Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 22
húsi, með steintíglaskrauti í flestum litum, einkum þó gylltum, rauðum og grænum. Sést hann hvaðanæva í bænum. Svo var haldið í borgarhluta Araba eða Mára. Stræti þar eru að vísu steinlögð, en þau eru afar mjó og varla hægt að aka bifreið eftir þeim, en ekki var þarna sóðaskapur eins og í Suður-Spáni sjá- anlegur, en næst er mér að halda, að þegar vel sé að gáð, muni þar vera líkt um eða engu betra. Bílstjórinn ók okkur alveg sérstaklega að höll soldánsins hinni fornu, sem reist var árið 419 e. Kr. og er nú safn, vel við haldið. Safnvörðurinn, sem var múhameðstrúar, og einhver fljótmæltasti og málskrafsmesti mað- ur, sem ég hef á ævi minni hitt, og er ég þó í þeim efnum býsna góðu vanur, lét móðan mása um sögu Tanger og studdi frásögn sína með því að sýna okkur mikið mynda- og forn- gripasafn. Er í stuttu máli saga bæjarins þessi: 1 fornöld hét bærinn Tingis og munu Föníku- menn fyrstir til þessara stöðva komið hafa, en hvort þeir hafa reist borgina eða bæinn, er með öllu óvíst, en talið nokkurnveginn áreið- anlegt, að þeir hafi á þessum slóðum verið a. m. k. 1500 árum f. fæðingu Krists. Svo komu Egyptar, þar næst Grikkir, Karþagómenn, Rómverjar, Vandælir, Márar, hver þjóðin eft- ir aðra, og víst er það, að Tingis var um langt skeið í höndum Rómverja unz Vandælir náðu borginni og svo loks Arabar eða Márar. Nú er borgin, samkvæmt samningi sem gerður var í Algeciras 1906 milli stórþjóðanna í Norð- urálfu og soldánsins í Marocco. Frjáls borg, undir eftirliti soldánsins, en 24 manna nefnd skipuð 18 innbornum mönnum og 6 úr Evrópu, stjórnar málefnum Tangers. Fróðlegt var að kynnast sögu bæjarins, en þó miklu skemmti- legra að sjá herbergjaskipan í soldánshöllinni og kvennabúrin og var allt sýnt með rækilegum skýringum, einkum hvernig farið var með nýja konu. Hún átti nú fyrst og fremst að vera ung, gullfalleg og helzt óspjölluð, þó gat orðið undantekning á þessu síðasta atriði ef sérstak- lega stóð á, annaðhvort af praktískum ástæðum (diplómatískum) eða soldáninn stórhrifinn og þá máske í konu annars manns. En meðferð- in á drósinni eða konunni var eins fyrir allar. Fyrst var hún leidd inn í herbergi, ekki sér- lega skrautlegt að sjá og þar var hún afklædd. Svo var hún nakin sett í nokkurs konar kassa með strýtu upp úr, líktist mest kramarhúsi á hvolfi, sem hún mátti stinga höfðinu upp í, svo hún gæti andað, en að öðru leyti varð hún að sitja á hækjum sér eða flötum beinum í kassanum. Aldrei gat ég fengið nákvæma út- skýi’ingu á því hvers vegna brúðurinni var troðið í kassann og hvaða rannsókn á henni fór fram þar, en þegar þessari kassavist var lokið, sem mér skildist að hafa staðið mestan part úr degi, þá var sú litla flutt inn í skraut- legt herbergi, sem fremur líktist litlum sal með dýrindis ábreiðum og silkitjöldum og þar var hún svo færð í síðar sallafínar silkibuxur og silkitreyju og skikkju, mjallahvítt allt saman, og á hana hengt alls konar skraut og nú fékk soldáninn að koma og sjá konuefnið. Svo var sezt að snæðingi við sívalt borð, fagurlega steinlagt, eða réttara er að segja við borðrönd, því borðið var opið í miðju, aðeins breið brík eða rönd að setja á diska eða það, sem etið var. Soldáninn sat í hásæti fyrir aftan borðið og hjá honum sú síðasta eða nýja, en kring- um borðið krupu eða sátu á bossum sínum þær gömlu (þ. e. eldri konur), því engir voru þarna stólar eða önnur sæti. Hljómsveit spil- aði, dansmeyjar stigu dans og fleira var til skemmtunar haft, unz soldáninn vildi fara að hátta. Þá var farið inn í næsta herbergi hjá borðsalnum, þar var daman svo aftur afklædd og lögð upp í stóran hvílubekk og svo kom „Dáni“. Framan við þessi herbergi, sem voru aðskilin með þunnum veggjum, fagurlega skreyttum og sem loka mátti með dýrindis silkitjöldum marglitum, var svo forgarður eða salur opinn með súlnagöngum mjög fallegur. Fram af honum láu svalir, en frá þeim sást yfir borgina alla og flóann. Þar fengum við okkur öl og vín og verzluðum við múhameðs- trúarmennina. Laust fyrir hádegi héldum við ofan að skipi og verzluðum bæði við Araba og Spánverja á leiðinni og voru viðskiptin góð, því verð er lágt í fríhafnarbænum. Að vörmu spor hélt ég aftur á stað með Jóni skipstjóra, en herra Bitton hafði boðið okkur dádegis- verð í matstofu á baðströndinni. Ók hann okk- ur um hið fallega og bjarta breiðstræti „Avenue de Espagne", sem er meðfram höfninni eða flóanum. Þarna fengum við carrýstöppu eða réttara bita úr hænsnum í carrýsósu með hrúgu af hrísgrjónum og skammtarnir ósviknir, svo ég stundi við, en Jón og Bitton fengu sér aft- ur á diskana og þótti mér reyndar ekki undar- legt um skipamiðlarann spánska, því hann var í vaxtarlagi ekki ólíkur skipamiðlara Þorvaldi Stephensen í Reykjavík, sem og kvað vera mat- maður mikill. Gaman var að heyra hversu vel Jón talaði frönskuna, en henni er ég að mestu búinn að týna niður. Fátt var af baðgestum þarna, þeir dvelja helzt í Tanger á veturna, sem ráð á því hafa. Það dróst fram undir mið- aftan að farið væri og skrapp ég því enn einu sinni upp í búðirnar, en það var ákveðið okk- 5D VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.