Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 22
gilda ekki enn. — Síðar segir Gizur: „Öll rök virðast hníga að því, að ákvæðin í II, 389 (373) og 389—390 (374) séu við það miðuð, að íslenzkir sektardómar hafi haft dómsgildi á Grænlandi. Verður að ætla, að svo hafi verið“ (bls. 86). Að því þarf engum getum að leiða, sem stendur með beinum og berum orðum í Grágás. En tilgáta Gizurar um það, hvernig þetta hafi orðið, á sér hvergi nokkurs staðar nokkurt fordæmi, og er í sjálfu sér óhugsanleg. Að vonum finnst hennar hvergi nokkurs staðar getið í Grágás eða í nokkurri heimild, og engar minjar hennar til. En það er rétt, að sektir frá íslandi giltu á Grænlandi. En það voru ekki aðeins sektardómar, sem höfðu gagnkvæmt gildi, heldur allar sektir, hvernig sem þær voru til komnar, einnig sektir við sætt og gerð, en sekt er mjög víðtækt hugtak. Jafn- vel óhelgi er sekt, og fjársekt er sekt, sbr. sekr III mörkum, og grípa orð Grágásar yfir þetta allt. Þetta ástand var bein afleiðing af nýlendustöðu Grænlands til íslands. Svona var þessu yarið allstaðar milli höfuð- lands og hjálendna og nýlendna til forna. Þetta mál hefur tvær hliðar: 1) Grænlenzkur dómur (eða sætt) getur svift íslenzk- an þegn heima á íslandi (eða ísl. sekt Grænlending á Grænlandi) þegnrétti sínum í ísl. þjóðfélaginu, svift hann allri mannhelgi, rétthæfi og athafnahæfi og breytt honum úr persónu í réttlausan hlut, varg, og sigað ísl. þjóðfélaginu á hann að viðlagðri fjórbaugssekt eða skóggangi, ef honum væri veitt nokkur björg. Þetta gátu aðeins innlendir dómstólar gert, en slíkt sem þetta hefur aldrei nokkurt fullvalda þjóðfélag lagt í hendur erlenda stofnana eða erlendra þegna. 2) Grænland er svo algerlega undirlagt undir ísl. þjóðfélagsvald, að þar er hvorki með dómi eða sátt, eða með nokkru móti mögulegt að gera mann aðeins sekan á Grænlandi aðeins, af því að það er ekkert sérstakt grænlenzkt þjóðfélagsvald til, ekkert sérstakt grænl. þjóðarland og engir grænl. þegnar til. — Þetta segir Grágás í raun og veru í kap. 373 og 374 í Staðarhóls- bók. En Grágás er æðsti úrskurður um þetta og verður ekki rengd. Þjóðfélagsleg eining íslands og Grænlands birtist einnig í því, að grænl. sektin fær gildi á íslandi strax við uppsögn hennar (í dómi eða á sáttafundi), þótt refs- ing fyrir björg yrði ekki beitt á íslandi gegn þeim, sem ekki höfðu spurt sektina, fyrr en hún hafði verið sögð upp að Lögbérgi. Og það er vegna nauðsynjarinnar á að sækja allar vígssakir á hinu víðlenda vestursvæði várra laga, að Grágás II, 389 sviftir aðila á íslandi rétti sínum til að sækja vígsök á Grænlandi, ef annar maður hefur sótt sökina þar til fullra laga. Hér birtast enn lög, sem Alþingi á Islandi hefur sett fyrir Græn- land, því hefði Grænland verið fullvalda, myndi það sjálft hafa ráðið því, hver var réttur aðili vígsakar þar. Þessir staðir í Grágás, jafnvel einir útaf fyrir sig, eru full sönnun þess, að Grænland var nýlenda íslands. Jón Dúason. Frá gömlum dögum. BB VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.