Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 24
Þegar staðið er upp Eins og svo oft áður áttu ýmsar stéttir lands- ins í samningum um kaup og kjör við vinnu- veitendur sína síðastliðið vor. Meðal þeirra, sem nýja samninga gerðu að þessu sinni, voru hinir svokölluðu farmenn, en sú deila leystist með samningum yfirmanna á kaupskipaflotanum við skipafélögin seinnihluta júnímánaðar. Hér skulu engir þeir samningar, sem gjörðir voru, raktir og heldur ekki deiluatriðin, því allt það þekkja þeir nú gjörla, sem við eiga að búa. Heldur skal nokkuð sagt frá hvernig samning- ar launþega við vinnuveitendur verða yfirleitt til, þeim til nokkurs fróðleiks, sem ekki vita hvernig slíkt skeður nú á dögum í okkar frjálsa lýðræðislandi. Því þótt tugþúsundir manna eigi að búa við náð samkomulag, eru það þó aðeins örfáir menn, sem samið hafa í umboði fjöldans. Byrjun slíkra deilumála er ætíð sú, að félag eða stéttarsamband samþykkir með löglegum atkvæðamun að segja upp gildandi samningum við vinnuveitendur sína, annað hvojt vegna þess, að einhver atriði hans þurfa lagfæringar við, eða hins, að stéttinni finnst hún eiga kröfu á bættum kjörum, einhverra hluta vegna. Stjórn viðkomandi félags er þá falið að segja gildandi samningum upp og koma kröfunum á framfæri við rétta aðila. Slíkt er svo gert skrif- lega og svarið ætíð neikvætt. Félagið hefur því kosið menn í samninganefnd, sem ásamt stjórn- inni eiga að mæta til viðræðna um málið, en þá hefur verið ákveðið að boða til verkfalls, ef samn- ingar nást ekki. Oftast er það stjórn félagsins, ásamt fáum trúnaðarmönnum, sem verða að bera þunga og hita dagsins í málinu, en þar kemur margt til greina, meðal annars, að menn eru ekki tiltækilegir vegna starfa tíl slíkra verka, eða þá að kæruleysi og ábyrgðarleysi er um að kenna. Eftir að samninganefnd stéttarfélagsins hef- ur borizt neitun vinnuveitenda um breytt kjör, verður hún að bíða átekta, eða þar til mótaðlin- um þóknazt að boða þá á viðræðufund, sem oft dregst þar til í óefni er komið, eða samnings- frestur er liðinn og verkfall yfirvofandi. En er slíkt skeður, koma deiluaðilar saman á sinn fyrsta fund, sem alls ekki er ætlazt til að beri annan árangur en þann, að samkomulag náist um að leita aðstoðar sáttasemjara ríkisins, sem nú er Torfi Hjartarson, tollstjóri. Þessi fyrsti fundur aðila fer í að skiptast á um rök og mót- rök fyrir breyttum samningum. Hann er því venjulega mjög stuttur og eins og áður er sagt ber engan árangur, nema kannske þann, að aðil- ar kynnast lítillega, hafi um ókunnugleika verið að ræða, og vita hverjum þeir eiga að mæta, þegar til kastanna kemur. En nú er málið kom- ið á annað stig og kemst venjulega skriður á það. Nú hefjast fundir undir stjórn sáttasemjara, sem einn ræður hvenær þeir skuli haldnir og hve lengi þeir standa að hverju sinni. Aðilar eru nú oftast aðskildir, þannig að þeir sitja hvor í sínu herbergi, en er svo hleypt saman, þegar sáttasemjara finnst það rétt, eða þegar annar hvor vill koma með skýringar á orðsend- ingu eða tilboði, sem farið hefur á milli. Fund- ir þessir eru oft haldnir í Alþingishúsinu á fyrstu hæð, vegna þess að þar er nægilegt rúm, ef um margmenni, sem oft er að ræða. Deilu- aðilum eru þá fengin til umráða fundarherbergi hinna ýmsu stjórnmálaflokka, en andrúmsloftið er ætíð hreint í þessum fundarsölum, því engar stjórnmálaumræður fara þarna fram. Brátt mjókkar hið breiða bil og samkomulag næst um ýmiss smáatriði, er ekki hafa mikla þýðingu, en er þó nauðsynlegt að séu tilgreind í samningum, en svo er komið að aðalatriðum og þá fer að ganga hægar og hríðin að harðna og svo loks virðist allt komið í strand. Menn reikna og rökræða. Slá af og halda í. Einstakri kröfu er fórnað af illri nauðsyn fyrir aðra, sem ætla má að frekar samkomulag náist um. Sáttasemjari kemur með ýmsar athuga- semdir og leiðbeiningar eða aðfinnslur, gengur á milli herbergjanna og túlkar sjónarmiðin. — Liggi svo eitthvað atriði ekki ljóst fyrir, setjast allir aftur að sama borði og ræða þar til rökin eru þrotin í það sinn, en þá er skilið aftur og ný rök og skýringar sendar á milli. Þegar líður að þeim tíma, er verkfall á að IBB VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.