Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 5
Matthías Þórðarsoti, fyrrv. ritstjóri: Mæfi hafsins og hagnýting þeirra VI. Norðurlandaþjóðirnar koma til sögunnar. Víkingafer'öir og landnám. Það er fyrst hér um bil þúsund árum fyrir tímatal vort, að þjóðflokkar frá strandhéruð- unum við Norðursjóinn, hinir svonefndu Kelt- ar, fara að láta á sér bera og koma til sögunn- ar. Heimkynni þeirra var írland, England, Bret- agne og suðurströnd Norðursjávarins. „Sumir ætla, að þeir hafi verið ættaðir frá Jótlandi og Fríslandi, þaðan, sem svo margar menningar- þjóðir eru ættaðar", skrifar franskur sagnrit- ari, en Strabo segir, að heimkynni þeirra hafi verið „við hafið langt til vesturs", eða Atlants- hafsströndin, og er það sennilegast. Keltar voru háir vexti, ljóshærðir og bjartir á hörund. Rómverski rithöfundurinn Claudius skrifar: „Þeir voru hreyknir af hæð sinni, og fyrirlitu Rómverja fyrir það, hve lágir þeir voru“. Rómverjar nefndu þá líka „Galla“ og Ammianus Marcéllinus, rómverskur rithöfund- ur frá 4. öld ritar, að þeir, sem þá voru uppi, hafi farið mjög svo halloka fyrir hinum risa- vöxnu Göllum, og til þess að ráða niðurlögum eins Galla, hafi þurft ekki allfáa útlendinga. Galliskar konur virðast heldur ekki hafa ver- ið nein lömb að leika við. Ammianus lýsir þeim einnig og segir: „Fg hef áður látið þess getið, að ekki hafi þurft allfáa útlendinga til að yfir- buga einn Galla, en ef hann beiddi konu sína um liðveizlu, þá gránaði fyrst gamanið. Afl hennar var engu minna en hans og kæmist hún í geðshræringu, varð ásýnd hennar ógurleg. — „Þið hefðuð átt að sjá hana“, skrifar hann, „þeg- ar hún með mjallhvítu, sterku handleggjum sín- um lamdi frá sér og lét höggin dynja stór og þung eins og barið væri með sleggju“. Keltum er lýst þannig, að þeir hafi verið framúrskarandi duglegir, því nær á öllum svið- um. Veldi þeirra stóð með mestum blóma á 4. öld fyrir vort tímatal. Þá höfðu þeir lagt undir sig Bretland hið mikla, Spán og allt Frakkland, nema strönd Miðjarðarhafsins. „Ennfremur drottnuðu þeir yfir Þýzkalandi og héruðunum við Dóná og miklu landflæmi í Rússlandi, eða yfir stærra ríki en Karls mikla og Napoleons, VÍKINGUR ríki, sem náði alla leið frá Gibraltar til Svarta- hafsins. Aðal atvinnuvegir brezku Keltanna voru fiskveiöar og dýraveiðar. Enda voru þeir frábærir sjómenn og hermenn. Þjóðflokkar þeir, sem bjuggu í strandbyggð- unum við Noröursjóinn, Eystrasalt og á dönsku eyjunum, fengu smám saman, eftir að þeir komu til sögunnar, mörg mismunandi nöfn hjá þeim þjóðflokkum, er fjær bjuggu. Þeir voru kallaðir Germanar, Gotar, Englar, Saxar eða jafnvel fleiri nöfnum, eftir staðháttum heima fyrir. Ptolemaios telur ströndina við Holtsetaland og þrjár eyjar í Norðursjónum heimkynni Saxa. Sagt er, að Englar hafi búið á Angelskaganum og eyjunni Síld. Gotar áttu heima á eyjunum Ölandi og Gotlandi, og á ströndum Skánar (Gautar). En allur þorri Germana bjó á Jót- landi, dönsku eyjunum og Skandinavíuskagan- um. Ærið snemma á öldum fara Englar og Jótar að gerast ágangsamir við nágranna sína fyrir sunnan og ráðast á Keltana, sem þá voru orðnir úrættaðir, kynblendingar og sem þeir hröktu með hægð smátt og smátt vestur eftir til Rínar- fljótsins og inn í Gallíu, og að lokum færa þeir byggð sína svo langt suður á bóginn, að þeir rekast á útverði Rómverja við landamæri róm- verska ríkisins og gera herhlaup á þetta volduga ríki. Atburðir þessir gerast í byrjun tímatals vors, eða fyrir hér um bil 2000 árum. Hér verða Rómverjar ennþá einu sinni frá sér numdir af hinum stórvöxnu mönnum, sem þeir mæta, „há- um og sterklegum, ljóshærðum og bláeygum, karlmönnum, fríðum konum og börnum með gló- bj art hár“. Á dögum Nerós höfðu Gotar föst verzlunar- viðskipti við Rómverja. Árið 200 eða þar um bil, eftir voru tímatali, fóru Gotar herskildi alla leið suður til Svartahafs. Nokkru síðar herjuðu þeir á Dónárlönd Rómverja, fóru herferðir til Litlu-Asíu og Grikklands og að lokum gersigr- uðu þeir aðalstöðvar Vestur-Rómverja og helztu skattlönd þeirra í Evrópu. Saga Gota er stutt, en glæsileg. Þeir urðu upphafsmenn þjóðflutn- inganna og leiddu þá til lykta. Bæði í menning- 169

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.