Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 5
veðurfar og sjólag og hjálpaði allt þetta til þess
að auka aflasæld hans.
Aðeins fáir Islendingar hafa stjórnað skipi
til fiskveiða hér við land í 35 ár samfellt, enda
er það ekki á hvers manns færi. Til þess þarf
þrek og jafnvægi, sem aðeins fáum mönnum er
gefið.
Ekki settist Aðalsteinn í helgan stein eftir
það afrek, heldur tók hann sér fyrir hendur að
annast rekstur skips síns í landi og var í því
öðrum til fyrirmyndar. Engin klukkustund í
sólarhringnum var honum svo heilög, að hann
væri ekki á samri stundu niður á bryggju eða
á hverjum öðrum stað, sem útgerðin þarfnaðist
nærvistar hans. Hann krafðist reglusemi í út-
gerð sinni, en í þeim efnum sem öðrum var hann
strangastur sjálfum sér.
Með Aðalsteini á þjóðin á bak að sjá hetju
og höfðingja úr sjómannastéttinni. Einn þrótt-
mesti kappinn úr forustuliði landsmanna í at-
hafnalífinu á þessari öld er fallinn.
Aðalsteinn var hár og glæsilegur í vallarsýn,
þrekinn í bezta lagi og vörpulegur. Hann var
rammur að afli svo orð fór af. Andlitið var
sterklegt og frítt, augun snör og þó brá fyrir í
þeim kímni og mildi ef svo bar undir. Skapið
var mikið, en undir góðri stjórn og vel agað og
lundin afburða trygg, enda rétti hann fjölda
manna hjálparhönd á langri starfsæfi.
Vonir þær, sem bundnar voru við hinn 14 ára
formann vestur á Hnífsdal, rættust vegna þess-
ara kosta hans á glæsilegan hátt þjóðinni allri
til farsældar.
Fyrri kona Aðalsteins var frændkona hans,
Sigríður Pálsdóttir frá Hnífsdal. Lézt hún eftir
15 ára sambúð þeirra, þau eignuðust 6 börn og
eru 5 þeirra á lífi, þau Páll togai'askipstjóri, bú-
settur í Englandi, Sigríður lyfjafræðingur,
össur starfsmaður Olíuverzlunar Islands, Guð-
björg kona Ólafs Finsen framkvæmdastjóra og
Elín, ógift.
Árið 1932 giftist Aðalsteinn aftur Elísabetu
Jónsdóttur frá Hnífsdal. Eignuðust þau einn
son, Jónas Aðalstein, sem nú nemur lögfræði.
Sjómannastéttin blessar minningu Aðalsteins
Pálssonar.
Vinur.
— Smœlki —
Reiður farþegi við járnbrautarþjóninn: — Hvað á
það að þýða, að klukkan á pöllunum sýnir annan tíma
en á stöðvarbyggingunni?
— Ja, hvað eigum við að gera með tvær klukkur, sem
báðar sýna sama tíma?
V í K I N □ U R
Nýtt tímarit, „VEÐRIÐ"
Félag íslenzkra veðurfræðinga hefur nýlega
hafið útgáfu á tímaritinu „Veðrið“, en það er
alþýðlegt tímarit um veðurfræði. Telja má víst,
að alþýðlegur fróðleikur um veðurfar sé kær-
kominn mörgum íslendingum, einkum sjómönn-
um, útgerðarmönnum og bændum, svo og öðr-
um, sem áhuga hafa á slíkum málum, en þeir
eru margir, því að svo mjög er öll afkoma Is-
lendinga háð veðurfari.
I 1. tölublaði, 1. árgangs, sem út kom í byrjun
febrúar þ. á., má m. a. nefna eftirtaldar grein-
ar: Hitastig yfir Keflavík, eftir Jónas Jakobs-
son. Langviðrasumarið 1955, eftir Pál Berg-
þórsson. Mannskaðaveður á Halamiðum, eftir
Borgþór H. Jónsson. Vorhretið 1955, eftir Ólaf
Einar Ólafsson. Veðurspár hófust fyrir 100 ár-
um, eftir Jón Eyþórsson. Hafa kjarnorku-
sprengjur áhrif á veðrið, eftir Jón Eyþórsson.
Elztu veðurathuganir, eftir Jón Eyþórsson. Urð-
armáni og vígahnettir, eftir Jón Eyþórsson.
Þrumuveðrið mikla 21. júní 1933, eftir J. Sig-
finnsson. Og m. fl.
Útgefendur gera ráð fyrir að tvö hefti komi
út á ári og er verð hvers heftis kr. 10,00 eða
kr. 20,00 árgangurinn. Afgreiðslumaður er Geir
Ólafsson, Drápuhlíð 27, Reykjavík.
Leiðrétting
1 greinni „Brot úr sögu“ í síðasta tölublaði
Víkings (1. og 2. tbl.) urðu þau leiðinlegu mis-
tök, að efnið brenglaðist mjög á tveimur stöðum.
í fjórðu málsgrein stendur: — „Sú þjóð, sem
ekki trúir á það skipulag, er hún býr við, er í
hættu stödd. Þeir menn, hvort heldur á Alþingi
íslendinga eða í hinum ýmsu atvinnugi'einum
þjóðarinnar og ýmist beygja sig um of fyrir
kröfum peninganna, eða eru með því — “ o. s.
frv. Á að vera: — sem ýmist beygja sig fyrir
kröfuþunganum um of e'öa eru meö þessu —.
1 fimmtu málsgrein stendur: — „ — Þá má
gera ráð fyrir að kröfurnar á hendur atvinnu-
vegunum ríði þeim að fullu — “. Á að vera:
— ríöi þeim eigi aö fullu.
Greinai’höfundur (Á. S.) og lesendur blaðs-
ins eru vinsamlega beðnir að afsaka þessar
meinlegu villur. — Ritstj.
33