Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 10
GAMLA KYNSLÓÐIN — Mynd þessi er tekin 23. nóvember 1949, á aldarafmæli Markúsar F. Bjarnatonar, fyrsta skólastjóra stýrimannaskólans. Er hún af nemendum hans, sem allir eru kunnir skipstjórar frá skútuöld- inni. Voru þeir saman komnir í Sjómannaskólanum þennan dag, en þá var þar afhjúpuö brjóstmynd af Markúsi. Á myndinni eru, standandi, taliö frá vinstri: Páll Halldórsson, fyrv. skólastjóri, og skipstjórarnir Björn Ólafs, Kristján Kristjánsson, Kristinn Magnússon, Sölvi Víglundsson, Ólafur Thoroddsen, Geir Sigurðsson, Jón Sigurðs- son, Sigurður Pétursson, Ottó N. Þorláksson, Pétur Ingjaldsson, Ingólfur Lárusson Þórarinn Guðmundsson, Sig- urður Gunnlaugsson, Steingrímur Steingrímsson. — Sitjandi: Jóhannes Hjartarson, Ellcrt Scliram, Halldór Kr. Þorsteinsson, Sigurður Jónsson. heilu í höfn. Undir úrslitunum er framtíð þjóð- arinnar komin. íslendingar eru fáir og smáir. Víst er um það. En „margur er knár, þó hann sé smár“. Það er heldur ekki vald herskaranna, sem hér verður um að ræða. Þá höfum við enga, sem betur fer. íslendingar ráða þó yfir vopni, sem er öllum vopnum beittara og áhrifaríkara, sé því beitt með fyrirhyggju, þrautseigju og samstilltum vilja allrar þjóðarinnar. Islendingar hafa stundum kunnað að beita þessu vopni á viðeigandi hátt, þegar mikils hefur þótt við þurfa. Sigurinn í skilnaðarmálinu og stofnun lýðveldis á íslandi er að þakka baráttu, sem háð var með vopnum andans. Það, sem gerði þann sigur mögulegan, var góður málstaður og einhuga vilji Islendinga sjálfra. Þetta er vert að athuga um leið og hafin er sókn fyrir verndun fiskimiðanna. Málstaðurinn er góður, enginn vafi leikur á því, en þá er eftir að sýna viljann í verkinu, til dæmis með því að hætta að löghelga veiðar með skaðlegum veiðarfærum fyrir innan landhelgislínuna. Hin skaðlegu veiðarfæri eyðileggja botn- gróður sjávarins á uppeldisstöðvum fiskjarins og tortíma ungviðinu í tugmilljónatali, engum til gagns en til ómetanlegs tjóns fyrir fiskimiðin og fiskistofninn. Slík veiðarfæri ætti hvergi að mega nota, nema fyrir utan landhelgislínu, hvar sem hún verður ákveðin í framtíðinni. Net og lóðir eru sennilega ekki eins stórvirk veiðarfæri, en verða þó affarasælli, því þau valda ekki eyðileggingu. Vilji íslendingar í raun og veru fá aðrar þjóðir til að fallast á stækkaða landhelgi og lokun flóa og fjarða, þá hlýtur fyrsta sporið að vera það, að hætta sjálfir að nota hin skaðlegu veiðarfæri á uppeldistöðvum fiskjarins. Þetta byggist á því, að menn eiga aldrei að heimta meira af öðrum en þeir gera af sjálfum sér. Á meðan íslendingar sjálfir skafa botninn með dragnótum og öðrum skyldum veið- arfærum upp í landsteinum og eyðileggja með því hinn uppvaxandi fiskstofn, er engin alvara á bak við kröfurnar um stækkun landhelginnar og verndun fiskimiðanna. Þegar íslendingar sjálfir hætta þessu, þá er æskilegur grundvöllur fenginn til allsherjar sóknar á erlendum vett- vangi. 124 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.