Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 23
Ferfætti öpallinn
Eftir Aleto Lillius
Það síðasta, sem konan mín bað mig, áður en
hún lagði af stað til Mexikó, var að koma með
rauðan, ljómandi ópal heim handa sér. Hún
hafði alla ævi óskað ákaft að eignast slíkan
stein.
Þegar ég við heimkomuna gaf henni ljósrauð-
an, mexíkanskan hund, hárlausan, en með svört-
um blettum, varð hún ekki lítið móðguð. Henni
fannst aldrei vænt um dýrið. Og hún vildi ekki
heyra það, þegar ég sagði henni, að ópalar hefðu
ætíð ógæfu í för með sér.
,,Þú skalt ekki telja mér trú um, að mexi-
kanskir hundar, sem ekki hafa eitt hár á
skrokknum, hafi einhverja gæfu í för með sér“,
sagði hún önug. „Ég er ekki vitund smeyk við
þá ógæfu, sem fylgir ópölum“.
Þetta skeði fyrir tveim árum. Ég fór til
Mexikó til að skrifa um einn af þessum árlegu
viðburðum: Einn eða annar þarna suður frá
hafði kálað forsetanum og vildi sjálfur verða
eftirmaður hans. Ég þorði auðvitað ekki að
taka konuna mína með, þó hún vildi æf fá að
sjá Mexikó. Hún lét mig fara einan, með því
skilyrði, að ég kæmi með fyrrnefndan ljómandi
rauða ópal heim.
Sunnan landamæranna fékk ég bækistöð í
aðalstöðvum gamals, herskás hershöfðingja.
Hann hét Engenio Martinesz, og hann hafði
aðstoðarforingja, sem hann ekki gat liðið. Að-
stoðarforinginn hét Don José og var ofursti og
rauður í andliti. Ennfremur var hann sköll-
óttur sem egg.
Dag einn, þegar við höfðum smá hlé frá bar-
dögum, var ég á gangi gegnum brennt þorp —
ég held það hafi heitið Soledad — og nam stað-
ar úti fyrir yfirgefnum reyrkofa. Ekki var sála
heima, að yndanskildum öldungis nöktum og
soltnum og þyrstum hvolpi. Hann stóð bund-
inn við pálmatré með digrum kaðli.
Indíánadrengur, sem ráfaði um þorpið, taldi
sig vera í ætt við eiganda hundsins, og seldi
mér hann fyrir einn peso.
Þetta var vingjarnlegur hvolpur, sem hvorki
urraði né gelti, en tók mér með hrifningu og
V í K I N □ U R
gaf frá sér undarlegt hljóð, það kom langt neð-
an úr hálsinum. Það var eins oog mannsrödd.
A-a-a, sagði hvolpurinn.
„Hundurinn vill fá eitthvað að drekka", sagði
indíánadrengurinn. „Þessi hundur kann að
tala“. Ég sagði honum, að hann hlyti að vera
galinn, en gaf hundinum vatn, og hann drakk
og drakk, þangað til belgurinn á honum var
orðinn eins og útblásinn fótbolti.
Ekki hafði hann nokkurt hár á kroppnum.
en ofan á hausnum var eins og ofurlítill gras-
toppur, morandi af lús. Skinnið var ljósrautt
eins og nýbarinn barnsrass, og hann hafði tvo
svarta bletti á bakhlutanum. Hann var skítugur
og þefillur, en augun voru skær og góðleg.
Þegar ég kom aftur í aðalstöðvarnar, og hers-
höfðinginn kom auga á snoðna ljóshærða hvolp-
inn minn, spurði hann samstundis, hvað hann
héti. Þegar ég sagði honum, að hann héti ekki
neitt ennþá, glotti hann af meinfýsni. „Hann
er álíka rauður og sköllóttur og Don José“,
hlakkaði í honum. „Því ekki að kalla hann Don
José de Soledad? Flott nafn. í daglegu tali má
kalla hann Pepp. Ágætt — sá gamli verður
alveg óður. Ha-ha!“
Allt foringjaliðið rak upp hlátur. Ofurstinn
var í eftirlitsferð um skotgrafirnar, og þegar
hann kom aftur, fann hann alla skellihlægjandi
á sinn kostnað. Þegar hann heyrði nafngiftina,
greip hann til skammbyssunnar og ætlaði að
skjóta hvolpinn. En hershöfðinginn tók í
taumana.
„Þér gætuð allt að einu skotið mig. Þetta var
mín hugmynd. Og svo mynduð þér valda milli-
ríkjadeilum. Þetta göfuga dýr, sem er eitt af
þeim fáu eftirlifandi af gömlu, fínu hunda-
kyni, sem getur talað, tilheyrir vorum ameríska
vini“, þrumaði gamla stríðshetjan og benti á
mig. „Þér ætlið þó víst ekki að koma Mexikó í
stríð við Bandaríkin?“
Ofurstinn starði á mig. Ég var dauðskelkaður
um, að hann myndi skjóta mig í bræði sinni.
Nú fékk Pepp fyrsta baðið á sinni ungu ævi.
Hann gelti ekki, en barmaði sér með aumkunar-
B9