Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Page 14
Gunnar V. Gíslason: Björgun brezka togarans 4S.T. CRISPIN” (Niðurlag.) Stöðugt fór mikil vinna í að halda við festar- vírum, bæði vildu þeir sandkastast og svo varð að halda þeim vel strekktum, bæði til að rétta akipið fyrir, sem tókst smátt og smátt, og. svo til að fá sem hæst undan sjó, en það gekk erfiðlega af ástæðum sem síðar komu í ljós. Við þessa víravinnu reyndist truckbíllinn með spilinu og bílstjóri hans Jón Guðlaugsson, báðir frá Vík, mestu þarfaþing, spilið það kraftgott að við slit- um með því 2 víra, og Jón alltaf boðinn og bú- inn til alls, bæði á nóttu og degi, enda voru sum- ir famir að kalla hann stýrimanninn undir það síðasta. Aftur var hafin hreinsun á vélarúmi, en það var orðið eins og áður er lýst og gólfplötur allar í hrugu, var það óhæg vinna, allt glerhált af olíu og skipið á hliðinni eins og fyrr. Veður fór stöðugt batnandi og var orðið sjó- lítið á laugardag 7. apríl. Ekki má gleyma ein- komnir frá Angmagssalik (sem er grænlenzkt veiðimannaþorp á suðaustur Grænlandi beint í vestur frá Snæfellsnesi) . Þessir landnámsmenn og niðjar þeirra í Scoresbysund lifa nú betra lífi en áfiur. Fólkið hefur betri húsakynni, betri áhöld, betri klæðn- að og betra viðurværi. Landrýmið, sem nýbyggjendurnir hafa mögu- leika til að hagnýta sér, er mjög stórt, mörg hundruð ferkílómetrar, en þó ekki stærra en ör- lítill hundraðshluti þessa víðáttumikla land- flæmis við Scoresbysund og alls ekki bezti huti þess. Þó hafa nýlendubúar skv. verzlunarskýrsl- um níu sinnum meiri meiri tekjur af veiðiskap en íbúamir í Angmagssalik. 1 Scoresbysund er mikið af moskusnautum, þótt ekki séu skotin nema örfá á ári (50) vegna friðunarráðstafana, og gefur það gott búsílag um mikilsverðum lið í þessari starfsemi, en það var tjaldið á strandstaðnum, þar bjuggu varð- mennirnir og þar réði ríkjum Jóhann bóndi Þor- steinsson í Sandaseli, kallaður Jói, hugvitsmað- urinn og uppfinningamaðurinn, sem smíðaði flugvél og flaug á henni yfir vötn, þá líklega aldrei séð flugvél, nema kannske í loftinu. Eitt- hvert undra sigurverk (klukka), sem ég kann ekki að lýsa, smíðaði hann líka. Maður á rangri hillu, en það er önnur saga. Þarna í tjaldinu voru ósköpin öll af allskonar fatnaði svo sem svefnpokar, teppi, hlífðarföt, skór, sjóstígvél, sokkar til þerris upp í rjáfrinu, allskonar mat- væli, eldhúsáhöld, talstöð, mynd af fallegri stúlku, sem fundizt hafði í skipinu og ótal margt fleira. Þarna logaði á tveim prímusum svo að segja dag og nótt. Þarna var eldaður matur fyr- ir varðmennina og síðast en ekki sízt alltaf ver- ið að laga kaffi. Oft þurfti maður að skreppa í af kjöti. En í Angmagssalik eru engin moskus- naut. Þá er þar ótakmörkuð selveiöi. Af bjarndýr- um er þar meira en víða annarsstaðar. Einnig eru þar refir, rjúpur og fjöldi annarra fugla- tegunda, og af fiski er þar meðal annars heilag- fiski, lax, silungur, hákarl o. s. frv.“ Ennfremur segir Einar Mikkelsen: „Ég er ekki í efa um það, að atorkusamir veiðimenn myndu geta lifað í Scoresbysund eins og greifar með því að stunda sel- og bjarndýraveiðar". Ofanrituð ummæli Einars Mikkelsen stað- festu það, að fyrirætlun Ásgeirs Péturssonar um stofnun nýlendu við Scoresbysund hefur verið viturlega ráðin, byggð á hyggni hans og vandlegri yfirvegun. Og má því óefað telja það mjög illa farið, að ekkert varð úr nýlendustofn- un Ásgeirs. Meira. 174 vIkinbur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.