Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Síða 20
Norskir linuveiiíarar flýja miðin viö Bjarnarey í norska blaðinu ,,Fiskaren“ hinn 17. júní sl. segir, að línuveiðarinn „Breisund" hafi komið til Álasunds og sagt sínar farir ekki sléttar. Skipstjórinn, Karl Gudmundseth, segist hafa misst línu fyrir um það bil 10.000 krónur vegna ágangs erlendra togara á miðunum við Bjárnar- ey, en þar var óvenju mikil fiskgengd í sumar, sérstaklega vestan við éyna. „Verstir voru þó rússnesku togararnir“, segir Karl skipstjóri, „því að þeir tóku ekkert tillit til merkja og baujufána". Togararnir fengu um 6 til 7 lestir á 20 mínút- um, en línuveiðararnir sáralítinn og sumir eng- an afla vegna veiðarfæratjóns og svo voru tog- ararnir oftast í veginum, þegar leggja átti lín- una. T. d. fékk „Breisund“ aðeins 38 lestir á einum mánuði. Einn línuveiðaranna varð að snúa strax við heim, því að hann tapaði allri línunni í byrjun veiðanna. Hinir norsku sjómenn hafa nú sent kæru til eftirlitsmannsins yfir Möre og Romsdal. „Fiskaren". í vélarúminu, og er umgengni öll þar til fyrir- myndar, eftirlit og viðhald eftir því, sem tími og efni standa til með ágætum. Alveg er óhætt að fullyrða, að þar er allt í eins góðu ástandi og hægt er. Það má og geta þess, að álag er mjög mikið á strandferðaþjónustunni, og reynir því mjög á vélar og öll hjálpartæki. Þá er gott að hafa góðan og samvizkusaman yfirvélstjóra, sem gætir alls eins og sjáaldur auga síns, og með honum góða menn. Við höfum átt því láni að fagna á þessum skipum, og gott er að minnast þess við þessi tímamót á ævi Aðalsteins vélstjóra. Nota ég nú tækifærið að þakka það í Sjómannablaðinu og mafgra ára gott samstarf. Árna ég honum allra heilla í nútíð og framtíð. Okkar samsigling hef- ur verið góð. Ásg. Sigurðsson. Flotaheimsóknir í danska sjómannablaðinu „Vikingen“ 1. ágúst sl. er rætt um hinar stóru upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem eytt er árlega í Kaupmannahöfn af erlendum sjóliðum. Talið er, að á ári hverju komi 10.000 erlendir sjóliðar í land í Höfn, og reiknað er með að hver þeirra eyði um 15 doll- urum á viku. Nú er það þó svo, að skipin standa ekki ætíð við í heila viku, en sem dæmi má nefna heimsókn flugvélamóðurskipsins „Iowa“ og fylgdarskipa þess, er höfðu alls um borð um 4.000 manns, er eyddu um 60.000 dollurum eða 420.000 dönskum krónum. Til viðbótar við þessa upphæð koma svo ýmis gjöld, er skipin greiða fyrir alls konar þjónustu, en hafnargjöld greiða þau ekki. Má til dæmis geta þess, að brezka flug- vélamóðurskipið „Bulwark“ greiddi stórar upp- hæðir fyrir aðstoð leiðsögumanns og dráttar- báta o. s. frv. Blað nokkurt gaf eftirfarandi skilgreiningu á Tító marskálki: Fyrst blésu þeir bann upp eins og fótbolta, síðan spörkuðu þeir í hann og nú hlaupa þeir allir á eftir honum. 8 íAM A NN A RT A vtgefandi: farmanna- og fiskimannasamband íslands. — Ritstjíri oe J IVl /Vll D LTJ ábyrgöarmaður: Magnús Jensson. — Rltnefnd: Júllus Ólafsson, Ingólfur Þórðarson, Gelr Ólafsson, Henry Hálfdansson, Hallgrímur Jónsson, Egill Jóhannsson, Blrglr Thoroddsen, ■« T-ff 7" T m T TTT» Theodór Glslason, Páll Þorbjamarson. — Biaðlð kemur út elnu slnnl I mánuðl, og kostar \/ I 1% I ■ I I í árgangurinn 60 kr. — Rltstíóm og afgrelðsla er I Fiskhölltnnl, Reykjavík. — Utanáskrift: ▼ i H 11 " VJ 11 ..Viklngur", pósthólf 425, Reykjavik. Siml 5653. — Ritstjórlnn er tll vlötals á skrifstofu blaðs- ins, I Fiskhölllnnl, þrlðjudaga og flmmtudaga kl. 9—1Q f. h. Laugardaga kl. 1—4 e. h. Auk þess venjulega I helmssima hans 9177, eftir kl. 8 á kvöldln. Að öðru leyti eftir samkomulagl. — Prentað i ísafoldarprentsmlðju h.f. 1BD V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.