Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 7
Dvalarheimili aldraðra sjómanna í byggingu. Sjómannadagurinn 1954 Það má segja, að Sjómannadagurinn í vor í Reykjavík hafi myndað tímamót í sögu sinni. Dagurinn táknaði nýjan áfanga í einu af sam- eiginlegum áhugamálum íslenzkrar sjómanna- stéttar, vegna þess, að fram fór vígsla Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, sem verið er að reisa í vestanverðum Laugarásnum. Þarna er útsýn ein hin fegursta í Reykjavík, og mun vart hægt að finna öllu heppilegri stað fyrir slíka byggingu. Hópgangan var með óvenjulegum glæsibrag og þátttaka almennings mikil. í fararbroddi fór víkingaskip eitt mikið, mannað gömlum, íslenzk- um sjómönnum, þá komu vinningar Happdrætt- is Dvalarheimilisins, sex amerískir bílar, trakt- or og tryllubátur, og félögin með fána sína hvert af öðru. Byggingin sjálf var fánum skrýdd og veitingar voru þar framreiddar, sem áhugakon- ur höfðu lagt til og unnu að í sjálfboðaliðsvinnu og með þeim glæsibrag, sem einkennir fórnfúst starf þeirra í þágu málefnis, sem þeim er öðru fremur hjartafólgið, enda áskotnaðist Dvalar- heimilinu yfir 30 þús. krónur fyrir kaffisöluna þennan eina dag. byggðu bæina upp. í Ameríku erum við Norð- urlandabúar álitnir að vera beztir allra inn- flytjenda, og það erum við, sem höfum stofn- sett og byggt margar hinar stærstu borgir í Vestur-Ameríku. — Bandaríkin, sem hafa nú hér um bil 150 milljónir íbúa, hafa orðið til á hér um bil 200 árum. Mismunandi fólk með mismuandi hæfileika. En kjarnmesti stofninn er frá Norðurlöndum". Framh. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sýndi sjómönnum þann heiður að leggja horn- steininn að Dvalarheimilinu. Flutti hann við það tækifæri ræðu. Ræður fluttu einnig hinn nýkjörnu biskup, herra Ásmundur Guðmunds- son, og minntist hann drukknaðra sjómanna, eins og venja er þennan dag. Ólafur Thors, sigl- ingamálaráðherra, Richard Beck, sem er gamall sjómaður og var heiðursgestur Sjómannadags- ins, og Sverrir Júlíusson, fulltrúi L.f.Ú. Þá voru afhent verðlaun fyrir kappróðurinn daginn áður. Um kvöldið var hóf að Hótel Borg, sem for- seti íslands og frú hans sátu ásamt siglinga- málaráðherra og frú, Richard Beck og frú og mörgum öðrum gestum Sjómannadagsins. — Dansleikir voru haldnir í mörgum samkomuhús- um í bænum. Veður var hið fegursta um dag- inn og hátíðahöldin hin glæsilegustu í alla staði. Smœlki I VíkingTium hefur áður verið minnst á atomkaf- bátinn Nautilus. Kafbáturinn er nú kominn á flot. Hon- um var hleypt af stokkunum fyrir skömmu og var skírður af frú Eisenhower. Kafbáturinn er 3500 tonn að stærð og gengur 20 mil- ur í kafi. Hann er útbúinn vélum frá Westinghouse og kostuðu þær 25 millj. dali, en allt kostnaðarverðið er áætlað 40 millj. dalir. Nú hefur verið pantaður annar atomkafbátur hiá Electric Bcat Company, sem fær nafnið „Sea Wolf“. Hann verður stærri en Nautilus og ef til vill fullkomn- ari, enda er verð hans áætlað 32.700.000 dalir fyrir utan vélarnar. VÍKIN □ U R 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.