Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Qupperneq 5
gerir maður stundum á svona stöðum. En nú var ég
að ná í egg, og þá fæ ég mig ekki til að gjöra nokkrum
fugli mein. Svo stóð ég upp, voru þá um 100 fuglar
eftir á kleifinni, sem ýmist höfðu leitað inn eftir skút-
anum, eða hugðust verja afkvæmi sín. Ég leit nú niður
til félaga míns. Hann sat þarna í bátnum, horfði upp
í bjargið og virtist fylgjast vel með þvi, sem þar var að
gerast. Fuglinn hentist- í sjóinn alla vegu við hann,
því þegar fugl ryðst svona skyndilega fram úr sillu,
nær hann ekki fluginu strax, heldur fellur fyrst, en svo
nær han fluginu að lokum, ef nógu hátt er fyrir neðan.
í þessum svifum ruddust nokkrir fuglar fram hjá mér,
ég ætlaði að stöðva þá, eða réttara paert eggin sem þeir
veltu á undan sér. Afleiðingin varð sú, að fuglarnir fóru
með enn meiri asa fram af brúninni, svo ég taldi víst
að einhverjir lentu í bátnum. En það var aðeins einn.
Ég sá Birgi bregða handleggjunum fyrir andlitið, þegar
súpan allt í einu virtist óumflýjanlega lenda á honum,
við það kom fát á einn fuglinn, svo hann bagsaðist
niður í bátinn við fætur hans. Birgir var fljótur að
grípa fuglinn og taldi ég þar með þann fugl úr sög-
unni. En Birgir fór mjúkum höndum um fugjinn, gældi
við hann eins og hann væri að þakka honum fyrir egg-
ið hans, sem ég myndi bráðlega færa honum, svo strauk
hann honum mjúklega um bakið og lét hann fljúga úr
hendi sér. „Þarna lýsti Birgir sjálfum sér rétt“, varð
mér að orði.
Ég sneri mér nú að eggjatínslunni, fyllti fyrsta kass-
ann, en tíndi svo í hinn. Mörg egg voru brotin eftir
hamfarir fuglsins. Ég skreið lengra inn í skútann,
sem lækkaði eftir því sem innar kom, síðast skreið ég
flatur í fugladritinu, lyktin var að vísu vond og ó-
þrifaleg urðu fötin, en þvo mætti þau seinna. En þarna
voru egg, það var aðalatriðið. Alls fékk ég þarna 300
egg. __
Ég gaf Birgi merki um að koma nær, svo fleygði ég til
hans færinu, sem honum tókst fljótlega að ná. Er hann
hafi aftur fært bátinn, hæfilega frá berginu, batt ég
hinn enda færisins í kassann, rakti svo niður hitt
færið og batt öðrum enda þess einnig í kassann og
gaf hann á því niður, en Birgir dró til sín um leið. Er
kassinn var kominn niður í bát, var hann losaður og
dreginn upp aftur. Er hann kom niður í síðara skiftið,
leysti Birgir úr honum færið, sem ég hafði og dró ég
það upp, því vissara var að hafa stuðning af bandi á
leiðinni niður.
Svo hófst ferðin niður. Ég gat hvergi fest bandi á
sillubrúninni, svo ég gæti haft stuðning af því niður í
hvosina, ég varð að komast það bandlaust. Er niður
í hvosina kom, hélt ég eftir ávalanum yfir á klett-
mn. Þar gat ég brugðið bugt úr færinu um snös, svo
öruggt var. Gekk svo ferðin niður vel. Svo sló ég til
íærinu og hrökk það þá af snösinni. Er ég hafði gert
Það upp, gaf ég Birgi merki um að koma uppað. Sjór
fóll út meðan ég var uppi, svo nú var mun betra við
hergfótinn. Birgir renndi liðlega uppað, ég henti mér
ó stafninn og ýtti frá um leið. Bjargferðinni var lokið.
Við höfðum 300 egg og ánægjuna, en brotið 2 árar.
Það var vel sloppið.
Við vorum ánægðir, ákváðum að fá okkur nestisbita
áður en við hæfum leitina að steinbítnum og lúðunni.
vTkin e u r
Ennþá var hörku norðurfall á röstinni, en þar skyldi
leita fiskjar. Er við höfðum snætt af nestinu, fórum
við að hugsa til hreyfings. Birgir fussaði og sveiaði
af mér lyktinni, kvað hana myndi fæla hverja fisk-
bröndu frá bátnum. Ég bauð þá upp á að fleyja fata-
ræflunum og láta eggin fylgja með, og gerði mig lík-
legan til að framkvæma það, en hann kaus þá heldur að
hafa hvortveggja og minnast ekki á lyktina. Svo keyrð-
um við út á fiskislóð. Við hugðum að færum okkar
meðan „Vonin" rann í rólegheitum út á röstina. Við
stöðvuðum bátinn og færum var rennt í sjó. Sá guli
tók heldur vel við okkur svona fyrst í stað, enda var
að líða að straumaskiftum. Einn og einn steinbítur
slæddist með. Goggum þeim er honum voru ætlaðir var
óspart beitt við aflífgun hans, kannske af hálfgerðri
vonzku, því satt að segja var okkur ekkert um að draga
svona fiska, vildum heldur þann gula. Leifar norður-
fallsins tók okkur hægt og rólega „frá og norður“, eins
og það er kallað. Svo kom suðurfallið, með allri sinni
hörku. Fór þá sá guli að missa lystina, einn og einn
lét þó enn glepjast af hinu girnilega steinbítsroði á
krókum okkar og hlaut dauða af. Okkur var farið að
leiðast. Ræddum um allt og ekkert, en að lokum um
pólitík. Birgir var jafnaðarmaður en ég sjálfstæðis-
maður. Umræðurnar voru hógværar í fyrstu, en hörðn-
uðu smám saman, þar til þær voru orðnar það heitar
að báðir voru orðnir ösku vondir. Ég sá Birgi, sem var
í skutnum, setja færið fast, ég ætlaði að gera slíkt
hið sama, því ég þóttist vita, að nú væri komið að úr-
skurði hnefanna. En nú var kippt svo harkalega í færið
mitt að ég nærri féll við. Tók ég að tosa í færið, þung-
inn var mikill, en skepna var það, það gaf titringurinn
á færinu til kynna. „Spraka“, æpti nú Birgir, og greip
til ífæru. Þar með vorum við sáttir. En ekki höfum við
minnst á pólitík síðan. Nú tók skepnan sem á færinu
var að ókyrrast, hún setti geysilegan rykk á, ég gaf
eftir á færinu, en nú gerðist alvarlegur hlutur. Skepnan
Stóð það á endum, að Birgir hafði hnýtt saman færin
gera venjulega, heldur tók skepnan út í sjó, aðeins
nokkrir faðmar eftir af færinu, sem var hent út. Ég
æpti því til Birgis: „Stikkaðu öðru færi við“. Það voru
fljótar og fumlausar hendur, sem hnýttu færin saman.
Stóð það á endanum, að Birgir hafði hnýtt saman færin
og hnúturinn fór i gegnum hendur mínar.
Hélt ég þá við færið svo sem ég þorði, gætti þess þó
að hafa átakið sem jafnast. Svo stoppaði skepnan
skyndilega. Ég tók að draga inn færið með jöfnum og
ákveðnum handföngum, tilbúinn að gefa eftir, ef rykkur
kæmi. Færið var þrinnað og þoldi varla meira.
Húfa mín hafðifarið niður fyrir annað augað, er
skepnan rykkti fyrst í, bað ég Birgi að lagfæra hana,
eða taka burt, ekkert augnablik mátti ég sleppa hendi
af færinu núna. Hann tók húfuna og kastaði fram í
barka. Ég var með hnútinn milli handanna, þegar
skepnan setti óskaplegan rykk á, og tók á rás. Það
kvein í færinu sem þaut út með ofsa hraða. „Hún slítur",
tautaði ég í örvæntingu, en við Birgir sagði ég:
„Þetta er ekki spraka Birgir minn. Ég hef oft dregið
sprökur og þú líka, en það líkist ekki þessu. Þetta er
einhver bölvuð ófreskja. Kannske skrímsli".
„En við verðum að ná þessari bölvuðu ófreskju, hver
165