Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 17
KTINNI konur gamli konungurinn sálaði Ibn Saud átti, en tal- ið er, að þær hafi verið um 250. Hitt er nokkurn veg- inn víst, að með konum sínum eignaðist hann 42 syni. Núverandi konungur, Saud sonur gamla Sauds, er 54 ára gamall og á um 130 konur, sem blessað hafa hann með því að ala honum 24 syni. Hið óhófslega, léttúðuga líf, sem sýnt er í kvennabúrum í amerískum kvikmynd- um eru ekki samkvæmt staðreyndum. Haremskonurnar eru ávallt þaktar blæjum frá hvirfli til ilja, jafnvel hárið má ekki sjást, hvað þá annað af yndisþokkanum. Konumar eru hjúpaðar slæðum þess- um inni sem úti. Lifa óbrotnu lífi að öðru leyti en því, að þær eiga eða hafa umráð yfir ógrynni gimsteina og öðru skrauti. Lifa í undurfögru umhverfi og hafa nægi- legt að „bíta og brenna“. Synimir eru aldir upp af mæðrum sínum og öðrum konum i búrinu, þar til þeir eru 7 ára, en þá taka karlmenn við uppeldinu, sem mjög er vandað til. FangelsiS í Monako. Afbrotamenn í dvergríkinu Monako afplána refsi- verða glæpi að vísu með einangrun, en ekki á annan hátt. Hver klefi í fangelsinb er ágætlega útbúinn þæg- indum og nýtízku tækjum. Mat fá fangamir frá ágætu veitingahúsi, og útsýnið yfir Miðjarðarhaf er hið sama og auðugir túristar greiða háar upphæðir fyrir að njóta. Einstök rátSvendni. Hafnarverkamaður, er vann við að lesta skip í Suður-Afríku, tapaði fyrir nokkrum mánuðum umslagi með vikulaunum sínum í lest skipsins. Nokkru síðar fann annar hafnarverkamaður í Southampton í Eng- landi umslagið og tókst honum að koma því til eigand- ans, þúsundum mílna í burtu. Tatovering. Einn hinn frægasti tatoverari heims er Bretinn Cash Cooper. Hann mun hafa tatoverað um 40.000 myndir á mannslíkama. Sjálfur er hann þakinn myndum og mynstrum, sem hann notar sem sýnishorn fyrir við- skiptamennina. Á hálsi hans er tatoverað stórum stöf- um: „Skerið hér“. Sá, er ber þó flestar myndir á skrokknum, mun vera annar Breti, sem heitir Picto og er hafnarverkamaður í London. Á líkama hans eru alls tatoveraðar 500 myndir. Hann hefur arfleitt Cash Cooper tatoverara að húð sinni eftir sinn dag. Þrælar. Til þess skipuð nefnd Sameinuðu þjóðanna hefur Kefið út skýrslu um þrælahald í heiminum og fullyrðir, að í Saudi Arabíu einni séu um 1 milljón þrælar af V í K I N G U R 7 milljónum íbúum landsins. Hörundslitur þrælanna er frá hvítum og til biksvartra. Þrælar þessir eru tvenns konar, þ. e. a. s. í fyrsta lagi fagrar stúlkur til yndis- auka fyrir hina mörgu ríku fursta og í öðru lagi vinnu- þrælar, þar sem eingöngu er hugsað um likamsþrek. Og þetta á sér stað án þess að nefndin sjái nein ráð til þess að stöðva ósómann á því herrans ári 1956. Þorstinn er verstur. Það er alkunna, að það, sem þjáir skipbrotsmenn í björgunarbátum, er aðallega vöntun á drykkjarvatni. Mörg hryllileg dæmi frá ýmsum tímum lýsa þeirri kvöl, er þorstinn sækir á. Þótt hungrið sé slæmt er það ekk- ert á við þorstann, sem gerir menn vitskerta áður en þeir deyja kvalafullum dauða. Nú hefur verið fundið upp tæki til þess að vinna vatn úr sjó. Er það plastik- belgur, sem hefur tvöfaldan botn. Þegar neðri hluti hans hefur verið fylltur með sjó, er sólin látin eima hann, og næst þannig ágætt ferskt vatn til drykkjar. Þessi aðferð var notuð síðustu stríðsárin af Vestur- veldunum, en haldið leyndri á meðan nokkur von var til að óvinunum fækkaði eitthvað við dauða af þorsta. Svo miskunnarlaus er ófriður. Hvað veiztu um Singman Rhee? Forseti Suður-Kóreu, Singman Rhee, sá harði karl, er giftur austurriskri konu. Þegar þau giftu sig var hann 58 ára, en hún um 30 ára. Hann var í þann tíma í útlegð frá landi sínu, er hersetið var af Japönum. Áður sat hann 7 ár í fangelsi Japana og var þá pyntur þannig, að hann er svo að segja handalaus. Allir fing- urnir á báðum höndum eru undnir og brotnir7 Engan þarf því að furða, þótt honum hafi ætíð, jafnvel eftir að Suður-Kórea og Japan urðu samherjar, verið hálf- gert í nöp við Japani og vantreysti þeim þjóðflokki. * SMÆLKI # — Segðu mér annars, hvað orsakaði sprenginguna í katlinum? — Já, það get ég svo sem. Vélstjórinn var fullur, en ketillinn tómur. * Tveir bændur mættust á förnum vegi. Jón: Hvað gafstu hestinum þínum um daginn, þegar hann var veikur? Jói: Terpintínu. Nokkru seinna mættust þeir aftur: Jón: Hvað var það, sem þú sagðist hafa gefið hest- inum þínum um daginn, þegar hann var veikur? Jói: Terpintínu. Jón: Hana gaf ég einnig mínum hesti, þegar hann var veikur, en hann dó af því. Jói: Minn dó einnig af því. * — í marga mánuði fannst mér ég vera kjölturakki, en svo fór ég til taugalæknis. — Batnaði þér? — Já, nú finnst mér ég vera blóðhundur. 177

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.