Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 17
Hér fer á eftir kafli úr bréfi frá Sigitröi Jóhannssyni 2. stýrimanni á Gullfossi, til kunn- ingja hans í Reykjavík, og hefur hann góöfús- lega leyft að birta hann í Víkingnum. Bordeaux 26/3 - ’51 Kæri kunningi! Ég þakka þér innilega fyrir bréfið, sem ég fékk í gær frá þér. Alltaf er gaman að heyra frá kunningjunum að heiman, því fréttir eru svo takm&rkaðar, sem við fáum hingað. Já vel á minnst, þú ættir nú að beita áhrifum þínum og reyna að koma þessari stuttbylgju fréttaþjón- ustu til skipa, í viðunanlegt horf, því eins og fyrirkomulagið en nú, þá er það alveg gagnslaust, því ég get ekki sagt að tekizt hafi að heyra eina einustu heila „pressu“, senda á stuttbylgj- unum, og mun þetta stafa af því, að ekki er notuð önnur bylgjulengd, sem er heppilegri, og sama er með skip sem sigla vestur til Ameríku. Þar heyrist hún ekki heldur, og sama segja loftskeytamenn á skipum, sem sigla inn í Mið- jarðarhaf. Loftskeytamenn munu vera búnir að skrifa réttum aðilum og kvarta yfir þessu, en engin breyting er orðin á þessu ennþá, og vona ég að þú takir þetta til athugunar og gerir það sem þú getur og talir við Guðm. Jensson hjá F. F. S. í. og vitir hvað þessu máli líður. Og svo er annað í sambandi við fréttir, það kemur stundum fyrir, að við heyrum hádegisútvarpið og seinni fréttir á kvöldin, en það er bara galli á gjöf Njarðar, að sá, sem les fréttirnar, les þannig, að það heyrist og skilst ekki hvað hann segir. Það eru aðeins tveir eða þrír þulir, sem lesa þannig, að það skilst hvað þeir lesa, og það eru þessir: Pétur Pétursson, Jón Múli og Jón Magnússon. Það hefur margsinnis komið fyrir, að þegar þessir menn eru búnir að lesa veður- fréttir, þá tekur einhver annar við og les fréttir, en þá skilst ekkert hyað hann les, og þú getur í- myndað þér að þessir aumingja menn fá orð í eyru frá okkur, þegar svona stendur á, og þá ekki síður Útvarpið og útvarpsstjóri, og er þó varla á það bætandi, eftir því sem við lesum í (gömlum) blöðum um þá stofnun og þann ,,stjóra“. Ekki meira um þetta, héðan af okkur er allt gott að frétta, heilsufarið og veðrið gott, og er víst ólíkt því sem þið hafið haft í vetur, bæði inflúensu, snjókomu og kulda. Við erum búnir að fara tólf ferðir af sextán, á milli Bordeaux og Casablanca. Hver ferð tekur rúnia 60 tíma. Þetta eru 1040 sjómílur hvora leið. Fragtin, sem við siglum með, er aðallega vín og stykkjavara frá Bordeaux, en nær eingöngu ávextir frá Casablanca, svo skipið og skipshöfnin er senni- lega orðin gegnsósa af vínlykt, og ekki veit ég hvað áfengisvarnarnefnd gerir við okkar fræga knattspyrnulið þegar við komum heim, því ekki hefur verið svo lítill gusturinn af henni (nefnd- inni) að undanförnu, lesum við í (líka gömlum) blöðunum. Farþegafjöldi hefur verið upp og ofan, þetta frá 150 til 280, og oftast meira um farþega frá Bordeaux heldur en frá Casablanca. Annars hvað „túristatraffikin" ekki vera byrjuð fyrir alvöru. Hér um borð höfum við sex frans- menn, allt beztu náunga.. Það er „Commandant“ sem þeir kalla, hann var skipstjóri á skipi því er Gullfoss leysti af, en það var orðið svo gamalt, að það fékk ekki að sigla lengur og var selt til niðurrifs. Hann er aðalfulltrúi leigu- taka og hefur yfirumsjón með farmi og far- þegum og svo skýrslugerðir, og er mikið af þeim. Svo er það „supercargo“ og hefur hann eingöngu umsjón með farminum, læknir og hans aðstoðarmaður, bryti og matsveinn. Franskir farþegar eru þeir sjóveikustu far- þegar, sem ég hef kynnst, og má segja að meiri hluti þeirra liggi í kojunni alla leiðina, og er það svolítið annað en þegar landinn er að ferðast. Borgirnar, .sem við siglum á milli, eru harla ólíkar, en eitt eiga þær þó sameiginlegt, og það er að allt er þar rándýrt. T. d. Bordeaux er eins og aðrar franskar hafnarborgir, heldur kuldaleg og dimmt yfir henni, eða mér finnst það að minnsta kosti, og stafar það kannske af því, að þegar við höfum verið þar, þá má segja að það hafi ekki komið.einn einasti heill V | k I N G U R 131

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.