Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 27
21/6. Til átaka kom milli íslenzku lögreglunnar og amerískra verka- manna, sem vinna hjá Hamilton- félaginu á Keflavíkurflugvelli. Er þeim átökum lauk, varð að flytja einn lögreglumann og tvo Banda- ríkjamenn í sjúkrahús til læknis- aðgerðar. • 23/6. Samkomulag náðist í nótt í kaup- og kjaradeilu yfirmanna á verzlunarskipaflotanum og útgerðar- manna. — Frá Vestmannaeyjum fara 29 bátar á síldveiðar fyrir norðan land. Eru það helmingi fleiri bátar en í fyrra. — Fyrsti síldveiðibátur- inn farinn á síldveiðar. Er það m.b. Sævar frá Siglufirði. Skipstjóri er Björgvin Bjarnason. — Egill rauði bjargaði áhöfn af færeyslu skipi, sem eldur hafði komið upp í á Græn- landsveiðum. Var áhöfnin flutt til Færeyingahafnar. — Fyrstu erlendu síldveiðiskipin sjást á Grímseyjar- sundi. — Óvenjumikil selveiði hefur verið undanfarið á Skaftafellsfjör- um og í Tangaós vestan Ingólfs- höfða. Hafa nær 100 selir verið veiddir af bæjarmönnum á Skafta- felli og Hofi. — 83 hvalir hafa veiðzt frá Hvalfirði og er veiðin að glæðast. • 25/6. Sviplegt slys á Breiðafirði. Tryllubátur með fimm manns fórst á leið úr Flatey til lands. Þeir, sem fórust, voru tvær mæðgur frá Sles- skerjum, aldraður bóndi úr Gufu- dalssveit og tveir ungir sjómenn frá Flatey. — 800 ferðamenn frá Norð- urlöndum komu með skemmtiferða- skipinu „Batory“ og skoðuð Reykja- vík. Skipið er á hringferð um Norð- urlönd. — 16 Akranesbátar af 18 munu fara norður til síldveiða í sumar. • 28/6. Átakanlegt slys varð, er 9 ára gamall drengur særði sig óvilj- andi í nárann til bana með slíðru- hníf. Drengurinn hét Stefán Hinrik Þórarinsson, Grettisgötu 45. — Á- kveðið hefur verið að bræðslusíldar- verðið í ár sé kr. 60,00 pr. mál, og hefst móttaka hinn 1. júlí. ERLENDAR FRÉTTIR. 14/5. Mihail Botvinnik varð lieims- meistari í skák eftir að hafa varið titil sinn í keppni við Smyslov. Urðu þeir jafnir eftir 22 skákir, en það nægði Botvinnik til að halda heims- meistaratitlinum. — Itarlegar til- raunir með flotvörpu á síldveiðum við Færeyjar virðast hafa leitt í ljós, að veiðarfæri þessi eru lítt til slíkra veiða fallin. Frá því í nóvem- ber og fram í janúar fundust mikl- ar síldartorfur norður af Færeyj- um. Danska fiskimálaráðuneytið, sem kostaði tilraunir þessar í félagi við Færeyinga, hefur gefið út skýrslu, þar sem segir, að flotvörpurnar séu ekki nægilega traustar til síldveiða á þessum slóðum. Veiðarfærin eyði- leggjast í hinni þungu undiröldu, sem þarna er tíð, og torfurnar eru of dreifðar til þess að vörpurnar komi að haldi. Ráðgert er að reyna nylonvörpur við tilraunir, sem gerð- ar verða á næstu vertíð. — Pólska útvarpið tilkynnir, að komizt hafi upp um njósnarhring, sem nazistar, þjálfaðir af Vesturveldunum, hafi starfað fyrir. — Frakkar segjast munu fúsir til að kalla herlið sitt frá Laosríki og Kambodíu, ef upp- reistarmenn gerðu slíkt hið sama. — Afnumdar hafa verið hömlur á inn- flutningi bifreiða til Svíþjóðar frá Frakklandi, Italíu og Bretlandi. — Bandarísk og dönsk stjórnarvöld hafa gert með sér samkomulag um að Danir skuli í suinar byggja Loran- stöð á Diskoeyju fyrir vesturströnd Grænlands milli Umanak og Jakobs- hafnar. Mun stöð þessi kosta um 7 millj. d. kr. 18/5. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt úrskurð þess efnis, að aðskilnaður hvítra og dökkra nem- enda í hinum opinberu barna- og unglingaskólum landsins sé ólögleg- ur og brjóti í bág við stjórnarskrá landsins. Urskurði þessum munu fagna 16 millj. blökkumanna í Banda- ríkjunum, en óánægju muni aðeins verða vart um sinn sumstaðar í Suðurríkjunum, en aðskilnaðarfyrir- komulagið hefur verið í 17 fylkjum landsins. — Ein af flugvélum SAS (flugvélasamsteypufélagi Norð- manna, Dana og Svía) setti nýlega met á úthafsflugi milli Prestvíkur og New York. Flaug hún vegalengd- ina á 11 klst. og 7 mín. og varð 4 klst. á undan áætlun. — Stærsta vélfluga heims var til sýnis í Banda- ríkjunum fyrir skömmu. Heitir hún XC99. Hún á að geta flutt 400 manns, eða 200 smál. farm. Fluga þessi er 55 metra löng, vængjahaf hennar er 100 metrar og hreyflar 6. Getur hún tekið 40 þús. lítra af benzíni og flogið 15.000 km i einum áfanga. o 20/5. Mikil ólga er nú í Suður- ríkjum Bandaríkjanna vegna úr- skurðar hæstaréttar um aðskilnað hvíta og þeldökkra barna í skól- um Bandaríkjanna. Hóta sumar fylkisstjórnirnar að ganga í ber- högg við úrskurðinn, þ. á. m. Colom- bia og Georgia, sem hafa hótað að beita herliði til þess að halda við aðskilnaði þeldökkra og hvítra barna. — Brezku ríkisstjórninni var ekki tilkynnt um viðræður þær, sem undanfarið hafa farið fram milli Frakka og Bandaríkjamanna um hugsanlega bcina þátttöku hinna síðarnefndu í styrjöldinni í Indó- Kína, ef samningatilraunir reynast árangurslausar í Genf. — Churchill neitaði því í dag í neðri málstof- unni, að hann hefði nokkru sinni lofað Spánverjum Gibraltar, ef þeir sætu hjá í styrjöldinni, en aðalmál- gagn Falangistaflokksins á Spáni hefur haldið þessu fram. • 22/5. Brezku blöðin ræða nú mjög hinn mikla ágreining, sem virð- ist kominn upp meðal bandarísku og brezku stjórnarinnar í málum Suðaustur-Asíu. — Bátar frá Ála- sundi, Iíristiansand og frá Sunn- mæri eru komnir til miðanna við Vestur-Grænland og byrjaðir þorsk- veiðar. V I K I N G U R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.