Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 2
Islenzk kortagerð Eitt nauðsynlegasta tækið til skipstjórnar hvar sem er í veröldinni er sjókortið, og það er því engin furða þótt allar þær þjóðir, sem mikið eiga undir siglingum og sjósókn komið, vilji gjarnan hafa þá hluti í sem beztu lagi. Grundvöllur allra góðra sjókorta er sjálf sjó- mælingin, þ. e. a. s. mæling á dýpi sjávarins, straumum, eyjum, skerjum og boðum o. s. frv. Að þessum upplýsingum fengnum hefst svo annar þáttur sjókortagerðarinnar, nefnilega að teikna og prenta hið eiginlega kort, þannig að öll fyrrnefnd atriði komi þar skýrt og greini- lega í Ijós. Kaunverulegar sjómælingar hefjast fyrst hér við land 1776, er danski skipstjórinn Minor hóf mælingar í Faxaflóa að tilhlutun dönsku stjórnarinnar. Frá þeim tíma og allt fram til 1930 sáu svo Danir nær eingöngu um allar sjómælingar hér en þá hefjast þáttaskil, því á þeim árum tökum við mælingarnar algjörlega í okkar hendur. Fyrsti Islendingurinn til að leggja stund á þau fræði var Friðrik V. Ölafs- son, skólastjóri Stýrimannaskólans og hóf hann fyrstu mælingarnar hér sumarið 1931 að af- loknu námi hjá danska sjókortasafninu. Frá þeim tima og til þessa dags höfum við svo sjálfir annast allar okkar sjómælingar. Fyrsta eiginlega sjókortið, sem gefið var út af íslandi var gert eftir fyrstu sjómælingunni af Faxaflóa og gefið út af danska sjókortasafn- inu árið 1788. Var það jafnframt fyrsta kortið sem safnið gaf út. Ennfremur hóf safnið út- gáfu á vandaðri leiðsögubók fyrir sjómenn við ísland á sama ári. Frá þeim tíma og til þessa dags hefur svo danska sjókortasafnið gefið út öll þau sjókort, sem mest eru notuð hér við land. En eftir því sem innlendu sjómælingunum óx fiskur um hrygg þá kom í ljós nauðsyn þess að hafa hér aðgang að æfðum sjókortateikn- urum og helzt möguleika á að geta prentað eigin kort hér á landi. Var því fyrir allmörgum ár- um síðan ákveðið að stefna að þessu marki og undirbúningur hafinn í þá átt. M. a. var Guðmundur Guðjónsson fenginn til þess að leggja stund á þessa iðngrein hjá danska sjó- kortasafninu. Lauk hann námi þar fyrir um það bil ári síðan og kom þá strax hingað heim til þess að setja í gang sjókortagerð hér, og koma fyrir þeim tækjum sem höfðu verið út- veguð til þess. Árangur þessa undirbún- ings er nú að koma í Ijós, þar eð fyrsta stóra sjókortið, sem bæði er teiknað og prentað hér á landi, sjókort af Norð- urlandi, frá Horni að Gríms- ey, er nú tilbúið til notkunar. Raunar hafa sjómælingarnar áður gefið út nokkur sjókort, sem hafa verið bæði prentuð og teiknuð hér, en þetta er fyrsta eiginlega sjókortið í fullri stærð. Þetta er því mjög merkur áfangi í starfsemi íslenzku sjómælinganna, því nú erum við raunverulega færir um að standa á eigin fótum í þess- um efnum. Má segja að þetta hafi fyrst og fremst náðst VÍKINGUR J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.