Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Side 18
Björgun brezka togarans
“S.T. CRISPIN”
Framh. af bls. 175.
var skrúfan klár. Báðir voru þrekaðir er verk-
inu var lokið.
Kl. 16.30 var vélin sett í gang og landfestum
sleppt, nema forvír. Kl. 17.45 var hringt á fulla
ferð afturá. Mér þótti Bill keyra lítið og bað ég
capt. Bandwood að skreppa niður í vél til hans
og segja honum að keyra eins og hann gæti.
Það var eins og Bill hresstist við að sjá fram-
an í hina gömlu stríðshetju og keyrði nú ótrauð-
ur fulla ferð. Skipið tók nú að mjakast út, en
þá gerðist Þór helzt til sterkur og tók það mikið
í dráttarvírinn að skrúfan sat föst í sandbakk-
anum og þar með skipið. Varð því að slaka á
vírum Þórs og hífa skipið til baka þar til skrúf-
an fór að vinna aftur, eftir það tókst að halda
jafnvægi milli átaka Þórs og skrúfunnar, þar
til skipið var komið á flot kl. 19.00. Stöðugt sam-
band var haft við Þór gegnum talstöð og var
það til ómetanlegs hagræðis.
Nú héldu menn, að allir erfiðleikar væru bún-
ir og allt í lagi.. Eiríkur skipherra bauðst til að
senda menn frá sér um borð og taka okkur um
borð í Þór, til þess að við gætum haft það gott á
leiðinni til Reykjavíkur, en það varð öðru að
sinna.
Er skipið var komið á flot, hallaðist það nokk-
uð til bb. og eiginlega áður en maður áttaði sig,
var bb. lunning að aftan komin í kaf, 2 dælur, er
stóðu á háum palli í bb. gangi, fóru á kaf í sjó
og þar með mest öll okkar verkfæri og tæki.
Það var erfitt að kafa þarna, því þótt veðrið væri
gott, vildi sjórinn aldrei kyrrast til fulls.
Hann er orðinn skemmtilega réttur þaraa. Það var
leiðinlegt að sjá hann, þegar hann var með brúar-
hornið i kafi og brotin gengu yfir hann allan.
Sjór fossaði inn um opnar dyr á ganginum og
var ekki hægt að komast að þeim utanfrá, en
steypt hafði verið fyrir dyrnar stb. megin og
boltað fyrir dyr á bátaþilfari, svo óhægt var um
að komast inn til að loka dyrunum.
Óli og Ragnar, sem áður eru nefndir voru
einhversstaðar niður í skipsbotni við að hag-
ræða slöngum. Ég öskraði nú til þeirra og bað
þá að loka dyrunum. óla tókst að loka og þar
með að afstýra bráðri hættu í bili.. Líklega hefi
ég reynt heldur mikið á raddböndin, því ég var
hás í nokkra daga á eftir. Strax var farið að at-
huga aðstæður og kom í ljós að mikill sjór var
kominn í káetuna, sem orsakaðist af því að
sementsteypan sem þétt var með, hafði gefið sig
á leiðinni út úr brimgarðinum og lak nú sínu
meira en áður.
Brátt barst hjálp frá Þór, bæði dælur og
menn. Var strax sett öflug dæla í káetuna, en
'iengi vel tókst aðeins að halda við þar, vegna
þess hve mikið rusl kom í sigtið á slöngunni.
Skipið lagði sig nú ekki meira og fór brátt, af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum, að rétta sig
við aftur. Smátt og smátt fór að vinnast á í
káetunni og að lokum tókst að tæma hana, al-
veg. Áður en farið var af stað út úr brimgarð-
Ínum, var 1 dæla sett niður á vélarist og hélt
hún að nokkru í við lekann í vélarúminu, sem
þá hafði heldur aukist, en samt kom það mikill
siór í það að sloknaði undir katlinum. Svo tókst
að koma í gang annarri dælunni, er farið hafði
í sjó í ganginum og tæmdu þeir fljótlega véla-
rúmið. Skipið var nú orðið svo að segja alveg
rétt.
Orsök þess að skipið fór á hliðina mun hafa
verið sú að dælt hafði verið olíu úr stb. hliðar-
tank, en verið lokað fyrir hina og ekkert runnið
á milli, svo ekki hefur það verið að ástæðulausu
þegar mr. Eden var að fárast yfir tönkunum,
i7a
VÍKINGUR