Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 26
14/5. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu þrjá mánuði ársins varð óhagstæð- ur um 26,5 millj. kr. Á sama tíma í fyrra varð hann óhagstæður um 74,2 millj. kr. — Slysavarnardeild- in Hraunprýði í Hafnarfirði safnaði 31 þús. kr. á lokadaginn, og er það hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Formaður deildarinnar er frú Rann- veig Vigfúsdóttir. — Undirritaður hefur verið smíðasamningur um hið nýja farþega- og flutningaskip milli Reykjavíkur og Borgarness, og verð- ur skipið fullbúið í júlí næsta ár. Gísli Jónsson alþm. undirritaði samninginn og skipa- og vélaeftir- lit hans, og Erlingur Þorkelsson mun hafa eftirlit með byggingunni. Skipið verður 135 feta langt, 26 fet á breidd og getur flutt 250 farþega. Vörugeymsla 80 tonn og farangurs- geymsla fyrir 15 tonn. Verð skips- ins er áætlað 2,4 millj. d. kr. H. C. Christensen Stalskibsværft byggir skipið. • 15/5. Hrefnuveiðar eru hafnar frá Húsavik, og er það fimmta árið í röð. Hafa veiðar þessar gengið vel. Hrefnukjötið er selt á innanlands- markað og er eftirspurn mikil. — — Reykvíkingar fjölmenna til Grinda víkur til þess að horfa á kvikmynd- un Sölku Völku, sem nú stendur þar yfir. — Blöðruselsveiði frá Ólafs- firði gengur óvenjuilla í ár. Lítið er um sel og hann mjög styggur. • 17/5. Sviplegt slys i Vestmanna- eyjum. Níu ára telpa, Halldóra Gísla- dóttir, féll fram af 30 m háum hamri og beið bana. — Carlsen ræður nið- urlögum minks í varplandi Æðeyjar í ísafjarðardjúpi. • 19/5. Flugfélag íslands flutti í siðastliðnum mánuði nær 3000 far- þega. Er það 37% aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Vöruflutn- ingar þrefölduðust á sama tímabili. — Ágætis handfæraafli á Reyðar- firði og stunda bændur róðra, en afl- inn er frá 1 til 4 skp. • 20/5. Vertíðaraflinn nam nær 95 þús. smál. og er um 20 þús. smál. meiri en í fyrra. — Stofnað verk- samband rafvirkja, í þeim tilgangi að koma á víðtækari þjónustu og fyrirgreiðslu um vinnu. Einnig unn- ið að því að veita gjaldfrest með samningum. 26/5. Vélbáturinn Sveinn Guð- mundsson er hættur reknetjaveiðum. Hafði aflað 240 tonn á 5 dögum. — Rússar hafna kaupum á Hæring, en fulltrúi þeirra var hér í Reykjavík að athuga skipið. — Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir að mælast til þess að ríkissjóður greiði kostnað við loftvarnir í Keflavík. • 30/5. Guðmundur Óli Guðjónsson, ungur maður, beið bana, er hann var í bjargsigi við eggjatöku í Horn- bjargi. Féll á hann skriða úr bjarg- inu. — Sainningar hafa tekizt inilli flestra þeirra verkalýðsfélaga, sem sagt höfðu upp samningum, og at- vinnurekenda. Yfirleitt var samið til þriggja mánaða. — Fyrsta farþega- flugvélin lendir á hinum nýja flug- velli í Grímsey. — Afli Keflavíkur- báta á vertiðinni var um 20 þúsund lestir. • 1/6. Tryllur og smærri vélbátar í Neskaupstað byrjaðir róðra. Afli er að glæðast. Bátaútgerð á staðnum fer vaxandi. — Heildarsala KEA á innlendum og erlendum vörum 133 millj. kr. á síðastliðnu ári. 5% endur- greiðsla til félagsmanna. — Varð- skipið Þór tók brezka togarann „Tervani“ að veiðum í Þistilfirði. Torgarinn reyndi að komast undan varðskipinu, en árangurslaust. — Dr. Richard Beck og frú eru komin til Reykjavíkur, og verða fulltrúar á lýðveldishátíðinni. • 2/6. Hafsíld er komin beggja meg- in Langaness og Rauðártangana. Góður þorskafli á handfæri. Slátt- ur hafinn í Eyjafirði og Skagafirði, en það er um mánuði fyrr en verið liefur undanfarin ár. • 7/6. Hörmulegt slys í Eyjafirði, þrjú börn brunnu inni og tvær konur hlutu mikil brunasár. Foreldrar barn- anna voru þau Sigtryggur Svein- björnsson og Helga Jóhannesdóttir að Sandhólum. • 9/6. 14 ára gamall piltur beið bana í Sundlaugunum. Mun snögg- leg hjartabilun hafa verið banaor- sökin. — Togarinn Geir fer á veiðar með 30 tonn af svonefndum „ný- ís“, eða foromycen-ís, sem er ís blandaður foromycen og er bakteríu- drepandi. Er efni þessu blandað í ísinn og heldur fiskinum lengur ó- skemmdum en venjulegur ís. — Far- mannaverkfall skall á í Reykjavík og Hafnarfirði hjá hásetum. — Hval- veiðarnar hafa gengið treglega í vor. Fjögur skip eru að veiðum og hafa þau fengið 28 hvali til þessa. Aðal- lega eru það dimmviðrin að undan- förnu, sem hamlað hafa veiðum. — Humarveiði hafin í Höfnum á fjór- um bátum. Veiðin treg enn sem • 13/6. Sjómannadagurinn i Reykja- vík haldinn í fyrsta skipti við bygg- komið er. ingu Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Þátttaka var geysimikil. • 16/6. Mokafli á karfaveiðum út af Faxaflóa. Togarar liafa fyllt sig á nokkrum dö^um. — Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SÍS hafa frá síðastliðnum áramótum tekið á móti 23.343 tonnum af fiski, en til saman- burðar má geta þess, að alls síðast- liðið ár nam heildarmagnið ca. 22 þús. tonnum. Söluhorfur eru sagð- ar mjög góðar og miklu betri en í fyrra. — Uppgripaafli hefur verið undanfarið í ýmsum verstöðvum norðanlands. Mest hefur veiðzt á Húsavík, Ólafsfirði, Hauganesi og Árskógsströndinni. — Togarinn Geir kominn úr fyrstu reynsluför sinni með afla í foromycen-ís og virðist geymslan liafa tekizt vel í ísnum. 19D VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.