Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Qupperneq 20
Síðostn orusto Bismorcks Kl. 10,40 hinn 27. maí 1941 sökk þýzka or- ustuskipið Bismarck yfirbugað af ofurefli liðs. Það er nú fyrst eftir rúm 14 ár að nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um þau átök, sem þarna áttu sér stað í einni af stórkostlegustu sjóorust- um, sem háð var í síðustu styrjöld. Eftirfarandi frásögn er byggð á bæði þýzk- um og enskum heimildum, og eru þær samhljóða í aðalatriðum. Dimmt maikvöld 1941 lögðu þýzka orustu- skipið Bismarck og þungvopnað beitiskip, Prinz Eugen út frá lægi sínu í Gotenhafen. Flota- stjórnin þýzka hafði ætlað þeim sérstakt þýð- ingarmikið hlutverk, en það var framhald af nokkurskonar „hreingerningu”, eins og flota- stjórnin orðaði það, á brezkum skipalestum á Atlantshafi, sem orustuskipin Scharnhorst, Gneisenau og Admiral Hipper höfðu haldið uppi. Tvö birgðaskip og 5 tankskip biðu sitt á hverjum stað í norsku fjörðunum og úti á At- lantshafi. 20 maí sigldi svo flotinn út í Kattegat undir heiðbláum himni og á spegilsléttum sjónum er siglt með stefnu á norsku ströndina. Fjöldi hlutlausra skipa á suðurleið mætir þeim, en ekkert þeirra sendir út loftskeytamerki og árla morguns 21. mai renna þessir 2 þýzku bryndrekar inn á Korsfjörðinn fyrir utan Berg- en með 3 tundurspilla á hælum sér. Um sama leyti berast bresku flotastjórninni fregnir um 2 þýzk orustuskip með sterku fylgdarliði og 11 flutningaskipum hefðu siglt í gegnum Kattegat á norður leið. Könnunarflugvélar voru þegar sendar á vettvang og þeim falið að rannsaka iiorsku firðina. Flugvélarnar komu auga á 2 stór orustuskip í Grimstað firðinum við Bergen, og eftir að ljósmyndir höfðu verið framkallaðar kom í ljós, að hér var um að ræða Bismarck og þungvopnað beitiskip af Hipper gerð. Foringi brezka heimaflotans Sir John Towey aðmiráll, sem lá með aðalflotastyrk sinn í her- skipalæginu í Scapa Flow, gaf þegar í stað út eftirfarandi skipanir. 1. Beitiskipin Suffolk og Norfolk gæta haf- svæðisins milli Grænlands og Islands. 2. Beitiskipin Birmingham og Manchester haldi vörð á hafinu milli Islands og Fær- eyja. 3. Beitiskipið Arethusa taki sér stöðu í Hval- firði tilbúið til útrásar. 4. Allra siglingaleiða út í N.-Atlantshafið verði gætt af könnunarflugvélum. 5. Allur brezki heimaflotinn sé tilbúinn til orustu. Síðdegis 21. maí varð skjót veðurbreyting, Regnskýin æða yfir dimman himininn og innan stundar breytist hinn kyrrláti sjór norsku f jarð- anna í krappar hvítfextar öldur. Um tíuleytið um kvöldið heldur þýzka flotadeildin úr höfn. Skyggni er ekkert. Slydda og hríðarél sveipast u.m herskipin, sem sigla með fullri ferð út á úfið Atlantshafið. Bretar undirbúa nú sem óðast árásir með tundurskeyta- og sprengjuflugvélum á þýzku herskipin í birtingu 22. maí. Orustuskipin Hood og Prince of Wales ásamt 6 tundurspillum undir stjórn Holland varaaðmíráls fá skipun um að leita á hafinu milli Islands og Færeyja. Þennan dag er norska ströndin hulin dimmviðri og regni. Könnunarflug var þýðingarlaust. Um borð í brezka forustuskipinu bíða menn milli vonar og ótta. Hafi þýzku herskipin lagt út, vinna þau dýr- mætan tíma. Liggi þau hinsvegar í höfn meðan brezkar flotadeildir halda uppi leit, var það til- gangslaus eldsneytiseyðsla. Aðmirállinn ákvað að liggja um kyrrt í Scapa Flow með meginhluta flotans. Dagurinn líður að kvöldi. Allt í einu kl. 1920 fær hann til- kynningu um að þýzku herskipin séu hvergi að finna við Bergan. Kl. 2100 leggur svo allur brezki flotinn úr höfn í þeim eina tilgangi að leita uppi þýzka flotann og — gjöreyða honum. Að kvöldi hins 23. maí er þýzka flotadeildin komin djúpt NA af Vestfjörðum. Um borð í Prinz Eugen situr frívaktin að snæðingi. Dimm- ur þokubakki hylur ströndina, en í vestur átt er hið bezta skyggni. Allt í einu hljóma varðbjöll- urnar um allt skipið. Við þokubakkann á bak- borða sást til skips á suðvesturleið. Það snar- beygir og hverfur inn í þokuna. Fjarlægðin var það mikil að ekki var hægt að greina skipið 1 76 VÍ KIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.