Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Side 4
AÐALSTEINN PÁLSSON, SKIPSTJÓRI ★ IfliHHÍHaarcri Hinn 11. janúar s.l. andaðist hér í Reykjavík Aðalsteinn Pálsson skipstjóri. Aðalsteinn var þjóðkunnur dugnaðar og drengskapar maður. Hann var fæddur 3. júlí 1891 að Búð í Hnífsdal. Voru foreldrar hans Guðbjörg Bárðardóttir úr Dýrafirði og Páll Halldórsson í Búð. Aðalsteinn var að segja alinn upp í flæðar- málinu í Hnífsdal og ekki var hann nema rösk- lega ellefu ára, þegar hann hóf sjóróðra fyrir alvöru. Var hann svo bráð þroska andlega og líkamlega, að hann gerðist formaður á árabát um fermingu, og 16 ára varð hann formaður á vélbát, og var það ekki algengt um svo unga menn. Þar með var stefna Aðalsteins Pálsson- ar ráðin. Á sjóinn vildi hann fara og fang- brögðin við öldur hafsins áttu bezt við eðli hans. Hann ákvað að afla sér þekkingar og reynslu með aukinni menntun, og því lagði hann leið sína til Reykjavíkur og innritaðist í Sjómanna- skólann árið 1912. Tveim árum síðar lauk hann farmanna og eimvélarprófi. Þá var skólinn kvaddur og haldið áfram eftir hinni mörkuðu stefnu. Sægammurinn ungi frá Hnífsdal hafði nú 32 bætt bókviti við karlmennsku, gerhyggli og dugnað, enda varð hann brátt ráðinn 1. stýri- maður á b.v. Marz og aðeins 25 ára að aldri varð hann skipstjóri á gamla Ingólfi Arnarsyni. Síðan tók við hvert skipið af öðru: Austri, Kári Sölmundarson, Belgaum og loks Fylkir, sem hann stjórnaði til ársloka 1950. Þá hætti Aðal- steinn skipstjórn, en annaðist útgerðarstjórn b.v. Fylkis eftir það og síðasta árið stjórnaði hann einnig útgerð b.v. Geirs. Aðalsteinn var lánsmaður í starfi sínu. Skip- um undir hans stjórn hlekktist aldrei á, en hins- vegar auðnaðist honum að bjarga mörgum mannslífum úr sjávarháska. varð hann þjóðkunnur. Hann var aflasæll í bezta lagi enda vakandi við starfið, þrautseigur og gerhugull. Hann var stjórnsamur á skipi sínu svo að regla var þar á hverjum hlut og hverju verki. Strangur var hann og ákveðinn ef svo bar undir, svo að hásetum hans fannst stund- um nóg um. Á eftir skildu þeir þó að nauðsyn hafði til borið, enda var hann fyrir það virtur af starfsmönnum sínum. Fyrirskipanir hans úr brúnni voru stuttar en hnitmiðaðar, svo að eng- inn misskilningur komst þar að. Aðalsteinn hafði næmt auga fyrir kosti manna til skipstjórnar og mannaforráða. Efnis- menn sóttust eftir að vera á skipi hans, og fnarga þeirra mótaði Aðalsteinn og þroskaði þannig, að þeir urðu eftirsóttir skipstjórar á önnur skip. Með þessu einu vann Aðalsteinn þjóð sinni ómetanlegt starf. Talið er að meðal yfirmanna á togaraflotanum séu tiltölulega margir ættaðir frá Vestfjörðum og þá ekki sízt Hnífsdal. Má vafalaust rekja þetta til þess, að Aðalsteinn lagði sérstaka rækt við sveitunga sína sem til hans réðust. Urðu margir þeirra mætir togaraskipstjórar og hafa miðlað öðrum af reynslu og þekkingu Aðalsteins. Aðalsteinn var allra manna kunnugastur á fiskimiðunum við Island, hann bar gott skyn á V í K I N E U R i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.