Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 10
unarefni, að þessi fiskur skuli koma í svo vax- andi mæli í hlut Breta, en ekki íslendinga, sem eiga miðin að réttu lagi og sú spurning kann að vakna, hvort ekki sé rétt að leyfa takmark- aðar dragnótaveiðar á vissum tímum árs á til- teknum svæðum innan veiðimarkanna. Líklegt má telja, að spádómar fiskifræðing- anna um aukið fiskimagn, sem Bretar vitna til, séu byggðir á árgöngum, sem eldri eru en frá árinu 1950, því þorskur segir að jafnaði mest til sín í heildarafla 7—10 ára og ýsa á 5—7 ára aldri og því vafasamt, að þakka frið- uninni fyrir Norðurlandi frá 1950 það ein- göngu, þó hún eigi án efa sinn þátt í henni. Móti því verður ekki borið, að Bretar virðast í orðsendingu sinni fara að nokkru leyti með rétt mál, einkum að því er varðar aflamagn miðað við ákveðna fyrirhöfn. Sannarlega skiptir meira máli að sannprófa aukningu þess afla, heldur en aukningu heildaraflans, því fleira getur valdið henni en friðunaraðgerðir einar saman, svo sem aukinn fiskifloti, stórvirkari veiðitæki, breytileiki klaks og lengri veiðitími, þá kemur það og til, að enda þótt veiðisvæðið á grunnsævi sé minna, þá er togað á æ meira dýpi, svo að á þann hátt hefur veiðisvæðið stækkað. Niðurstaða þessara hugleiðinga um þennan hluta greinargerðanna hlýtur því að verða sú, að það sé jafn hæpið, að ekki sé sagt óvísinda- legt, hjá okkur að rekja aukningu heildarþorsk- afla Breta við Island á umræddum tíma ein- göngu til friðunarráðstafananna, og það er hjá Bretum að vilja ekki eigna reglugerðinni frá 1952 neiná hlutdeild í þessu aukna aflamagni. 1 Alþýðublaðinu 16. okt. 1954 fórust mér m. a. svo orð um hvítu bókina íslenzku, kafla þann er hér um ræðir: „Fjórði kafli fjallar um áhrif friðunarað- gerðanna, og skal ekki fjölyrt um hann hér. Þó skal því ekki leynt, að maður fær naumast varizt þeirri hugsun, að fiskifræðingar vorir hafi verið nokkuð bráðir á sér að draga álykt- anir af rannsóknum sínum, því enda þótt það sé fullvíst, að fiskigengd hafi aukizt innan fjarða og flóa vegna friðunarinnar, þá er ekki jafnvíst, að aukið fiskimagn hjá brezkum tog- urum sé eingöngu vegna sömu aðgerða“. Því verður nú ekki neitað, að framangreind ummæli höfðu við rök að styðjast og betur væri að þannig hefði verið á málum haldið, að niðurstöður fiskifræðinga vorra hefðu ekki orðið vopn í höndum Breta, eins og hér virðist hafa gerzt. Þetta er ekki hvað sízt mikilsvert atriði, vegna þess að íslenzka ríkisstjórnin hef- ur mestmegnis haslað sér völl á þessu sviði málsins, verndun fiskstofnsins. Leiðinleg mistök. Það er stór-vítavert, að íslenzka ríkisstjórnin skuli ekki hafa talið sér skylt að taka upp hanzkann fyrir Svein heitinn Björnsson, for- seta, í tilefni af því, hvernig brezka greinar- gerðin víkur að ummælum hans sem fulltrúa íslands í Haag 1930. 1 því sambandi hefði ís- lenzku ríkisstjórninni gefizt tækifæri til þess að benda á svo margt, t. d. það, að hann hélt þar óbeinlínis fram kröfu íslands til 16 sjó- mílna landhelgi en ef til vill hefur einmitt það atriði valdið því, að íslenzka ríkisstjórnin vildi ekkert á hann minnast í viðbæti sínum. En þó hvergi hefði verið minnzt á 16 sjómílna land- helgina fornu, þá hefði á allan hátt átt að gera nánari grein fyrir því, að aðstæðurnar 1930 voru allt aðrar en í dag, m. a. þær, að nú er ísland orðið sjálfstætt lýðveldi, sem fer sjálft með utanríkismál sín, landhelgissamningurinn frá 1901 úr sögunni, þriggja sjómílna reglan nær aldauð o. fl. Og enda þótt hr. Sveinn heit. Björnsson hafi talað um fiskimiðin umhverfis fsland semalþjóðamið,þá átti hann naumastvið, að þau væru alþjóðaeign, heldur hitt, að þau væru mikils verð frá alþjóðlegu sjónarmiði sem matvælaforðabúr, er margar þjóðir nytu góðs af, og það gæti orðið alþjóðlegt vandamál, ef þau yrðu eyðilögð. En friðunaraðgerðirnar frá 1952 eru einmitt til þess ætlaðar að sporna við, að þau verði upp urin. Ástæða hefði verið til þess að víkja sérstak- lega að því, er Bretar í lok greinargerðar sinn- ar skjóta sér á bak við orðsendingar Belga, Hollendinga og Frakka varðandi reglugerðina frá 1952. Vafalaust eru allar þær orðsendingar fram komnar samkvæmt pöntun frá Bretum, því þær báru allar sama blæ nýlendukúgunar- andans og fram kom í brezku orðsendingunni frá 2. maí 1952. f þeim öllum var og fólgin sú móðgun, að þessi ríki gætu gert kröfu til eða ættu rétt á hlutdeild í fornu lögsagnarsvæði íslendinga. Hér hefur verið vikið að nokkrum helztu efnisatriðum viðbætisins og bent á önnur, sem nauðsynlega hefðu þurft að koma fram í slíku riti. Því miður eru mistökin auðsæ, og í heild má segja, að betur hefði verið heima setið. Það er leitt til þess að vita, að þeir menn, sem með þessi mál fara, skuli ekki vanda betur verk sín, svo mikilvægt sem það er fyrir íslenzku þjóðina. 3E3 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.