Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Side 8
Hefur reynzlan sýnt, að fiskgöngur upp á grunnmiðin vvrðast bókstaflega stöðvast við þessa margföldu girðingu botnvörpuskipanna fyrir utan. Segja tog- araskipstjórar t. d., að í haust hafi verið slík fisk- gengd úti fyrir Djúpál, að þeir muni tæpast annað eins. En staðreynd er það, að þær fiskigöngur hafa ekki komið inn á bátamiðin, og hafa vélbátar búið við sama tregfiskið og verið hefur, síðan línunni var breytt. Er nú svo komið, að útgerðamenn og sjómenn á Vestfjörðum eru að gefast upp á vélbátaútgerð, sem þó hefur lengstum verið aðallífsbjargarvegur fólks- ins í þessum landshluta. Hér er líka um það að ræða, að friðun landgrunns- ins á Vestfjarðarsvæðinu hefur orðið fyrir skerðingu vegna aukins ágangs innlendra og erlendra togveiði- skipa. Um nauðsynina á því að tryggja fiskimiðum vélbátaflotans á Vestfjörðum aukna friðun eða vernd, er ekki hægt að deila. Reynslan hefur þegar sýnt, að hér liggur við, að aðallífsbjargarvegur fólks- ins í heilum landshluta sé að leggjast í örtröð, ef ekkert verður að gert. Þá stendur hér og alveg sérstaklega á: Hvergi hag- ar þannig til annars staðar við strendur landsins, að Ihmveiðasvæðin liggi öll utan við friðunarlínu og auðug togaramið, eins og „Halinn", liggi ]>ar fyrir utan og valdi því, að enginn friður er fyrir vélbátana að athafna sig á liinum hefðbundnu vélbátamiðum. Það má því segja, að hér sé um að ræða lifsnauð- synjamál, sem ékki getur skapað neitt almennt for- dæmi annars staðar“. í því máli, sem hér er rætt, vil ég einkum leggja áherzlu á orð frumvarpsflytjanda, að það sem á sér stað á Vestfjörðum „getur ekki skapað neitt alment fordæmi annarsstaðar". Það var því síður en svo af fyrirhyggju gjört eða af vinsemd við málstað Vestfirð- inga, að þingmenn Austurlands, að heita má allir með tölu, ruku upp með breytingartillögur við þingsálykt- unartillögunni um stækkun friðunarsvæðisins fyrir Vest- fjörðum, enda fæ ég ekki séð, að leitast hafi verið við í þingskjali 501, að rökstyðja hana á nokkurn hátt. Nær hefði verið að doka við, sjá hvernig þingsályktunar- tillögunni reiddi af, bæði innan Alþingis og utan, held- ur en setja straks fyrir hana fótinn. Ég kemst svona að orði sökum þess, að í fyrsta lagi hefir skapast alveg sérstakt neyðarástand við Vestfirði og stækkun frið- unarsvæðisins er miðað við nefnt ástand þar, en þing- menn austfirðinga krefjast nú hvorki meira né minna, en að friðunarlínan fyrir öllu Austurlandi og Suðaustur- landi njóti sömu stækkunar þ. e. sé færð 16 sjómílur utar en núgildandi grunnlínupunktar ákveða. Mér er spurn? Á hvaða rétti eru þessar kröfur reistar? Þær styðjast ekki við forsemdur eða dómsorð dómstólsins í Haag, og ekki er svipað því eins þröngt fyrir dyrum eystra eins og vestra. Síðar í þessum pistíi mínum mun ég aftur víkja lítillega að 16 sjómílna landhelgi, en halda fyrst í stað ferðinni áfram inn í hinn mikla Breiðafjörð og er það aðeins Þórólfur Ágústsson, sem að þessu sinni hefir- bænheyrt mig. Breiðfirðingar gerðu svo góð skil 1953, að ég má vel við una, enda alþjóð kunnugt orðið úr fréttum dagblaðanna og útvarpsins, hvílíkur uppgripa afli var í Ólafsvík og Grundarfirði á þessu líðandi ári, sem eflaust er að mestu leyti friðuninni að þakka. Bréf Þórólfs er skrifað í marzlok s. 1. og ber því vott um hversu mjög hafa aukist fiskigöngurnar um Kolluál þegar á árinu 1954, og segist honum þannig: „Eins og hið fyrra sinn snéri ég mér til for- manns Fiskideildar .Stykkishólms, hr. Ágústar Páls- sonar, skipstjóra, og fer hér á eftir álit hans á því, hve áhrif friðunin hefur haft á fiskigöngur og aflabrögð hér í þessari verstöð. Þó skammt sé umliðið síðan landhelgislínan var færð út, og Breiðafjörður alfriðaður fyrir botn- vörpu og dragnót, gætir þess samt í auknu afla- magni, og þá sérstaklega virðist sumarafli hafa glæðst að mun. Það verður alstaðar vart við fisk, þar sem síli finnst, en áður var það svo, þó síli væri nokkuð, varð ekki fiskivart, sem heitið gæti. En nú má ganga að því vísu, þar sem síli sést er ávallt meira og minna af fiski að sumrinu, það er eins og maður sjái fjárbreiður dreifa sér óhult- ar um grösug afréttarlönd. Um vetrarafla er það áberandi munur, hvað afla- magn hefur aukist ár frá ári, og aldrei verið annað eins og það sem af er þessari vertíð, síðan árið 1947. Þess hefir ljóslega gætt í vetur frá byrjun hvað fiskur hefur verið staðfastur við Kolluálsdýpið, sunnan fyrir Öndvarðanes og aðallega að Skútu- grunni, og má heita að fiskur hafi aldrei verið fyrir ofan 100 faðma dýpi og ofaná 160 faðma og er það alit góður og sérstaklega feitur fiskur, lifrarmikill. Hvað því veldur er ekki gott að slá neinu föstu um, en sjómönnum dettur í hug að nokkru valdi ágengni togara út í Jökuldjúpi, sem eru þar staðfastir árið um kring, og leita eins fast að landhelgislínunni, eins og þeir þora, og margir lóðabátasjómenn telja þá innan línunnar á stundum, og gera þeim oft þungar búsifjar á lóð- um þeirra. Það hefir vakið eftirtekt sjómanna, hvað fiskur- inn kemur seint á grunnið á þessari vertíð. Hvað því veldur er ráðgáta. Mönnum hefir dottið margt í hug, svo sem breytt hitastig, og þar af leiðandi lítið æti, eða skemmt „haglendi“, sem ekki hefir náð jafnvægi eftir öll þau ár sem botnvarpa og dragnót gnauðuðu á þessum slóðum“. Framhald. 4 4 4 — Smœlki — — Hæverskasti maðurinn, sem ég nokkru sinni hef kynnzt á lífsleiðinni, er fyrsti vinnuveitandi minn, mælti þekktur atvinnurekandi. Dag nokkurn stefndi hann mér til skrifstofunnar og er ég stóð þar, mælti hann: — Sonur sæll. Ekki veit ég hvernig við förum að því að komast án þín, en við ætlum samt að reyna það og byrja næstkomandi mánudag. 64 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.