajökul. Aðal- tilgangurinn er að mæla þykkt jök- ulsins með bergmálsmælum. — Tólf bátar eru gerðir út frá Grindavík nú á vertíðinni. Afli er misjafn, en þó orðinn meiri en um sama leyti í fyrra. • 15/3. Nýi togarinn Ólafur Jóhann- esson koin til Patreksfjarðar í gær. — Tunnuverksmiðjan á Akureyri byrjuð á tunnusmíði. — Vanir tog- arasjómenn fást ekki til starfa á gömlu togurunum. Alveg óvanir netjamenn verða á Tryggva gamla. — Togarinn Garðar Þorsteinsson seldur til Siglufjarðar. Var honum gefið nafnið Hafliði. • 17/3. Siglufjörður kolalaus, en síldarverksmiðjurnar hlupu undir bagga. — Tveir togarar lönduðu rúmlega 500 smálestum í Hafnar- firði í gær. Fiskimjölsverksmiðjan vinnur stöðugt. 20/3. Rúmlega 15.000 sterlings- punda sala hjá togaranum Marz í Grimsby. — Aldursforseti íslenzka skipaflotans, Súðin, seld á uppboði. — Vélbáturinn Ægir strandar við Eyrarbakka, en áhöfnin bjargast. • 21/3. Lítill línuafli, en góð neta- veiði í Hornafirði. — Góð aflahrota á Sandi. Brá við um aflabrögð er bátarnir fengu loðnu til beitu. — Eimskip vill kaupa nýtt skip og selja Fjallfoss og Selfoss. • 29/3. Tvö skip með frystan fisk til ísraels. Sjómenn á Akranesi telja vonlaust um lúðuveiði fyrr en um miðjan apríl. — Mikil loðnuganga og sæmilegur afli í Ólafsvík. Fimm bátar gerðir út þaðan. • 30/3. Vaxandi sala á hraðfrystum íslenzkum fiskflökum í Bandaríkjun- um. — Amerísk flugvél ferst í lend- ingu í Keflavík. — Óttast að fisk- markaðurinn þrengist. • 31/3. Unnið er í öllum frystihús- um á Akranesi. — Snjókoma og hvassviðri er víða um land. — Fisk- aflinn er nú meiri en á sama tímá í fyrra. — Eldur í tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Vinnusalur og rafmagnskerfi verksmiðjunnar eyði- lagðist í eldinum. • 22/3. Ný hafskipabryggja í smíð- um á Bíldudal. — Tveir togarar, Elliðaey og Harðbakur, selja í Bret- landi fyrir rúmlqga 25 þús. pund. • 28/3. Skipsmaður á Tröllafossi hverfur í New York. 144 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.