Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 9
Grímur Þorkelsson: Um landsins gagn og nauðsynjar Framfarir síðustu ára og aukin velmegun almennings á íslandi er aðallega því að þakka, að hægt hefur verið að ausa upp fiski úr nægta- brunni hinna auðugu fiskimiða umhverfis land- ið. Á fslandi er fiskurinn afl þeirra hluta, sem gera skal. Meðan fiskimiðin bregðast ekki, þarf yfirleitt engu að kvíða. Enda þó slæm veðr- átta og harðindi geti skapað mönnum þungar búsifjar við og við í sveitum landsins, þá á að vera hægt að fleyta sér áfram þrátt fyrir það, meðan hægt er að ausa upp fiskinum viðstöðulítið. Hin miklu harðindi, sem gengið hafa yfir landið á síðastliðnum vetri, virðast hafa sannað þetta, enda hefur stóraukin tækni og samgöngur komið í góðar þarfir. Komi nú til þess, að fiskimiðin þverri, þá verður viðhorfið annað og verra þegar harðindi ganga yfir landsbyggðina. Þá verður fiskurinn ekki lengur afl þeirra hluta, sem gera skal. Landbúnaður hefur verið stundaður á íslandi allt frá landnámstíð. Landbúnaður hefur verið aðalatvinnuvegur íslendinga öldum saman. Landbúnað þarf að auka frá því sem nú er, með aukinni ræktun og stórvirkum verkfærum. Þrátt fyrir þetta getur landbúnaður þó ekki komið í stað sjávarútvegsins og mun sennilega aldrei geta. Iðnaður er orðinn talsverður liður í atvinnu- lífi íslendinga. Iðnaður þarf að aukast til mikilla muna, og á eftir að gera það, jafnhliða því að fleiri og fleiri raforkuver komast á laggirnar. Iðnaður á íslandi mun samt seint geta komið í staðinn fyrir sjávarútveg, vegna hráefnaskorts í landinu. Ef nokkurt vit er í því, sem hér er haldið fram, verður ljóst, að fiskurinn er og verður íslendingum afl þeirra hluta, sem gera skal. Meðan nóg er af fiski á miðunum, þarf engu að kvíða, en fari svo, að fiskurinn hverfi til mikilla muna, þá er engum blöðum um það að fletta: ísland verður þá varla byggilegt, eða í það minnsta ekki í þeim skilningi, sem nú- lifandi kynslóð kannast við. Af þessu má sjá, að varðveizla fiskimiðanna er ekkert hégóma- mál. Nú er þó svo komið, að fjölda margir Islendingar telja eyðingu fiskimiðanna fram- undan og það fyrr en seinna, ef ekki verður hafizt handa með ráðstafanir, sem duga, þeim til bjargar. Ráðstafanir til bjargar íslenzkum fiskimiðum munu vera erfiðar viðfangs, rétt er það. Þar er víst við ramman reip að draga En til mikils er að vinna. Eða getur það verið, að fiskimiðunum verði ekki bjargað úr þessu? Eru íslendingar neyddir til að horfa upp á skipulagða eyðileggingu einna beztu fiskimiða heimsins, án þess að hafast að? Fiskimiða, sem er óvéfengjanlega undirstaða allrar vel- megunar almennings í landinu. Vissulega verða fiskimiðin eyðilögð, ef ekki verða gerðar full- nægjandi ráðstafanir þeim til bjargar. Um þetta þarf enginn að efast. Hrörnunareinkenni margra ágætis miða eru greinilega komin í Ijós. Víða þar, sem áður var fullt af fiski, fæst nú ekki framar bein úr sjó. Af því, sem nú hefur verið sagt, verður ljóst, að barátta fyrir vernd- un fiskimiðanna þarf að vera ofar á baugi en jafnvel nokkurt annað mál. Það er alveg óhætt að ganga út frá því, að fiskimiðunum verður ekki bjargað baráttulaust. Ýmsar þjóðir, sem hér stunda fiskveiðar að staðaldri, munu leita ýmsra bragða til að fá að halda þeirri iðju á- fram. Þótt eyðilegging íslenzkra fiskimiða verði afleiðing af atferli þeirra, þá mun slíkt ekki hafa nein truflandi áhrif á geðró þeirra. Þegar Þegar botninn er dottinn úr fiskimiðunum, þá eiga íslendingar ekki margra kosta völ, en hinar erlendu þjóðir hafa mörg járn í eldinum, þær þurfa ekki að óttast um sinn hag, þó fiskilaust verði við Island, vegna atferlis þeirra og and- stöðu gegn því, að nægilegar verndarráðstafanir nái fram að ganga. Islendingar þurfa að vera vel á verði í þessu máli og varast að glúpna, þótt hinar erlendu þjóðir, sem hér stunda veið- ar, ygli sig þegar um þetta mál er að ræða. Öllu slíku á að vísa á bug og blása í burtu. Sú staðreynd blasir nú við, að íslendingar verða að sigrast á öllum erfiðleikum og andstöðu, sem þessu máli kunna að vera tengdar, og sigla því V í K I N G U R 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.