Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 13
Grímur Þorkelsson: Um daginn og veginn i. Nú er mikið góðæri í landinu og hefur verið um margra ára skeið. Framfarir eru miklar, bæði til lands og sjávar. Atvinnuleysi er ekk- ert, þvert á móti skortur á vinnuafli í mörg- um atvinnugreinum. f sveitunum hefur orðið gagngerð breyting frá því sem áður var, víða mest allt unnið á ræktuðu landi. Mest öll ferða- lög nú á jeppum og dýrindis bifreiðum. Útvarp og sími á næstum hverjum bæ. Nýtízku íbúðar- hús víða. Flogið milli allra landshluta. Áburður á nýræktina, framleiddur að nokkru leyti í inn- lendri nýtízku verksmiðju, sveitabýlin raflýst og stendur til að stórauka það í náinni fram- tíð. Nægur markaður er fyrir sveitaafurðir og hátt verð. Sjávarsíðan hefur ekki látið sitt eftir figgja, þar hafa verið unnin stórvirki og stend- ur til að vinna mörg fleiri. f Reykjavík einni eru byggð íbúðarhús fyrir þúsundir manna ár- lega. Heil borgarhverfi rísa upp með ótrúleg- um hraða. í Vestmannaeyjum, Keflavík, á Akra- nesi og víðar er mikið byggt. Hraðfrystihús og fiskvinnslustöðvar rísa upp allt í kringum land- ið. Að hafnarbótum er allmikið unnið og sum- staðar mikið, t. d. í Vestmannaeyjum, þar hafa verið unnin stórvirki á höfninni í seinni tíð og áfram er haldið á sömu braut. Kaupskipafloti landsmanna er nú orðinn verulegur, nýtízku menn við strendur fslands og notuðu landi'ð sem veiðiver, jafnmikinn afla og Hollendingar með stærsta hvalveiðiflota, er sögur fara af, hafði tekizt að sópa saman um heimshöfin á þremur aldarfjórðungum. Flest höfðu Norðmenn 8 hvalveiðistöðvar við ísland. Mestan afla fengu þeir 1905, eða nær- fellt 2.000 hvali, sem unnið var úr 66.000 föt af lýsi. Til upplýsingar skal þess getið, að Hollend- ingar á fyrr umræddu tímabili máttu ekki veiða hvali nær Grænlandi en 4 danskar mílur, og sömu takmörk voru í gildi á íslandi á þeim árum. En nú hafði Island í áratugi legið opið fyrir öllum þeim útlendingum, er óskuðu að nut- færa sér gæði þess, sem þeir og líka gerðu. V í K ! N G U R flutningaskip flytja nú varning til og frá land- inu víðs vegar um heim. I ráði er að auka flutn- ingaskipaflotann allmikið á næstunni og kaupa stórt olíuflutningaskip til flutninga á olíu til landsins. Um fiskiflotann er það að segja, að togaraflotinn hefur ekki aukizt á seinustu árum, en nýir og vandaðir fiskibátar bætast stöðugt í hóp þeirra, sem fyrir eru. Þá er þess að geta, að fyrirhugaðar eru tvær stórar hafnargerðir í Njarðvík og á Akranesi. Munu þær koma til með að kosta óhemju fé, veita mikla og góða atvinnu og verða miklar lyftistrengur, þegar til kemur. Um Njarðvíkurhöfnina er það að segja, að þar hagar svo til, að fslendingar hafa varla fjárhagslegt bolmagn til að kosta hana sjálfir, en sá aðili, sem bæði hefur vit, getu og peninga, kvað ætla að gera það, og fæ ég ekki skilið að neitt sé við það að athuga. Þrátt fyrir það, sem nú hefur verið talið fram, er engu líkara en að hallærisástand ríki í landinu. Hver er ástæðan? Efnahagskerfið er orðið nokkuð laust í böndunum. Það er eins og allt sé á hverfanda hveli. Fólk hefur verið var- að við þessu, því hefur verið ráðlagt að reyna að kunna sér hóf. En ekki hefur verið eftir því farið. Allsstaðar er sunginn sultarsöngur, heimtað og kvartað eins og óvita krakkar, þó eru lífskjör almennings á íslandi jafnari og betri en í nokkru öðru landi á jörðunni. Fólk virðist ekki hafa þolað hinn ljúfa byr meðlætis og allsnægta. Við megum vara okkur á þessu. Bogann má ekki spenna þar til hann brestur. Ekki er lengi að breytast veður í lofti. Sjálf- stæði landsins getum við misst fyrr en varir, ef við umgöngumst efnahagskerfið með léttúð og kæruleysi eða sprengjum það með botnlausri græðgi og óbilgirni. Fyrr á öldum var hér oft þröngt í búi og stundum var bjargarskortur í landinu. Fólk flosnaði upp frá heimilum sínum í stórhópum og flakkaði um landið tötrum klætt, hungrað og betlandi. Fólk var þá fegið að leggja sér flest til munns, en það dugði þó ekki til, það féll úr hor og hungri þúsundum saman. Hvernig er þetta nú? Nú er öldin önnur, sem betur fer, nú er allsstaðar yfirfullt af mat. Bara að rétta út hendina, þá er þar matur til 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.