Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Page 14
um og beitti suður með landi, það sem náði.
Vindur fór vaxandi. Síðari hluta dags skall stór
alda yfir skipið, sem braut skjólborð í vindsíð-
unni og sópaði öllu lauslegu af þilfarinu útbyrð-
is. Sjórinn slengdi mér niður þar sem ég stóð
aftarlega á þilfarinu og skolaði mér aftur á
skipið þannig, að ég náði með annari hendi í
öldustokkinn að aftan en hékk með allan lík-
amsþunga útbyrðis. Á einhvern óskiljanlegan
hátt lyfti sjórinn mér, svo að ég náði tökum með
báðum höndum, svo þegar skipið á næstu öldu
reisir sig upp að framan og dýfir sér niður að
aftan, get ég dregið mig inn fyrir. f þessu
augnabliki fannst mér ég vera að drukna. En
um hræðslu var ekki að tala, til þess hafði ég
engan umhugsunartíma.
Aftur á móti fann ég til hræðslu, þegar ég
haustið 1901 flutti með kútter „Golden Hope”
frá Seyðisfirði til Reykjavíkur með konu, tvö
börn og búslóð. Það var 1 októbermánuði. Ég
hreppti vestan mótvinda með suðurströndinni.
Segl og útreiðsla öll var gömul og úr sér geng-
in og gæta þurfti hinnar mestu varúðar. Sorti lá
yfir landinu. Hægviðri var á en þungur suðvest-
an sjór. Um hádegisbil á fjórða degi eftir burt-
förina frá Seyðisfirði gat ég reiknað út breidd-
ina, og samkvæmt leiðarreikningnum átti ég að
vera tæpar 3 sjómílur út af Skeiðarársandi. Það
lygndi og lognið hélzt fram eftir deginum. Ég
sá ekkert til lands, en aldan bar skipið upp und-
ir sandinn og eftir dýpinu að dæma, áttum við
að vera komnir nálægt landi. Þá greip mig
hræðsla. Ég hafði aleigu mína um borð — þar
sem var konan og börnin. Væru úti dagarnir,
átti það fyrir okkur að liggja að lenda á Skeið-
arársandi, hugsaði ég með mér. Ég hafði varp-
anker tilbúið en átti þó á hættu, ef ég legðist
við það, að ég næði því ekki upp aftur með
þremur hásetum, sem ég hafði með mér. En
brátt kom kul á norðvestan, svo ég gat siglt burt
frá landinu.
Mér er sagt aö koma upp.
Árið 1894, þegar ég var skipstjóri með kútt-
eran „Verðandi”, kom fyrir einkennilegur at-
burður, er ég vil skýra frá eins og hann bar
fyrir mig. Það var seinnihluta sumars. Ég var á
veiðum austur af Horni, norður og vestur af
Dröngum. Það voru sífelldar þokur og blæja
logn dag eftir dag og fengum við allgóðan afla.
Á þessum slóðum er mikið misdýpi svo ekki er
auðvelt að átta sig á því, þegar hvergi sér til
lands, hvort maður er nærri eða fjærri landi.
Það var farið að halla degi, önnur vaktin var
á þilfari og hafði reitings afla af stútungs fiski.
Lognið var sama og þokan var jafn þétt og áður,
7n
og hvað dýpið snerti, virtist ekki vera ástæða
til þess að hræðast landið. Ég fór niður í klefa
minn í káetunni og lagðist á bekkinn og sofna.
Ég hafði aðeins blundað ofurlitla stund, þegar
ég vakna við það, að mér finnst einhver vera
standa fyrir framan mig á gólfinu og að því er
mér virðist ungur kvenmaður á hvítum lérefts-
kjól, sem benti með hendinni á dyrnar, og við
það glaðvakna ég og sé ekki neitt. Ég áleit þetta
vera fáfengilegan draum, sný mér á hina hlið-
ma og ætla að spfna aftur. Þegar ég hafði lokað
augunum og var í þann veginn að sofna, heyr-
ist mér kallað með hárri, skærri röddu:
„Matthías, ætlaröu ekki að koma uppV' Ég
stend upp í flýti og fer upp á þilfar en sé engan
mann á þilfarinu, og höfðu þeir þá farið ofan
— því klukkan var hér um bil tíu um kveldið —
til þess að drekka kvöldkaffið, því fiskur hafði
þá tregðast. Ég hrópaði til þeirra, og kom þá
öll vaktin þegar upp, og spyr ég þá, hver hafi
kallað á mig. Þeir sögðu, að enginn hefði kallað,
þeir séu búnir að vera stutta stund niðri, því
þeir höfðu ekki orðið varið við fisk og ætluðu
sér að drekka kaffið allir í einu. Ég sagði, að
það væri áreiðanlegt, að einhver þeirra hefði
kallað á mig og skipað mér að koma upp, en
þeir neituðu því allir, enda höfðu þeir allir verið
niðri, — sem ég ávítaði þá fyrir — og betri
sönnun væri ekki hægt að fá.
Lognið var eins og áður og þokan svo þykk,
að ekki sá út fyrir borðstokkinn, en það var eins
og norðaustan lifandi vindbára væri farin að
gera vart við sig. Ég staldra ofurlítið við uppi
á þilfarinu og legg eyrað við og hlusta, því það
er eins og ég heyri eitthvað, sem ég get ekki
skilið í hvað sé. Ég bið piltana vera hljóða og
hlusta með athygli. — Það er engin misheyrn,
það er eins og fossniður að heyra skammt frá.
Ég skipa strax að losa skipsbátinn og reyna að
di’aga skipið í stefnu út frá hljóðinu, þaðan sem
mér heyrist það koma. Mönnunum tókst brátt
að koma skriði á skipið, og skiftist vaktin á að
róa það frá landi, þar til vaktaskifti fóru fram
um miðnættið. Ég var ekki lengur í vafa um,
að þessi fossniður væri frá Dynjandafossi, sem
fellur til sjávar nokkrar sjómílur fyrir austan
og innan Horn. Brátt kom dálítill kaldi af norð-
austri og þokunni létti. öll segl voru sett til og
beitt út frá landi, og kom það í ljós, að við vor-
um staddir rétt út frá Dynjandafossi. Ég setti
stefnu fyrir Horn. Eftir tæpan klukkutíma var
komið stórviðri á norðaustan með talsverðri
kviku, eins og venjulega er í þeirri átt á þessum
slóðum. Svo fór ég að hugleiða það með sjálfum
mér, að ég hefði verið heppinn að vakna á svona
Framh. á bls. 80.
VÍ KIN G U R