Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 9
eftir ófriðinn er orðinn mótstaður margra harð- sviraðra ævintýramanna og ljósfælinna einstakl- inga, sem flúið hafa réttvísina í land sínu“. Seint um kvöld hinn 10. febrúar síðastliðinn lagðist Katla utan hafnargarða í Tanger. í landi er mikil og fjölbreytt ljósadýrð, ekki ó- svipuð og í borgum á Flórídaskaga. Við gerum vart við okkur á ýmsan hátt, bæði með ljós- og hljóðmerkjum, en það ber ekki tilætlaðan ár- angur, að bátur komi út bg hafi tal af okkur. 1 birtingu um morguninn kemur hin glæsilega áætlunarferja, sem gengur milli Spánar og Afríku, á ytri höfnina og nú er brugðið fljótt við í landi og bátur sendur til hennar með leið- sögumann. Sami bátur rennir upp að Kötlu og segir okkur, að við fáum afgreiðslu eftir 10 mínútur. En 10 mínútur í Afríku eru mun lengri en annars staðar, svo að enn fáum við að bíða í rúman klukkutíma. Ekki komumst við - þó strax að uppfyllingunni, því þar er aðeins rúm fyrir fjögur skip í einu. Þar liggja nú tvær áætlunarferjur, þá Breti og Júgóslavi, en um miðmorgun erum við þó orðnir landfastir. Ekki höfum við legið lengi við hafnargarð- inn, er að skipinu fóru að hópast alls konar prangaralýður, sem að venju buðu alls konar hluti til sölu. Þetta var að vonum mjög mis- litur hópur. Sumt Arabar í síðum kuflum eða víðum pokabuxum, þ. e. a. s. pokinn hékk niður á milli fótanna allt niður á ökla. En þó voru hinir fleiri, sem ekki var gott að staðsetja, sem ekki er við að búast, því hér eru allra þjóða kvikindi, ef svo má að orði komast. Fyrir botni hafnarinnar er grunnsævi mikið og ákjósanlegasta baðströnd, sem sennilega er mikið notuð, því fyrir ofan hana er breitt svæði með pálmum og blómagörðum, og stórum ný- tízku gistihúsum. Fyrir ofan þetta láglendi eru háir bakkar eða hæðir og þar stendur aðal- borgin, en til þess að að komast þangað upp, þarf að ganga brattar götur og sumstaðar tröppur, sem höggnar eru í klettinn. Á stöku stað eru þó bílvegir upp frá höfninni, þótt brattir séu. Vestasti hluti borgarinnar er nefndur Araba- hverfið, en þar búa aðallega Arabar, þótt engin hrein takmörk séu fyrir bústöðum hinna mörgu þjóðabrota, sem í Tanger búa, eins og sjá má nokkuð af því, að aðsetur bandaríska sendi- herrans stendur við eina af hinum mörgu, mjóu og krókóttu götum í Arabahverfinu. Fránska hverfið er þó einna skýrast afmarkað, en það nær yfir stórt svæði í austari hluta borgarinn- ar og er þar allt með frönsku sniði og háttum. Þarna ráða Frakkar og lögum og lofum og þykj- Aröbum er illa við myndavélina. ast víst vel að því komnir, því alþjóðaborgin er talin standa undir vernd Frakklands og stað- sett í Marokkó, en annars er málefnum borgar- innar stjórnað í heild af báðum aðilum, Frökk- um og Aröbum. Hinn lögskipaði gjaldmiðill borgarinnar er tvenns konar, þ. e. fr. frankar og pesetar, og eru báðar myntirnar jafn réttháar, enda oft tilgreindar samtímis, ef spurt er um verð, eins bera stundum vörumiðar verðið í báðum mynt- um. En eins og geta má nærri, ganga hér alls konar peningar manna á milli, jafnvel falskir, ef þeir eru vel gerðir. Islenzka krónan er þó að sjálfsögðu undanskilin. Skiptibankar eru á hverju götuhorni. Jafnvel þótt maður sé ýmsu vanur, verður manni stundum starsýnt á sumt í götulífi Araba- hverfisins, því margt, sem við myndum kalla einkalíf fjölskyldunnar, fer fram á götum úti fyrir augum allra vegfarenda, svo sem mat- seld, borðhald, þrifnaður o. fl. Eins og að líkum lætur, er það misjöfn hjörð, sem safnazt saman í hinum mörgu veitinga- stöðum borgarinnar, ekki aðeins kvað klæða- VÍ KlN □ U R 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.