Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 8
MAGNÚS JENSSON: FRA FERÐUM KÖTLU ALÞJÓÐABOR GIN TANGER Alþjóðaborgin Tanger verður varla talin í þjóðbraut íslenzkra skipa, enda mun afar sjald- gæft, eða einsdæmi, að þau eigi þangað erindi. Þó er borg þessi alls ekki langt undan, þegar farið er um Gibraltarsund inn eða út úr Mið- jarðarhafi, því hún liggur á norðvesturhorni Afríku, nokkru fyrir vestan sundið. Það var því með nokkurri eftirvæntingu, að við komum þangað í síðastliðnum febrúarmánuði. Erindið var að taka þar nokkrar lestir af korki. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt um þessa sérstæðu borg og sýnist þar sitt hverjum, eins og gengur og gerist, en sérstæð verður hún að kallast og frábrugðin því, sem gerist um allar aðrar borgir í þessari heimsálfu, enda bendir nafnið til að svo sé. Þetta „alþjóða“-nafn á borginni má ekki rugla saman við orðið „fríhöfn". eins og ég hef orðið var við að sumir gera. Nei, alþjóðaborgin Tang- er er miklu annað og meira en aðeins fríhöfn. Þar er meira frjálsræði á ýmsum sviðum held- ur en á nokkrum öðrum stað, sem að minnsta kosti siglingamenn þekkja til, jafnvel þótt þeir hafi víða komið og kynnzt ýmislegu. Hið fyrsta óvenjulega, sem maður kynnist, er hið algjöra eftirlitsleysi. Engin tollskoðun, ekkert heilbrigðiseftirlit, ekkert útlendingaeft- irlit eða vegabréfaskoðun, engar óþægilegar spurningar samvizkusamra embættismanna rík- is eða bæjar, með öðrum orðum alls engir em- Götulíf í Tanger. bættismenn af neinu tagi. Ferðalangurinn get- ur komið til borgarinnar og farið þaðan, þegar honum sýnist. Dvalið þar lengri eða skemmri tíma að vild, flutt þangað hvað sem honum þóknazt og haft á brott með sér hverskyns, lög- lega fengna hluti. Allt þetta mikla frjálsræði felst í „alþjóða“-nafni borgarinnar. Eins og að líkum lætur, eða þegar svona er í pottinn búið, hefur þetta fyrirkomulag boðið heim alls konar ævintýramönnum, vafagemling- um og afbrotamönnum víðsvegar að úr heimin- um, sem flúið hafa yfirvöld síns heimalands. En armur laganna er langur og talið er að leyni- þjónusta stórveldanna eigi oft brýnt erindi til Tanger. Þá er það ekkert leyndarmál í lönd- unum við Miðjarðarhaf, að frá Tanger fá þau stundum heimsókn skipa, sem smygla í land vörum, sem háðar eru háum innflutningstollum, eða algjör bannvara. Þær eru fluttar í land á afviknum stöðum í skjóli myrkurs, þar sem og stundum kemur til reglulegrar orustu við strandverði og er þá vopnunum beitt hlífðar- aust, enda ekki óalgengt að líftjón verði í þeirri viðureign. Varan er síðan boðin hverjum, sem hafa vill á frjálsum markaði á götum borga og bæja við ótrúlega lágu verði, eins og t. d. á verzlunarbátunum við Gibraltar, á Ítalíu og víðar. Hinum reglulegu borgurum Tanger, ásamt lögreglunni þar, er meinilla við að í hámæli komizt það, sem aflaga þykir fara í borginni, eins og afbrot og þess háttar, og eru erlendir fréttaritarar, sem þangað koma til að grúska í einhverju sögulegu glæpamáli og skrifa síðan um það í heimsblöðin, í hæsta máta illa séðir gestir og fá litla fyrirgreiðslu hjá yfirvöldum staðarins og jafnvel fulltrúum síns lands. Það er freistandi að tilfæra hér nokkur orð eftir hinum þekkta og víðförla, bandaríska fréttaritara, Aleko Lilius, sem heimsótti borg- ina síðastliðið haust, en hann segir meðal ann- ars: „Margar ljósfælnar, en gróðavænlegar á- ætlanir verða til í skugga hinna gömlu múra við máriska borgarhliðið í Tanger. í hinum iðandi bösurum og við gangstéttarborð veit- ingahúsanna í þessari „hlutlausu“ borg, sem VÍKINGUR 172

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.