Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Side 12
Matthías Þórðarson, fyrrv- ritstj.:
Asgeir Pétursson
Skýrt frd undirbúningi hans að stofnun íslenzkrar
nýlendu (útbú fra Akureyri) við Scoresby-sund
d Grænlandi, veturinn 1917—18.
SelveiZar.
í 7. og 8. tölublaði Víkings er skýrt frá Scores-
bysund og umhverfi, aðallega byggt á rannsókn-
um þeim, er skipsforingi C. Ryder, framkvæmdi
þar á árunum 1891—92.
Þrátt fyrir hina mjög svo hugðnæmu lýsingu
C. Ryders, er sagan þó ekki nema hálf sögð.
Það er önnur hlið á málinu sem í raun og veru
er aðalatriðið og eru það hinir góðu möguleikar
rneð selveiðarnar, sem fremur öllu öðru kvettu
og alveg ókleift mönnum
að eiga þar björgun við land.
Svo er þá hinzta sagan,
sagan um Helgu lok.
Það enginn um kann segja,
það var aftaka sjór og rok.
Hver leysti þá landfestar Helgu,
er lagð’ún í hinztu för?
Hver stóð þá við stjórnvöl á fleyi
og stýrði þeim feiga knör?
Er hinzti brotsjórinn hrundi
á hrjáð og mannlaust fley.
Var þá ei vaktin fullstaðin
hjá hinni vökulu fögru mey?
Hvort á hún nú hvílu í knerri,
eða komst hún á æðra stig?
Það er mér óráðin gáta,
þar ályktar hver fyrir sig.
Þótt að sjálfsögðu enginn syrgi,
syrgi né felli tár,
þá varði hún skipið voða,
voða í rúm sjötíu ár.
Ragnar S. Helgason,
Hlíð, Álftafirði, N.-ís.
Asgeir Pétursson til þeirra framtaka að gera
tilraun til stofnunnar nýlendu við Scoresby-
sund.
Selveiðar höfðu verið stundaðar þar og í ná-
grenni um langan aldur af mörgum skipum frá
Norvegi með allgóðum árangri, sem þó höfðu
iniklu lengri veg að sækja en Islendingar og að
ýmsu leyti örðugi'i aðstöðu.
Á ísnum austur og út af Scoresbysundi og í
nánd við eyjuna Jan Mayen safnaðist venjulega
seinni hluta vetrar og á vorin svo þúsundum
skipti af sel til að kæpa.
Það voru Þjóðverjar, sem byrjuðu þar sel-
veiðar á fyrsta tug nítjándu aldarinnar, og
skömmu síðar Englendingar, er stunduðu þær
í nokkra áratugi. Loks árið 1876 byrjuðu Norð-
menn þar veiðar undir forustu hins alkunna
dugnaðarmanns Sven Foyn með selveiðaskipinu
„ísbjörnen" og síðar hafa Norðmenn með stærri
og minni skipastól rekið þar veiðar árlega. Pró-
fessor Friðþjófur Nansen lætur þess getið, að
á síðari hluta aldarinnar hafi á þessu svæði
verið veitt alls hérumbil 150—200.000 ungselir
árlega, fyrir utan tugi þúsunda af fullvöxnum
sel er hafðist við á ísröndinni milli Austur-
Grænlands og Vestfjarða á Islandi.
Árið 1892 var afli 23 skipa 33.000 stórselir
ívöðuselir) 1893 veiddu 15 skip 55.000 seli og
'897 var afli 13 skipa 35.000 selir eða sem svar-
ar 2500 selir á hvert skip.
Næstu árin eftir aldamótin var veiðin ennþá
meiri. T. d. veiddu 5 skip 25.500 stórseli. En
smátt og smátt fór lýsisverðið lækkandi, sem
liafði þau áhrif að smáskipin hættu útgerð, en
hin stærri gengu úr sér og ný skip voru ekki
byggð í staðinn. En þrátt fyrir misjafnt verð
hefur selveiðunum verið haldið áfram allt til
þessa dags, með fleiri eða færri skipum og meiri
VÍKINGUR
172