Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Side 24
SUÍfít^ tincfut SAG A Framhald. Á allri minni ævi sé ég aldrei dapurlegri náunga en Lúðvík, þegar hann skilur við aurana sína. Ef Lúðvík dettur í hug að biðja Kalla að lofa sér að gá í hattinn, til að fullvissa sig um tíukastið, hefur hann ekki orð á því. og þar sem Kalli virðist ekki kæra sig neitt um að sýna það, segir heldur enginn annar neitt, þeir hugsa sennilega sem svo, að Kalli Rosti sé ekki þessháttar náungi, sem kunni því vel, að efast sé um orð hans, einkum út af smámununum eins og tíu. „Jæja“, segir Kalli og stingur á sig þúsundkalli Lúð- víks, „ég held þetta sé nóg handa mér í kvöld“, og hann réttir derbyhattinn litla náunganum, sem á hann, og bendir mér að koma, hvað ég er feginn að gera, því þögnin í salnum fær magann í mér til að byltast upp og niður, og ég veit, að það er slæmt fyrir blóðþrýst- inginn. Enginn svo mikið sem hreyfir andlitið frá því við komum inn og þar til við förum út, og það er alveg furðulegt, hversu óstyrkur maður verður af að vera í mikilli ös, þar sem allir eru dauðhljóðir, einkum á stað, sem maður getur búizt við að verði ólgandi heitur eftir mínútu. Nú vona ég að geta sloppið frá Kalla Rosta og farið heim, því ég sé, að hann er óæskilegasti nagli í heimi að hafa í námunda við blóðþrýsting, og ennfremur, að fólk kunni að fá rangt álit á mér, ef ég er í slagtogi með honum, en þegar ég minnist á að fara, virðist Kalli móðgaður. „Hvað“, segir Kalli, „þú ert laglegur náungi að tala um að yfirgefa félaga, þegar við erum rétt að byrja. Þú skalt vissulega vera með mér, því ég vil hafa fé- lagsskap, og við förum niður eftir til Æka Grís og spilum póker. Æki er vinur minn og hann á það hjá mér, að ég spili við hann“. Nú langar mig auðvitað ekkert að fara til Æka Grís, því það er krá langt niðri í borg, og mig langar ekki að spila póker, því það er spil, sem ég hef aldrei grætt á, og auk þess man ég, að Breman doksi segir, að ég eigi helzt að sofa ofurlítið öðru hvoru, en ég sé enga hann er vís til að gera mér eitthvað illt, ef ég kem ástæðu til að særa tilfinningar Kalla, einkum af því virðist annað en pomm, pomm, pomm, eða einhver slík ekki með honum. Svo hann kallar á bíl og við leggjum af stað til Æka Grís, og ökumaðurinn, sem ekur okkur, fer svo hratt, að blóðþrýstingurinn stígur um fet til hálft annað fet, eftir því sem mér finnst innvortis, enda þótt Kalli Rosti kæri sig kollóttan um hraðann. Að lokum kalla ég til bílstjórans og bið hann að fara svolítið rólegar, þar eð ég óski eindregið eftir að komast í einu lagi þangað, sem ég ætla, en náunginn heldur áfram með sama hraða. Við erum á horninu á Nítjándastræti og Breiðgötu, þegar Kalli Rosti öskrar allt í einu á ökumann að stanza eina mínútu, hvað náunginn og gerir. Þá stígur Kalli út úr troginu og segir við ökumann: „Þegar við- skiptavinur biður þig að fara rólega, hvers vegna ferð þú þá ekki rólega? Sjáðu nú hvað þú færð“. Og Kalli Rosti gefur ökumanni einn á kjálkann, svo vesalingurinn lognast út af og flýgur úr sætinu út á götuna og svo setzt Kalli sjálfur í sætið, og við höldum áfram með Kalla við stýrið, skiljandi náungann eftir liggjandi stífan eins og staur. Nú er það svo, að Kalli Rosti ekur eitt sinn bíl um tíma sér til lífsuppeldis, þangað til löggan fær grun um, að hann skili ekki alltaf viðskiptavinunum á réttan stað, einkum og sérílagi þeim, sem eru drukknir, og hann er sæmilegur bílstjóri, en hann lítur ekki nema í eina átt, sem er beint áfram. Persónulega hef ég aldrei neina löngun til að aka með Kalla undir neinum kringumstæðum, einkum ef hann er við stýrið, því hann ekur vissulega afar hratt. Hann stanzar nokkurn spöl frá Æka Grís og segir, að við skulum skilja kerruna eftir þar þangað til ein- hver finnur hana, en rétt í því við göngum af stað, birt- ist löggi í einkennisbúningi og segir, að við meguih ekki skilja trogið þarna eftir án bílstjóra. Jæja, Kalla Rosta er meinilla við að láta lögguna gefa sér ráð, svo hvað gerir hann nema gá upp og niður eft- ir götunni, hvort nokkur horfi á, og síðan slær hann löggann á vangann svo hann liggur. Ég vil taka það fram, að ég sé aldrei nákvæmari kjaftshöggvara en Kalla Rosta. Um leið og lögginn hnígur niður, þrífur Kalli í handlegginn á mér og hleypur inn hliðargötu, við förum kringum hús og læðumst síðan inn til Æka Grís. Þetta er það, sem kallað er pókerhús, og þarna eru margir merkir borgarar spilandi póker. Enginn virðist sérlega glaður af að sjá Kalla Rosta, enda þótt Æki Grís láti sem sér sé mikill heiður sýndur. Þessi Æki Grís er stuttur, hálsfeitur náungi, og það ber ekki á öðru en að hann og Kalli Rosti séu reyndar gamlir vin- ir, og hafi gott álit hvor á öðrum, á pörtum. En ég sé, að Æki Grís er ekkert hrifinn, þegar hann kemst að því, að Kalli er kominn til að spila, enda þótt Kalli veifi þúsundkallinum með sama og segi, að hann sjái ekki eftir að tapa nokkrum aurum til Æka upp á gamlan kunningsskap. En ég álít, að Æki Grís viti vel, að hann muni aldrei snerta þúsundkall Kalla, því Kalli 1B4 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.