Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 26
INNtiNDAR
1/7. Níu alda biskupsdóms á Is-
landi minnzt með hátíð í Skálholti,
og mun biskup landsins þá leggja
hornstein að nýrri Skálholtskirkju.
— Átta erlendir blaðamenn í boði
NATO koma hingað í kynnisferð. —
Nýlega kom upp eldur í hinu nýja
skipbrotsmannaskýli Slysavarnafé-
lags íslands að Sléttu í Sléttuhreppi
og brann það til ösku. — Lokið er
við vitabyggingu á Geirfuglaskeri,
einnig verða byggðir vitar í Seley
og á Hólmabergi í sumar. — Mikil
síld berst nú á land á Siglufirði og
er saltað þar á yfir 20 stöðum.
Hæstu bátarnir eru með nær 1000
tunnur.
6/7. Hinn vinsæli danski drengja-
kór KFUM kominn hingað í söng-
för. — Á fyrri helming yfirstand-
andi árs hafa 850 bifreiðaárekstrar
orðið hér í Reykjavík og næsta ná-
grenni hennar. — 6 bátar stunda nú
humraveiðar frá Eyrarbakka og er
afli góður; 40—50 manns vinna við
aflann í frystihúsinu.
•
10/ 7. Lögreglan í Reykjavík hef-
ir komizt að ávísanasvindli, sem átt
hefir sér stað í allstórum stíl. —
Níu manna æskulýðsnefnd farin af
stað til Sovétríkjanna; fer nefndin
á vegum Alþjóðasamvinnunefndar
íslenzkrar æsku. — Sex norsk síld-
veiðiskip og 1 belgískur togari hafa
nýlega verið tekin fyrir landhelgis-
brot hér við land. — Fimm manna
sendinefnd kínverskra samvinnu-
manna á ferðalagi hér á vegum SÍS.
Nefndin mun kynna sér íslenzka
samvinnuhreyfingu.
•
15/7. Frá áramótum til júníloka
var heildaraflinn á öllu landinu
240.829 smálestir; af því var báta-
fiskur 146.534 smál., en togarafiskur
94.295 smál. Á sama tíma í fyrra var
heildaraflinn 256.707 smál. — Gunn-
laugur Rlöndal listmálari málar
mynd fyrir Alþingi af Þjóðfundinuum
1851, og hefir myndin verið sett upp
í Alþingishúsinu.
20/7. Þriðji „Víkingafundurinn“,
fundur vísindamanna frá Bretlands-
eyjum og Norðurlöndum, sem rann-
saka menningu víkingaaldarinnar,
hefst hér í Reykjavík bráðlega. —
Rússneska knattspyrnuliðið Loko-
motiv væntanlegt hingað, er það
fyrsta rússneska knattspyrnuliðið,
sem kemur til íslands. — Viðskifta-
málaráðherra Tékkóslóvakíu, Fran-
tisek Iírajvir, kemur í heimsókn vil
Islands bráðlega og mun dveljast
hér á landi um vikutíma til að kynn-
ast hér fiskveiðum og framleiðslu-
aðferðum. — Mikill húsbruni varð
á Raufarhöfn, þegar eitt helzta og
stærsta timburhús kauptúnsins
brann til kaldra kola á skammri
stundu. 50—60 manns munu hafa
búið í húsinu, en komust allir út,
en geysimikið af innbúi og eigum
fólksins brann.
25/7. 10 ísl. skógræktarmönnum
hefir verið boðið í kynnisferð til
Vesturfylkja Noregs. — Jarðfræði-
deild Náttúrugripasafnsins hefir ný-
lega borizt að gjöf dýrmætt safn
skrautsteina frá Brazilíu. — Siglu-
fjarðarskarð varð ófært öllum bif-
reiðum sökum fannkomu og skafla,
og mun slíkt algert einsdæmi í júlí-
mánuði.
•
1/8. Tíunda mót norrænna presta
hefst hér í Reykjavík, og er það í
fyrsta skifti, sem slíkt mót er hald-
ið hér á landi. — Forseti Islands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, tekur í
annað sinn við embætti forseta Is-
lands. — Tvö hundruð og sjötíu
hvalir hafa nú borizt til hvalveiði-
stöðvarinnar í Hvalfirði. — Eitt
stærsta gróðurhús heims rís af
grunni í Hveragerði, en það er Garð-
yrkjuskóli ríkisins að Reykjum, sem
byggir húsið, og er það 2000 fer-
metrar að stærð. — Flugvallargerð
í Norðfirði mun hefjast bráðlega,
og er ætlunin að fullgera í sumar
250—300 metra langa og 30 metra
breiða braut fyrir sjúkraflugvélina.
5/8. Fisksala Islendinga til USA
hefur aukist verulega í ár; fyrra
misseri þ. á. voru fluttar þangað
7600 lestir af fiski, en 6600 á sama
tíma í fyrra. — Tekizt hefur að
klífa flraundranga í Öxnadal, en
það hefur aldrei verið gert áður svo
vitað sé til.
•
8/8. Eldur kom upp í íbúðarhús-
inu Yztabæ í Hrísey, og brann húsið
til kaldra kola á skömmum tíma, á-
samt fjósi, er áfast var við bæinn.
— Ný gerð innsiglingavita, sem auð-
veldar Iendingu báta og skapar ör-
yggi í ofviðrum, settur upp í Grinda-
vík, en tækin eru flutt inn fyrir
forgöngu Slysavarnafélags Islands.
•
10/8. Margt þykir nú benda til að
síldarvertiðinni norðanlands sé að
Ijúka, er nú búið að salta í 260 þús.
tunnur, og ríkisverksmiðjurnar hafa
brætt um 170 þús. mál. — Skipverji
af bátnum Þórunni frá Vestmanna-
eyjum, Jóhann Pétur Sigurðsson,
féll fyrir borð og drukknaði. —
Fimm fulltrúar finnskra síldarinn-
flytjenda í heimsókn hér; komu þeir
til að kynna sér framleiðsluhætti
okkar varðandi síldina.
12/8. Rúmensk verkalýðssendi-
nefnd komin til landsins og dvelst
hún hér um það bil vikutíma á veg-
um Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Ileykjavík.. — Um síðustu helgi
höfðu veiðzt hér 320 hvalir, en veiði
hefur að undanförnu verið mun
tregari en í fyrrasumar.
•
15/8. Meðallendingar heiðraðir
fyrir björgun skipverja af brezka
togaranum St. Crispin. Fulltrúar
eigenda togarans og vátrygginga-
1 B6
V I K I N G U R