Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 7
Sögulegur réttur. 1 4. lið brezku greinargerðarinnar segir svo m. a.: „I orðsendingu til íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, dags. 2. maí og 18. júní 1952, mótmælti ríkisstjórn hennar hátignar kröfum íslenzku stjórnarinnar um fjögurra mílna takmörk. (Ríkisstjórn hennar hátignar hafði ekki borið á móti kröfum Noregs til slíkra takmarka, með því að hún áleit þær réttlætanlegar á söguleg- um forsendum)“. Þessi liður greinargerðarinnar brezku er at- hyglisverður og að öllu leyti hinn mikilvægasti, einmitt fyrir þá beinu viðurkenningu á sögu- legum rétti, sem í honum felst. Þarna hefði verið tækifæri til að fjalla um sögulegan rétt Islands í þessu deilumáli, sem enn í dag hlýt- ur að vera hinn sami og hann var fyrir rúm- um 50 árum, er dansk-brezki landhelgissamn- ingurinn var gerður, með öðrum orðum skýlaus réttur til 16 sjómílna landhelgi. En það er stað- reynd, hvað sem veldur, að tal um sögulegan rétt vorn virðist vera eitur í beinum þeirra manna, sem um þessi mál fjalla fyrir hönd íslenzku stjórnarinnar, og mér er ókunnugt um, að þeir hafi nokkru sinni haldið fram á alþjóðlegum vettvangi þessum rétti vorum til 16 sjómílna landhelgi. I III. kafla viðbætisins er mörgum orðum eytt að því að hrekja þá furðulegu ábendingu Breta, að koma hefði mátt á friðun við Island, í samræmi við samning um möskvastærð frá 1946; en jafnframt er því haldið fram af íslands hálfu, að utan lögsögu hlutað- eigandi strandríkis séu alþjóðlegar friðun- arráðstafanir eina lausnin. Hins vegar er engin skýring gefin á því, hvað felist hér í orðinu lögsaga og sagt berum orðum, að hún þurfi ekki að hafa sömu víðáttu sem landhelgi. Hér fer höfundur í kringum kjarna málsins, eins og köttur í kringum heitan graut, og sannar- lega hefði ríkisstjórnin getað sparað sér slíkar málalengingar með því að benda á þá óbifan- legu staðreynd, að friðunarsvæðið allt sé langt innan fornrar landhelgi Islands og lögsögu, en því miður virðast forn landhelgi eða 16 sjó- mílna landhelgi vera með öllu bannhelg hug- tök í vitund þessara manna. Löndunarbanniö. Löndunarbanninu er helgaður sérstakur kafli, en líkt og í fyrri bókinni er sá kafli ekki að öllu leyti nógu harðorður í garð Breta. I 5. lið farast Bretum svo orð um löndunar- bannið: v í KI N G U H „Ákváðu þá brezkir togaraeigendur í Grims- by, þeirri höfn, sem íslendingar notuðu aðal- lega, að synja íslenzkum skipum löndunarað- stöðu, sem þeir réðu yfir, til að gjalda líku líkt, fyrir að skip þeirra voru, með einhliða aðgerðum, útilokuð frá fiskimiðum, sem þeir höfðu átt drjúgan þátt í að þróa (developing) og þar sem þeir höfðu fiskað í svo mörg ár“. Hér leggur brezka ríkisstjórnin beinlínis blessun sína yfir þessar hefndarráðstafanir brezku útgerðarmannanna, en þó keyrir ósvífn- in um þverbak, er brezka stjórnin heldur því fram, að brezkir togarar hafi „þróað“ eða „skapað“ fiskimiðin, þegar það er staðreynd, sem ætti að vera á allra vitorði, að einmitt þeir hafa gengið lengst í því að rányrkja og eyði- leggja íslenzk fiskimið. Sem betur ber þá ei'U þessari furðulegu stað- hæfingu Breta gerð nokkur skil í lok viðbæt- isins. í 37. lið grætur brezka ljónið krókódílatár- um yfir löndunarbanninu, en þar segir svo m. a.: „Þess vegna er orðið löndunarbann rang- nefni. Hið raunverulega vandamál er annars eðlis. Ríkisstjórn hennar hátignar harmar ástand þetta, og eins þykir henni fyrir því, hvernig íslenzka ríkisstjórnin hefur orðið þess valdandi með einhliða aðgerðum án tillits til langvarandi hagsmuna brezka sjávarútvegsins og vinsamlegra viðvarana um, hvernig fara kynni . . . . “ Hér sést bezt, hver hugur fylgir máli, því ekki er vitað, að brezka stjórnin hafi gert neina tilraun til að fá útgerðarmenn- ina brezku til að létta löndunarbanninu, nema síður sé. Hins vegar hefði brezka stjórnin ekki átt að minnast á „vinsamlegar viðvaranir", því öllum Islendingum er minnisstæð hin ósvífna hótun, sem fólst í orðsendingu brezku ríkis- stjórnarinnar, dags. 2. maí 1952, og var með öllu ósæmandi í skiptum tveggja sjálfstæðra þjóða. Annars er ekki ástæða til að fjölyrða mikið um löndunarbannið, það er að vísu gróf móðgun og tilræði við íslenzku þjóðina, en það hefur líka opnað augu manna fyrirþví, aðfrá þjóðhagslegu sjónarmiði er fásinna að flytja fiskinn út óunn- inn. I stað þess að lama íslenzkt atvinnulíf, hef- ur löndunarbannið skapað meiri atvinnu inn- anlands og leitt til þess, að útflutningsverð- mæti fiskafurða hefur aukizt. Því má og bæta við, að ísvarinn fiskur hlýtur alltaf að vera annars eða þriðja flokks vara, jafnvel Bretar eru farnir að gera sér þetta ljóst og smíða nú miklu stærri togara, þar sem fiskurinn er fryst- ur um borð, jafnóðum og hann veiðist. Því get- ur vel farið svo, að þegar löndunarbanninu lýk- 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.