Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Síða 27
5/1. Bandarískur þingmaður, Henry Jackson, hélt þvi fram að Rússar réðu yfir eldflaugum, sem hægt sé að senda 2400 km. og mætti skjóta frá Sovétrikjunum á allar þær her- stöðvar, sem Bandaríkjamenn hefðu utan þeirra eigin lands. — Mesti bylur um margra ára skeið geysar 1 Norður-Noregi og hafa samgöngur rofnað milli suður- og norðurhluta landsins. — Bandaríkjamenn hafa lok 'ð við að smiða “hnött”, sem þeir nunu von bráðar senda út í geym- >nn, og á hann að snúast kringum Jórðina sextán sinnum á sólarhring. ~~ Dulles, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, lýsti því yfir, að þrisvar hefði verið komið í veg fyrir styrjöld 1 Iíóreu, Indó-Iíína og á Formósu •ueð því að Bandaríkin hefðu hótað að nota atom- eða vetnissprengjur. ~~ Norrænir atomvísindamenn ræða uu möguleikana á þvi að koma upp sameiginlegri atomstöð fyrir Norð- urlöndin.— Norska rannsóknarskipið G.O. Sars hefur fundið síld langt utl í hafi á leið upp að norsku ströndinni og bíða nú norsku síld- Veiðiskipin albúin með nætur sínar. • 6/1. Reuter skýrir svo frá, að full- trúar allra þeirra samtaka, sem standa að sjávarútvegi í Englandi, hafi tjáð sig fúsa til þess að gang- ast inn á málamiðlunartillöögu þá, sem Efnahagsstofnun Evrópu hefur ^ugt fram til lausnar deilu Islend- 'uga og Breta um landhelgislínu Is- lands. Tillagan er þess efnis, að Kretar aflétti löndunarbanninu gegn bví að íslendingar láti staðar numið °g færi landhelgislínu sína ekki út fyrir núverandi 4 mílna landhelgi. • 6/1. Landsskjálfa hefur orðið vart æ^i í Chile og Mexico og manntjón mðið. — Sænskt skip fórst eftir að afa rekizt á tundurdufl undan Jót- andsskaga, áhöfnin komst í báta og V í K I N G U R bjargað. — Ástandið í Jórdaníu er sagt alvarlegt, en konungurinn hef- ur neitað að gerast aðili að Bagdad- bandalaginu, að sagt er vegna undir- róðurs Arabaríkjanna. — Útflutn- ingsverðmæti Norðmanna hafa tvö- faldast á undanförnum 6 árum og var á síðasta ári 4,5 milljarðar n. kr. Þó finnst Norðmönnumr ekki nógu vel búið að útflutningnum og telja að meira tillit beri að taka til hans, ef hægt verði að koma lagi á gjaldeyrismál landsins. • 12/1. Töluverð verðlækkun hefur orðið á matvælum í Bretlandi. Lækk- aði verðlag á tei, nýju kjöti, ali- fuglum og eggjum, niðursuðuvörum, ávaxtamauki og marmelade. Hús- mæður áttu verulegan þátt í því að hrinda af stað verðlækkuninni. 16/1. Bulganin markskálkur seg- ir, að Rússar séu reiðubúnir að taka upp stjórnmálasamband við allar þjóðir Suður-Ameriíku og hefja við- skipti við þau. — Eisenhower legg- ur fram fjárlagafrumvarp á þingi Bandaríkjanna, og eru útgjöldin áætluð 66 þús. millj. dollarar. Meira en % af þessari upphæð verður var- ið til landvarna, smíði kjarnorku- tækja og til aðstoðar við erlend ríki. — Ráðstefna haldin í London um brezka sjávarútveginn. Lýstu fulltrúar allra greina sjávarútvegs- ins yfir því, að þeir tjáðu sig fúsa til að fallast á að aflétta nú lönd- unarbanni á íslenzkum fiski í sam- ræmi við sáttartillöögur, sem fram hafa komið í efnahagssamvinnu- stofnuninni. Á fundinum í London voru mættir G.RJI. Nugent Hender- son Stewart og John Hope lávarð- ur, sem allir eru aðstoðarráðherrar. • 20/1. öryggisráð S.þ. hefur sam- þykkt vítur á ísraelsmenn fyrir árás á Sýrlendinga við Galelíuvatnið í desember s.l., en þá féllu 56 Sýr- lendingar. — Mike Mansfield öld- ungardeildarþingmaður hefur í ræðu krafizt þess, að utanríkisstefna Bandaríkjanna verði endurskoðuð, vegna uppljóstrana Dulles utan- ríkisráðherra í tímaritinu Life. • 21/1. Óeirðir hafa verið miklar á Kýpur vegna sjálfstæðisbaráttu eyj- arskeggja, og ekki séð fyrir endan á því ástandi. — Kuldabylgja gengur yfir Mexico og hafa ekki slíkir kuld- ar komið frá því í janúar 1906. — Heilbrigðissérfræðingar telja að um 30 millj. rottur séu nú á eynni Formósa, og hefur þeim fjölgað geig- vænlega upp á síðkastið, en aftur á móti er mikill kattarskortur á eynni. — Vegna mikilla áfengisneyzlu í Póllandi hefur stjórnin þar bannað sölu áfengis á launagreiðsludögum. — Fárviðri geysar á Norðursjó og lentu mörg skip í erfiðleikum, svo að draga varð þau til hafna. • 24/1. 29 fórust, er járnbrautarlest fór út af sporinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Er þetta eitt mesta slys, sem orðið hefur í Kaliforníu. — Zarubin, sendiherra Rússa í Was- hington, gekk á fund Eisenhowers forseta með boðskap frá Bulganin forsætisráðherra Sovétríkjanna. Er talið að um undirbúning mikilvægra samninga sé að ræða. — Vart verð- ur nú við afturkipp í bílaiðnaði Bandaríkjanna. Hafa Chryslerverk- smiðjurnar orðið að segja upp þriðj- ungi starfsmanna sinna um stundar sakir a. m. k. • 25/1. Atlee jarl, fyrrverandi for- ingi Verkamannaflokksins brezka, tók í gær sæti í lávarðadeild þings- ins í fyrsta skipti. Bar hann jarls- kórónu á höfði og á öxlum skikkju skarlatsrauða. • 26/1. Vetrar Olympíuleikarnir sett- ir. — Mollet falin stjórnarmyndun í Frakklandi. — Bulganin stingur upp á því í bréfi til Eisenhowers, að Rússar og Bandaríkjamenn geri með sér vináttusáttmála. • 29/1. 13 rússnesk síldveiðiskip tek- in að ólöglegum veiðum við strend- ur Noregs og farið með þau til hafn- ar. — Anthony Eden kominn til Washington og ræðir við Eisenhower forseta um samninga, sem fela í sér aukið öryggi fyrir friði í heiminum. B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.