Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 3
Guðmundur Guðjónsson (t, h.) og Ólafur Thorlacius við kortaprentvélina. Að lokum skal þess getið, að Alþingi og ríkis- stjórn hefur ætíð sýnt íslenzku sjómælingun- um hinn mesta skilning og traust, enda er hér ekki aðeins um að ræða hið mesta nauðsynja- mál fyrir siglingar okkar og fiskiveiðar heldur og metnaðarmál okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. enn, — en hvað um það, miklum áfanga er þeg- ar náð og takmarkið örugglega skammt undan. Sala og afgreiðsla sjókorta. fyrir framsýni þeirra manna, sem upprunalega koma þess- um málum á stað og síðast en ekki sízt, vegna frábærrar hjálpsemi danska sjókorta- safnsins, forstjóra þess, Pet- er Jensen, svo og starfsliði hans öllu, sem með ráðum og dáð hefur stutt þessa viðleitni frá upphafi, og m. a. menntað flesta þá menn, er við mæl- ingarnar hafa starfað. Sem sagt, íslenzku sjómæl- ingarnar eru nú tilbúnar til að prenta öll þau sjókort, sem við þurfum, og er undirbún- ingur undir það, þegar haf- inn fyrir nokkru. Meðal ann- ars höfum við fengið hingað frá danska sjókortasafninu afrit af öllum þeim sjómæl- ingum, sem hér hafa verið gerðar frá upphafi og sem stendur er verið að undirbúa í Dan- mörku afrit af öllum dönsku sjókortunum af Islandi, sem við einnig fáum til eigin notkunar. Er þá eftir að „færa þau í íslenzkan búning“, ef svo mætti segja, — og þá getur útgáfan haf- izt fyrir alvöru. En allur þessi undirbúningur er bæði mikið og tafsamt verk, og þar sem þeir er að því vinna eru fáir má búast við að það taki nokkurn tíma inni vinna nú 4—5 menn allt árið og má búast við að því starfsliði verði fjölgað á næstunni, því framundan bíða mikil verkefni bæði til sjós og lands. Eitt af aðalverkefnum sjómælinganna í framtíðinni verður m. a. að mæla betur allt landgrunn Islands, en til þessa hefur ekki ver- ið hægt að sinna því sem skyldi, aðallega vegna vöntunar á góðum staðsetningartækjum, þegar komið er úr augsýn lands. Hafa sjómælingarnar á undanförnum árum fylgzt með öllum nýjungum á því sviði, og hafa nú tilbúnar ákveðnar tillögur í því efni, sem búast má við að lagðar verði fyrir alþingi í haust. Ennfremur mun á næstu árum þurfa nýjan bát til sjómælinga í stað þess, sem nú er notaður, og er þegar búið að gera uppdrátt að honum. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR þess venjulega I heimasíma hans 9177, ÚTGEFA'NDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS. — Ritstjóri og ábyrgöarmaóur: Magnús Jensson. — Ritnefnd: Júlíus Ólafsson, Ingólfur Þóröarson, Geir Ólafsson, Henry Hálfdansson, Hallgrímur Jónsson, Egill Jóhannsson, Blrgir Thoroddsen, Theodór Gíslason, Páll Þorbjamarson. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar ávgangurinn 60 kr. — Ritstjóm og afgrelðsla er i Fiskhöllinni, Reykjavík. — Utanáskriít: ..Vikingur", pósthólf 425, Reykjavík. Siml 5653. — Ritstjórinn er til vlötals á skrifstofu blaðs- ins, í Fiskhöllinni, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9—10 f. h. Laugardaga kl. 1—4 e. h. Auk eítir kl. 8 á kvöldin. Að ööru leyti eftir samkomulagi. — Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.í. VÍ K I N □ U R 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.