Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 25
hefjast, harðnar sáttasemjari að mun og nú er
engin miskun. Fundurinn, sem allir aðilar vita
að verður að vera lokafundur, byrjar, en endar
ekki fyrr en samningar hafa verið gerðir, eða
að samkomulag telst alveg útilokað í það sinn
og verkfall kemur til framkvæmda. Venjulega
hafa fundarmenn fullt umboð til þess að skrifa
undir það samkomulag, sem náðst hefur, ann-
ars skrifa þeir undir með þeim fyrirvara, að
umbjóðendur þeirra samþykki, eða þá að þeir
vilja ekki taka einir á sig ábyrgðina.
Allir aðilar, og ekki sízt sáttasemjari, vilja
með öllum ráðum forðast að til verkfalls komi,
þess vegna er oft gefið eftir og slegið af í aðal-
atriðum á þessum síðasta fundi. Málin eru rædd
með meiri hita en áður og stundum jafnvel rif-
izt. Einstakir nefndarmenn missa stjórn á
skapsmunum sínum og kasta fram svívirðing-
um, en þó er slíkt mjög sjaldgæft og slíkir menn
eiga auðvitað ekki heima á þessum samkund-
um. Eftir að samkomulagsumleitanir hafa stað-
ið í marga daga, fer maður að kynnast lyndis-
einkennum einstakra fundarmanna. Sumir eru
hægir og ætíð rólegir. Margir eru rökfastir og
stundum sanngjarnir, ef ekki ber mikið á milli.
Aðrir merkilegir og hortugir og langar til að
láta á sér bera o. s. frv. Svo eru hinir, sem ætíð
þegja, nema þegar þeir hafa eitthvað fram að
færa, sem leitt getur til skilnings og þannig
samkomulags.
Geta má nærri, að margt er sagt á þessum
fundum, sem stundum geta staðið hátt á annan
sólarhring í strikklotu, aðeins með smá hléum
til kaffidrykkju eða annarrar hressingar. Um
svefn er ekki að ræða fyrr en samkomulag hef-
ur tekizt eða tilraunir augljóslega farið út um
þúfur. Menn gerast syfjaðir, þreyttir og leiðir.
Segja ýmislegt, sem betur hefði ósagt verið,
bæði í sinn hóp eða út á við, — en svo er þessu
öllu lokið í það skiptið.
Og svo þegar staðið er upp, eru allir sáttir,
eða eiga að vera það. Samningsatriðin, sem
samkomulag hefur náðzt um, eru nú kannske
óþekkjanleg borið saman við upprunalega mynd,
og sum, jafnvel þau mikilsverðustu, verður ekki
með vissu vitað hvernig reynast í framkvæmd
við hinar ýmsu aðstæður, sem myndazt í hinu
daglega lífi manna.
Vinnuveitendur, sem mætt hafa kannske
mannsterkir með lögfræðinga til aðstoðar, geta
nú rólegir lagt eyrað á koddann eftir óneitan-
lega erfitt og leiðinlegt starf, en fulltrúar stétt-
arfélaganna eiga enn ýmislegt eftir, meðal ann-
ars að verja gerðir sínar fyrir hinum óánægða
hluta umbjóðenda sinna. Skýra ýmis samnings-
atriði og samkomulag um þau og loks fullvissa
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND fSLANDS.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Magnús Jensson.
Ritnefnd:
Július Kr. ólafsson, Henry Hálídanarson, Halldór Jónsson, Sveinn
Þcrsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Gíslason. — Blaðið kem-
ur út elnu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 50 krónur.
Rltstjórn og afgrelösla er í Fiskhöllinni, Reykjavik.
Utanáskriít: „Vikingurpósthólf 1,25, —
Reykjavík. Simi 5653.
Ritstjórinn er til vlðtals á skrifstofu blaðsins, I Fiskhölllnni,
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9—10 f.h. Laugardaga kl. 1—1 e.h.
Auk þess venjulega í heimasima hans 9177, eftir kl. 8 á kvöldin.
Að öðru leyti eftir samkomulagi.
Prentað í ísafoldarprentsmiöju h.f.
þá um, að ekki hafi náðzt meira í það sinnið,
eða réttara sagt, að þeir hafi ekki getað betur.
Svo róast hugir. Vinnufriður er tryggður, að
minnsta kosti í bili, eða þar til sagan endurtekur
sig.
Hlutverk sáttasemjara í slíkum deilum verð-
ur varla sagt öfundsvert. Mikil ábyrgð hvílir á
þessum manni, sem sennilega veit ekkert verra
en ósigur, þ. e. mistakast að brúa bilið áður
en til verkfalls kemur. Hann þarf líka að vera
mörgum góðum kostum búinn. Greind, skap-
stillu, glöggskyggni, sanngirni og festu, svo
nokkuð sé nefnt. Han verður auðvitað að vera
hlutlaus, en benda þó á og víta rangann og
ósanngjarnan málflutning eða skakkan útreikn-
ing. Þegar mikið liggur við skipar ríkisstjórnin
honum til aðstoðar einn eða tvo menn, en samt
hlýtur hann þó ætíð að bera hita og þunga dags-
ins, vegna þess, að hann þekkir allt gjörla frá
byrjun deilunnar og er vanur að umgangast
stríðsmennina.
Vinnudeilur og verkföll eru eitt af fyrirbrigð-
um hins lýðfrjálsa skipulags, sem við viljum
ekki án vera og metum sennilega aldrei eins óg
skyldi. Þess vegna verðum við að taka slíkum
vandræðum með þolinmæði, en reyna þó að koma
í veg fyrir að slíkt valdi miklum truflunum og
skaða í þjóðlífinu.
M. J.
Jtá kafi tií katfhar
Nýlega hefur Bremen Vulkan í Bremen lokið við
smiði á 10.000 tonna vöru- og farþegaskipinu „Schwa-
benstein". Skipið tekur 87 farþega og er útbúið öllum
þægindum, þ. á. m. sundlaug, sóldekki o. s. frv. Skipið
er gert út af HAPAG-Loyds félaginu og gengur á jap-
anskar og kínverskar hafnir með viðkomu á ýmsum
stöðum í Asíu og Evrópu, þ. á. m. Antwerpen og
Southmapton, en það er sama rúta og stórskipin þýzku,
Gneisenau, Scharnhorst og Postdam, höfðu fyrir stríð.
VIKINGUR
1B9