Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Qupperneq 27
ERLENDAR FRÉTTIR.
7/10. Lagt hefur verið fram í
finnska þinginu frumvarp um að
Finnland gerðist aðili að Norður-
landaráðinu, en það hefur verið
utan þess.
12/10. Verkamannaflokkur Japans,
sem hefur verið klofinn í tvennt í
4 ár, ætlar að sameinast á ný. Verð-
ur hann stærsti flokkur landsins með
255 þingsæti.
•
14/10. Talið er að um 1200 manns
hafi farizt í hinum miklu flóðum,
sem nú geysa í Norð-vesturhluta
Indlands.
•
16/10. Kveðinn hefur verið upp
dómur í Þórshöfn yfir 31 Færeyingi
vegna átakanna út af læknamálinu í
Klaltksvík.
18/10. Brezkum vísindamönnum
hefur tekizt að fletta húðinni af
bakteríum og segjast þar hafa stigið
skref í áttina til þess að búa til
líf með efnafræðilegum aðferðum.
•
19/10. Búizt er við að í náinni
framtíð muni fyrsta kjarnorkuknúna
flugvélin hefja sig til flugs, annað
hvort í Sovétríkjunum eða Banda-
ríkjunum.
•
21/10. Sænskur lífefnafræðingur,
Hugo Theorell, forstöðumaður líf-
efnafræðistofnunar Nóbels í Stokk-
hólmi, var sæmdur Nóbelsverðlaun-
unum í lífeðlis- og læknisfræði.
•
23/10. Hæstiréttur Bandarikjanna
hefur nú ákveðið, að rannsókn skuli
fara fram á tengslum General
Motors-fyrirtækisins og Du Pont-
ættarinnar.
25/10. Einstæður fornleifafundur
var nýlega gerður í Danmörku, þeg-
ar skartgripir úr gulli fundust í
gröfum frá bronsöld.
•
27/10. Utanríkisráðherrar Banda-
ríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna
koma saman til fundar, sem haldinn
er í Genf í Sviss.
29/10. Danska stjórnin hefur á-
kveðið að reisa nýtízkulega 24 kw.
útvarpsstöð á Grænlandi. Verður
hún reist á eyju í mynni Godthaab-
fjarðar.
•
31/10. Ben Moulay Arafa Marokko-
soldán hefur lagt niður völd, og
beðið þjóðina að sameinast um Sidi
Mohammed Ben Youssef, fyrrver-
andi soldán sem þjóðarleiðtoga.
1/1. Bardagar hafa brotizt út milli
ísraelskra herflokka og egypzkra fyr-
ir sunnan afvopnaða svæðið nálægt
Gaza.
•
3/11. Norska stórþingið hefur á-
kveðið að veita yfirmanni flótta-
mannastofnunar S. þ., Hollendingn-
um dr. van Heuven Goedhart friðar-
verðlaun Nóbels fyrir árið 1954.
•
5/11. Mikil flóð eru nú í British
Columbia í Kanada og Washington-
fylki í Bandaríkjunum, og hafa mörg
hundruð fjölskyldur orðið að flýja
heimili sín.
•
7/11. Mikil ólga ríkir nú í lönd-
unum Afganistan og Pakistan vegna
þess að þau hafa slitið stjórnmála-
sambandi hvort við annað.
9/11. Undirbúningur er hafinn að
byggingu stlflugarðs í Níl í Egypta-
landi, sem verður sá mesti í heimi.
Búizt er við að það muni taka 10.000
menn í 10 ár að byggja stífluna.
•
11/11. Ameríska verkalýðssam-
bandið CID hefur nýlega gefið am-
eríska Rauða krossinum 187 þúsund
dollara til styrktar þeim, er illa
urðu úti í flóðunum í Bandaríkjun-
um í sumar.
13/11. Jarðfræðirannsóknir í Nor-
egi hafa leitt í ljós, að talsvert magn
úraníums er í jörðu á svæðinu við
Modum skammt frá Osló. Er þetta
mesti úraníumfundur þar í landi til
þessa.
•
14/11. Bylting gerð i Brazilíu og
stendur herinn að henni. Forsetan-
um Luz hefur verið vikið frá. — Um
100 fangar á eynni Kýpur gerðu
uppþot og reyndu að brjótast út úr
kastalafangelsi þar á eynni.
•
16/11. Tuttugu og þriggja ára
gamall Bandaríkjamaður hefur játað
að hafa komið fyrir vítisvél í flug-
vél, sem fórst fyrir skömmu með
öllum innanborðs, 44 mönnum.
•
18/11. Til óeirða kom í Klakks-
vík, þegar dómar í máli Klakksvik-
urmanna voru gengnir. Var rafmagn
rofið, vegir tepptir og grjótkast gert
að lögreglumönnum.
20/11. Bandarískur leiðangur, er
var að leita að týndum fjársjóði,
hefur fundið heilan skipsfarm af
gulli og silfurpeningum á botni Vigo-
flóa á VesturstrÖnd Spánar.
22/11. 10 manns voru drepnir og
24 særðir í óeirðum, sem urðu í
Bombay á Indlandi nýlega. Eru þetta
mestu óspektir, sem orðið hafa þar
árum saman.
24/11. Fimm fyrrverandi opinber-
ir starfsmenn í Grúsíu hafa verið
skotnir fyrir föðurlandssvik, og tveir
aðrir dæmdir til langrar fangelsis-
vistar.
VIKINGUR
55