Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Síða 24
unarflug’vél, að Bismarck hafi breytt stefnu í
N, og skömmu síðar önnur tilkynning um að
Bismarck stefni í NNV. Þetta er óskiljanlegt.
Stefna Bismarcks ætti að vera SV. Hvað hefir
•skeð? I næturmyrkrinu getur flugvélin ekki
lengur fylgst með ferðum Bismarcks. Er þetta
brella hjá honum til þess að snúa á Bretana?
Skyldi nú þýzka orustuskipinu eftir allt saman
heppnast að læðast á brott frá óvininum, með-
an ekki tekst að fylgjast með ferðum þess. En
þá kom Vian til sögunnar. Einn af tundurspill-
um hans, Zulu, hefir orðið Bismarcks var og
gefur strax merki. Frekari upplýsingar frá
Zulu herma, að hraði Bismarcks sé aðeins
nokkrar sjómílur og að hann taki óeðlilega þung-
ar veltur í ofviðrinu. Hefir Bismarck orðið fyrir
tundurskeyti ? Towey aðmiráll breytir stefnu í
NNA með það fyrir augum að ná Bismarck í
morgunskímunni. Hann hættir ekki á næturor-
ustu, en lætur Vian um að gera það, sem hann
getur, þar til birtir af degi og lokaorustan hefst.
Hættulegasta orustuskip veraldar, útbúið
margbrotnustu og nýjustu sjóhernaðartækjum
heldur sjó með hægri ferð. Öldurnar ríða yfir
skipið og sjávarlöðrið hylur það öðru hvoru.
Bismarck veltur þungt eins og vængstífð haf-
örn. Loftvarnabyssurnar eru þagnaðar. Sund-
urtætt ský æða yfir himinhvolfið líkt og væru
það útskúfaðir andar, og það hvín í rá og reiða
þessa óveðursnótt.
Lútjens aðmiráll skilur að þetta eru lokin.
Þýzka flotaherstjórnin, sem hafði sent honum
loftskeyti um að í dögun myndi hún senda flug-
vélasveitir og kafbáta til að verja síðasta spöl-
inn til franskrar hafnar, tilkynnir nú, að ekkert
sé hægt að gera nema að veðrinu sloti, — og þó
þeytast brezkar flugvélar fram og aftur eins og
hafgammar, frá veltandi móðurskipi.
Varðbjöllurnar á Bismarck glymja. Tundur-
spillaárás. Vian var kominn þar með tundur-
spilla sína og Þjóðverjar skjóta sem ákafast.
Skotblossarnir rjúfa næturmyrkrið. Líkt og
eldspúandi dreki dregst Bismarck í NA átt,
þangað sem eyðileggingin bíður.
Brezku tundurspillarnir verjast áföllum, skot-
hríðin heldur þeim frá og þeir komast ekki í
færi Þeir skjóta öflugum ljósblysum á loft og
ráðast aftan að Bismarck, hvort árásin bar
nokkurn árangur verður aldrei vitað, en orustu-
skipið lónaði áfram eins og ekkert hefði ískor-
ist. Það birtir af degi og á Bismarck hvíla menn
sig við fallstykkin.
I dagrenningu hefur fyrsta könnunarflugvél-
in sig á loft frá Ark Royal. NV stormur geys-
ar sem fyrr með úrhellis rigningu. Norfolk,
BO
sem áður kom við sögu nálgast Bismark aftur
ákveðinn í að missa ekki af lokaþættinum og
kl. 08.15 sér hann orustuskip, sem hann heldur
vera Rodney og sendir út kennimerki þeirra.
Þegar nær dregur sér Norfolk að þetta er Bis-
marck og forðar sér sem óðast úr skotmáli hins
hættulega óvinar. En kl. 08.43 sér brezka or-
ustuskipið Birmarck sem gráan skugga í morg-
unskímunni. KI. 08.47 hefur Rodney lokaþátt-
inn með skothríð úr 40,6 sm. fallbyssum, sem
íylgt var eftir af skothríð frá King George V.
úr 10 35,6 sm. fallbyssum.
Tveim mínútum síðar svarar Bismarck með
skothríð á Rodney, en kúlurnar koma hvergi
nærri. Norfolk og annað brezkt beitiskip bætast
nú í hópinn og Bismarck liggur undir skothríð
úr öllum áttum og skot frá honum verða óreglu-
leg. Eftir því sem síðar upplýstist varð stjórn-
turn fallbyssna Bismarcks fyrir skotum 15 mín-
útur eftir að lokaorustan hófst.
Brezku herskipin láta nú „breiðsíðurnar”
dynja á Bismarck, sem ekki lætur lengur að
stjórn og brátt er bókstaflega öll yfirbygging
skipsins skotin burtu. Skipið er alelda stafnanna
á milli, en þótt undarlegt kunni að virðast eru
ennþá lifandi mannverur um borð og úr nokkr-
um fallbyssum er skotið — út í bláinn.
Svo hljómar síðasta skipunin á Bismarck: —
Klárir að sökkva skipinu. — Úr 3000 metra
f jarlægð skýtur brezka beitiskipið Dorsetshire
tveimur tundurskeytum, sem springa á Bis-
marck miðjum, orustuskipið leggst hægt á hlið-
ina og hverfur í djúpið.
G. Jensson þýddi lausl. úr Svenska Vástkustfiskaren.
Sjóferðir í misjöfnu veðri
Framh. af bla. 70.
einkennilegan hátt og að óvíst hefði verið hvern-
ig farið hefði og ekki ólíklegt, að við hefðum
lent á boðunum fyrir utan Strandirnar.
Rétt þykir mér að bæta því við, að þegar ég
keypti skipið í Svíþjóð árið áður, hafði ég heyrt
munnmæli um það, að finnskur stóreignamaður
hefði látið byggja skipið og haft það fyrir
skemmtisiglingaskip í Austursjónum á sumrin
fyrir sig og fjölskyldu sína. Eitt sinn í stormi,
er hann hreppti við Álandseyjarnar, hafði dótt-
ir hans átján ára gömul dottið út og drukknað.
Eftir það átti hún að hafa gjört vart við sig
undan vondum veðrum eða ef hætta vofði yfir.
VÍKINGUR