Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 21
 * Qarcfrein júlíuAa? O/apJcna? Sjómannadagurinn 1953 Rabb mitt um Sjómannadaginn 1953 o. fl., er birtist í febrúar-marz-blaði Víkings, hefur orsakað það, að Ármann Sig-urðsson gerir rabbið að umtalsefni í maí- blaði Víkings undir fyrirsögninni: „Fá orð um. stórt mál“. Ármann Sigurðsson skrifar í valdsmannlegum tón um eitthvað fólk, sem nú orðið setji svip sinn á Sjó- mannadaginn. Sama blekkingin og hjá Henrik Thorla- cius. Að vegna þessa fólks og fyrirkomulags á degin- um, séu hinir starfandi sjómenn að mestu hættir að fást til þess að taka þátt í hátíðahöldum dagsins. í stað þess að vera frí- og kynningadagur sjómanna- stéttarinnar, er hann orðinn viðbótar skemmtidagur þeirra, er vinna í landi. Sjómennirnir eru ekki fáan- legir til að taka þátt í þeim „sýndarathöfnum", sem viðhafðar eru þennan svokallaða „sjómannadag". Ég endurtek frá fyrri grein minni, að þessi ummæli eru ómakleg og ósönn. Það er furðulegt að maður, sem skrifar í nafni sjómanna, skuli fást til þess að gera að sínum orðum getsakir og sleggjudóma Henriks Thorlaciusar. Vitandi vits, að það er ekki sannleikan- um samkvæmt, sem þið báðir haldið fram í þessu máli. Ármann Sigurðsson veit, eins og allir þeir, er tekið hafa þátt í og fylgzt með dagskráratriðum Sjómanna- dagsins, að það hafa engar efnisbreytingar orðið frá fyrsta stofndegi hans. Það eina, sem verulega hefur breytzt er, að hópganga sjómanna hefur rýrnað ár frá ári, vegna þátttökuleysis þeirra í henni. Hverjar eru þessar „sýndarathafnir", sem Ármann Sigurðsson er að tala um og vara við, að viðhafðar séu á Sjómannadaginn og sjómenn vilji ekki taka þátt í? Til að taka af öll tvímæli, ætla ég að birta venjulega dagskrá, hún getur eins átt við fyrsta sjómannadaginn eins og þann 1953. Fyrstu árin voru öll dagskráratriði látin fara fram á einum degi. Síðar þótti það hagkvæmara, að láta róður og sund fara fram daginn áður, eða laugardagp eftirmiðdag. Sunnudag kl. 08,00 flögg dregin að hún á skipum. Sala merkja og blaðs sjómannadagsins. Kl. 13,00 safnazt saman til hópgöngu. Kl. 14,00 hátíðahöld sjómanna hefjast, söngur, ræður, biskupinn yfir íslandi minnist drukknaðra sjómanna, siglingamálaráðherra, fulltrúi útgerðarmanna, fulltrúi sjómanna, lúðrasveit leikur, sönglur fyrir — eftir og milli ræða. Sum árin voru afhent verðlaun að loknum ræðum, annars í veizlu- sal um kvöldið. Áður en sá háttur var upp tekinn, að synda og róa á laugardag, voru þessar athafnir látnar fara fram eftir þessa útiathöfn. Nú er komið í staðinn reiptog og knattspyrna, er fer fram á íþróttavellinum. Venjulegast er ræða fulltrúa sjómannadagsráðs úr út- varpssal kl. 19,30 á sjómannadaginn eða laugardag. Um kl. 20,30 eða 21,00 hefur ýmist verið útvarpað ávörpum, ræðum og skemmtiatriðum frá veizlu á Hótel Borg, eða þá að kvölddagskrá útvarpsins hefur verið helguð Sjómannadeginum með fjölbreyttum skemmti- atriðum og hljómlist. Þetta eru hinar margumtöluðu „sýndarathafnir", sem Ármann Sigurðsson fullyrðir að við hafðar séu á Sjó- mannadaginn. Vegna þeirra séu starfandi sjómenn ekki fáanlegir til að taka þátt í deginum. Hafa skal það, er sannara reynist. Sjómanna- og slysavarnarfélags- konur eru með árvaxandi þunga að taka þátt í athöfn- um Sjómannadagsins í róðri og reiptogi. Ekki hvað sízt gnæfa hátt, og eru athyglisverðar, þær athafnir þeirra, að hafa veitingar síðustu árin í Sjálfstæðishúsinu og nú síðast í salarkynnum Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Gefa þær allt til þessara veitinga bæði efni og vinnu. Samkvæmt kvöldfréttum útvarpsins, mánudag 21. júní, varð afgangur af veitingunum seytjánda Sjómannadag- inn kr. 25 þúsund. Gáfu þær allt þetta mikla fé til áframhaldandi byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Guð blessi þær fyrir gjöfina og óeigingjarnt starf í þágu góðs og göfugs málefnis, er varðar aldna og óborna. Það eru kannske sívaxandi áhrif þessara kvenna og annarra vinveittra, sem Ármann Sigurðsson & Co. eru að vara við? Með vaxandi þátttöku kvenanna, hefur sjómannasamtökunum og Sjómannadeginum bætzt kraft- ur, sem styrkja og auðvelda að miklum mun allar fram- tíðarvonir og framkvæmdir. Einnig útilokar þann mögu- leika, að mönnum takist að sundra þeirri einingu og góðhug sjómanna og landmanna, er alla jafna hefur staðið heiðursvörð um Sjómannadaginn og þær hugsjón- ir og framkvæmdir, sem við hann eru tengdar. Ég endurtek þakklæti til þeirra mætu manna, er kom- ið hafa fram í nafni ríkisstjórnarinnar, útgerðarmanna, biskup íslands, og aðra þá landsmenn og Reykvíkinga, sem heiðrað hafa sjómenn og sýnt margvíslegan sóma, gjóðvild og hlýhug á hátíðardegi þeirra, Sjómannadag- inn. Það er áreiðanlega engum til góðs, sízt sjómanna- stéttinni, að menn nota getu sína til að ala á óvild, tortryggni og sundrung milli þeirra stétta og einstakl- inga, sem nánasta eiga samleið með þeim í störfum og striti daganna. Ármann Sigurðsson telur ekki úr vegi, að Sjómanna- dagurinn verði gerður að kröfudegi fyrir bættum kjör- um og kaupi sjómanna. Það er margra mál, að þar sem 365 dagar eru í árinu, sé hagsmunum sjómanna ekki VIKINGUR 1B5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.